Leikið verður áfram í Olísdeild kvenna í dag þegar tvær viðureignir fara fram 16. umferð sem hófst í gærkvöld með viðureign Fram og ÍR í Úlfarsárdal. Leik sem Fram vann naumlega, 24:23.
Ekki verður heldur slegið slöku við meðal leikmanna...
„Stjarnan lék agaðan leik ólíkt okkur. Ef ég tel rétt þá vorum við með um 20 tapaða bolta. Það segir sig sjálft að það er ógjörningur að vinna leik með slíkri frammistöðu,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari karlaliðs Gróttu eftir...
„Ég er ánægður að fara af stað eftir hléið með flottum sigri,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í samtali við handbolta.is í kvöld eftir sex marka sigur á Gróttu, 27:21, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.
Með sigrinum komst Stjarnan stigi...
„Það hefði ekki verið ósanngjarnt þótt okkur hefði tekist að ná öðru stiginu,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR eftir eins marks tap fyrir Fram, 24:23, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í 16. umferð deildarinnar. Ethel Gyða...
„ÍR-liðið er ólseigt og ég er þar af leiðandi ánægð með að okkur tókst að klóra okkur í gegnum þennan leik og vinna bæði stigin,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram eftir eins marks sigur á ÍR í baráttuleik...
Spánverjar, Ungverjar og Þjóðverjar verða gestgjafar riðlanna þriggja í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla sem fram fara 14. til 17. mars. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti um leikstaði í dag.
Leikir riðils eitt verða í Palau d'Esports í Granollers þar sem úrslitaleikir...
Í ljós kemur fimmtudaginn 21. mars hverjir verða andstæðingar íslenska landsliðsins í handknattleik karla í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður í ársbyrjun 2026 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Til stendur að draga í riðli í Kaupmannahöfn þennan tiltekna dag....
Viktor Sigurðsson leikur ekki með Val í Olísdeildinni né í Poweradebikarnum næstu vikurnar vegna rifins liðþófa í hné. Til viðbótar meiddist Ísak Gústafsson í viðureign Vals og Selfoss í gærkvöld. Ekki er ennþá ljóst hvort meiðslin eru alvarleg.
Óskar Bjarni...
Áfram verður leikið í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar Grótta og Stjarnan mætast í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Um afar mikilvægan leik er að ræða í baráttunni í neðri hluta Olísdeildar. Aðeins munar einu stigi á liðunum sem...
Victor Máni Matthíasson hefur gengið til liðs við Fjölni á nýjan leik, í þetta sinn sem lánsmaður frá Stjörnunni út leiktíðina. Viktor Máni, sem er línumaður kvaddi Fjölni sumarið 2022 og lék eftir það í ár með StÍF í...
„Við mættum hreinlega ekki til leiks. Ég er mjög svekktur með það til viðbótar leik okkar allt til enda. Ég vildi fá meira út leiknum frá mínum mönnum,“ sagði Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss í samtali handbolta.is eftir 17 marka...
„Vörn og markvarsla var mjög góð í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin þegar við náðum þeim. Mér fannst við aðeins detta niður í síðari hálfleik. Annars var svolítill æfingaleikjabragur yfir leiknum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við...
HK-ingar fögnuðu að margra mati óvæntum sigri þegar upp var staðið í KA-heimilinu í kvöld, 27:26, og náðu þar með í tvö mjög mikilvæg stig í baráttunni í neðri hlutanum. Þeir hafa nú níu stig í níunda sæti Olísdeildar...
Víkingur var ekki langt frá því að krækja í annað stigið sem var í boði í Safamýri í kvöld þegar efsta lið Olísdeildar karla í handknattleik, FH, kom í heimsókn. Eftir harðan slag þá sluppu FH-ingar fyrir horn með...
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í norska meistaraliðinu Kolstad fóru af stað með látum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld þegar keppni hófst eftir nokkurra vikna hlé. Á heimavelli léku þeir sér að lánlausum leikmönnum Fjellhammer og unnu...