Leikmenn íslenska liðsins hafa skorað 83 mörk í þremur leikjum á EM, sem er 27,67 mörk í leik; Serbía 27:27, Svartfjallaland 31:30 og Ungverjaland 25:33. Flest mörkin hafa verið skoruð eftir gegnumbrot, eða átján.
Hér kemur listinn yfir skoruð...
„Ég bjartsýnn á að okkur gangi vel að vinna í okkar málum. Það var fínn punktur að skipta um aðstæður, taka upp þráðinn á nýjum stað,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik karla í samtali við handbolta.is...
Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar þegar lið hennar Silkeborg-Voel vann SønderjyskE, 35:30, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Þetta var annar sigur Silkeborg-Voel í röð og er liðið þar með komið í...
„Við getum verið sammála um að við höfum hingað til ekki sýnt okkar bestu hliðar á Evrópumótinu og vorum eiginlega slegnir eftir frammistöðuna í gærkvöld gegn Ungverjum,“ sagði Arnór Atlason aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is...
Sjókoma tók á móti íslenska landsliðinu þegar það kom til Kölnar undir kvöld eftir lestarferð frá München. Nokkuð hefur snjóað í nyrðri og vestari hluta Þýskalands í dag. Hefur það sett strik í samgöngureikninginn í dag. Tafir hafa verið...
Þúsundir Íslendinga kvöddu Ólympíuhöllina í München í gærkvöld að loknum þriðja og síðasta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik karla. Aðeins hafði fækkað í hópnum eftir tvo fyrstu leikina en það sló ekki á stemninguna á meðal Íslendinganna,...
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi. Þeir eru á heimleið. Það staðfesti Anton Gylfi við handbolta.is í morgun.
Fækkað var í hópi dómara eftir að riðlakeppninni lauk í...
Fjögur landslið eru eftir í kapphlaupinu um tvö sæti í forkeppni Ólympíuleikanna þegar framundan er milliriðlakeppni Evrópumótsins. Auk íslenska landsliðsins eru það landslið Austurríkis, Hollands og Portúgals. Austurríki fór áfram í milliriðil á kostnað Spánar sem þegar var komið...
„Því miður þá hef ég ekki svarið við því af hverju allt fór úrskeiðis hjá okkur í leiknum,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir átta mark tap íslenska landsliðsins fyrir Ungverjum, 33:25, í afleitum...
Þrettánda umferð Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld og er útlit fyrir spennandi leiki, jafnt í efri sem neðri hlutanum. Efstu liðin, Valur og Haukar, eigast við Origohöllinni klukkan 19.30. Valur hefur tveggja stiga forskot á Hauka.
Einnig eigast við...
Domagoj Duvnjak lék í gær sinn 247. landsleik fyrir Króatíu og er þar með orðinn leikjahæsti landsliðsmaður þjóðarinnar í handknattleik karla. Duvnjak komst í gær upp fyrir Igor Vori sem lék 246 landsleiki fyrir Króatíu.
Þýska landsliðið lék í gærkvöld...
„Það er erfitt að segja hvað kom fyrir svona skömmu eftir að leiknum er lokið. Kannski vorum við að gera þeim of auðvelt fyrir að mæta sóknarleik okkar. Sennilega erum við of fyrirsjáanlegir í sóknarleiknum. Við verðum að fara...
„Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en þegar kom fram í síðari hálfleikinn var eins og það molnaði jafnt og þétt undan okkur. Það stóð bara ekki steinn yfir steini í neinum þætti leiksins. Við misstum vörnina og...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá Evrópumóts karla í handknattleik sem stendur yfir í Þýskalandi frá 10. - 28. janúar. Dagskráin er birt daglega á meðan mótið stendur yfir og úrslit leikja uppfærð jafnóðum og þeim verður lokið auk þess...
Ungverjar tóku íslenska landsliðið í kennslustund fyrir fram liðlega 12 þúsund áhorfendur í síðasta leik C-riðils á Evrópumótinu í handknattleik í München í kvöld, lokatölur 33:25. Þeir réðu lögum og lofum allan síðari hálfleikinn eftir að hafa verið tveimur...