Norðmenn sitja eftir með sárt ennið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla. Þeir komast alltént ekki í 16-liða úrslit mótsins eftir að hafa tapað öðru sinni í dag í E-riðli mótsins. Að þessu sinni voru það Ungverjar...
„Ég gef mér þessa viku til að taka ákvörðun um hvert næsta skref verður varðandi öxlina, hvort ég fari í aðgerð eða ekki,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson nýbakaður Evrópumeistari í handknattleik með þýska liðinu í SC Magdeburg og landsliðsmaður...
Frank Carsten hefur verið ráðinn þjálfari þýska liðsins HSG Wetzlar. Carsten hætti hjá GWD Minden í lok nýliðins keppnistímabils eftir átta ára starf. Aðalsteinn Eyjólfsson fyllir sæti hans hjá Minden.
Carsten er fimmti þjálfarinn hjá HSG Wetzlar á einu ári....
Hlaupið hefur á snærið hjá bikar- og deildarmeisturum ÍBV en samningur hefur náðst við hægrihandar skyttuna Britney Cots um að leika með liði félagsins á næstu leiktíð og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV í...
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í handknattleik. Hann verður þar af leiðandi nýráðnum aðalþjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, innan handar á komandi tímabili.Björgvin Páll verður áfram aðalmarkvörður Vals samhliða nýju hlutverki innan liðsins.Björgvin gekk...
„Við vorum lengi í gang í dag en þegar á leikinn leið þá tókst okkur að sýna styrk þann sem býr í liðinu,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara U21 árs landsliðsins í samtali við handbolta.is í dag...
Með miklum endaspretti þá vann íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, stórsigur á landsliði Chile, 35:18, í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Melina Merkouri-íþróttahöllinni í Aþenu í dag. Staðan var 12:6, þegar fyrri hálfleik...
Arnór Atlason verðandi aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik. Mótið verður það síðasta sem Arnór tekur þátt í með yngri landsliðum Danmerkur sem hann hefur þjálfað undanfarin þrjú ár....
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í norska meistaraliðinu Kolstad verða með í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næsta keppnistímabili. Kolstad var eitt sex liða sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, veitti boðskort í deildina á fundi sínum...
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, lék stórt hlutverk þegar Magdeburg varð Evrópumeistari með því að leggja pólska liðið Kielce í framlengdum úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða í Lanxess Arena í Köln, 30:29.
Gísli Þorgeir fór þá í fótspor pabba síns,...
Íslenska 21 árs landsliðið slapp með skrekkinn í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Aþenu í morgun. Liðinu tókst að kreista út nauman tveggja marka sigur á landsliði Marokkó, 17:15, eftir að hafa skorað þrjú síðustu mörk...
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður er þessa dagana í Króatíu þar sem hann er á meðal leiðbeinenda í æfingabúðum fyrir unga markverði. Æfingarnar standa yfir í um viku og hafa margir þekktir markverðir leiðbeint þar í gegnum tíðina en...
Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna hjá Aftureldingu fögnuðu saman góðum árangri á nýliðinni leiktíð fyrir nokkrum dögum. Kvennalið Aftureldingar vann Grill 66-deildina og leikur þar af leiðandi í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Karlalið Mosfellinga varð bikarmeistari og féll naumlega...
Þegar pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica barðist fyrir lífi sínu meðan hlé var gert á úrslitaleik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins SC Magdeburg í Meistaradeild karla í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í gær gekk Bennet Wiegert þjálfari...
Sex íslenskir handknattleiksmenn og einn þjálfari hafa orðið Evrópumeistarar með félagsliðum sínum í Meistaradeild Evrópu á síðustu 22 árum. Tveir bættust í hópinn í gær, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn SC Magdeburg frá Þýskalandi.
Alfreð Gíslason og...