- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

„Ég trúi þessu hreinlega ekki“

„Þetta er hreint ótrúlegt. Ég trúi þessu hreinlega ekki. Ég er að fara spila í Olísdeildinni aftur,“ sagði Karen Tinna Demian leikmaður ÍR eldhress í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gær eftir að ÍR hafði unnið...

Molakaffi: Orri, Daníel, Halldór, Axel, fimm Íslendingar

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum standa vel að vígi eftir að hafa unnið Nærbø, 23:22, á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Simon Mizera, markvörður Elverum, kom í...

Gísli Þorgeir fór snemma meiddur af leikvelli

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór af leikvelli meiddur á ökkla rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik í gær í leik SC Magdeburg og Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum...
- Auglýsing -

Eyjamenn leika til úrslita eftir þriðja sigurinn á FH

ÍBV leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla eftir að hafa unnið FH í þrígang í undanúrslitum. Þriðji og síðasti sigurinn varð raunin í kvöld í Kaplakrika í framlengdum háspennuleik, 31:29. Jóhannes Berg Andrason tryggði FH-ingum framlengingu þegar...

ÍR vann oddaleikinn og sendi Selfoss niður í Grill 66-deildina

Nær öllum að óvörum vann ÍR lið Selfoss í oddaleik umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni í kvöld, 30:27, og tekur þar með sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Þetta eru án efa ein óvæntustu úrslit í íslenskum...

Ísland í austur-evrópskum riðli á EM 2024

Þriðja stórmótið í röð dróst íslenska landsliðið í riðil með Ungverjum þegar dregið var í riðla Evrópumóts karla í handknattleik í Düsseldorf í dag. Ísland verður í sannkölluðum austur-Evrópuriðli á mótinu því auk Ungverja verða Serbar og Svartfellingar andstæðingar...
- Auglýsing -

Dagur hefur samið við norskt úrvalsdeildarlið

Hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal og flytur til Noregs í sumar. Fréttavefur allra Akureyringa, Akureyri.net, segir frá þessu samkvæmt heimildum í dag. Á dögunum sagði Handbolti.is frá því að hornamaðurinn eldfljóti ætlaði að söðla um...

Erum reynslunni ríkari – framhaldið er óljóst hjá Díönu

„Við förum reynslunni ríkari út úr þessu tímabili með frábæran hóp og frábært lið,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið hennar tapaði eftir framlengdan oddaleik fyrir ÍBV, 27:23 í Vestmannaeyjum. Haukar féllu þar...

Molakaffi: Sigrún Ása, Sigvaldi Björn, Janus Daði, Roland, Sipos, Elek

Sigrún Ása Ásgrímsdóttir hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Hún snéri aftur á völlinn fyrir tímabilið eftir barnsburð og hefur verið ein af burðarásum liðsins í vetur og skoraði 47 mörk í 16 leikjum í Grill 66- ...
- Auglýsing -

Kom ekki til greina að tapa fyrir fram okkar fólk

„Vörnin var frábær í leiknum og ég er mjög ánægð með að hafa getað hjálpað til,“ sagði Marta Wawrzykowska markvörður ÍBV og maður leiksins í sigrinum á Haukum í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum...

Umsvifin hafa aldrei verið meiri – tveir þriðju tekna HSÍ er sjálfsaflafé

Umsvif Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári, hvort sem litið er til veltu eða í umfangi landsliðanna. Það kom skýrt fram í ársskýrslu HSÍ sem lögð var fram á ársþingi sambandsins 30. apríl. Sex landslið...

Arnór Freyr skiptir um hlutverk

Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Stjörnunnar, hefur ákveðið að hætta að standa á milli stanganna og taka við hlutverki þjálfara. Hann hefur samið við Stjörnuna um markmannsþjálfun félagsins hjá meistara- og yngri flokkum. Frá þessu segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Stjörnunnar í...
- Auglýsing -

U17 ára landslið kvenna valið – vináttuleikir í júní – EM í ágúst

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson hafa valið hóp til æfinga í byrjun júní og til leikja við færeyska landsliðið 10. og 11. júní. Æfingarnar og leikirnir tveir eru til undirbúnings vegna þátttöku U17 ára landsliðsins í lokakeppni...

Dagskráin: Oddaleikur í Eyjum um sæti í úrslitum

ÍBV og Haukar mætast í oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18. Sigurliðið mætir Val í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsta viðureign verður á föstudagskvöld. Að undanskildum fyrsta leik ÍBV og...

Molakaffi: Apelgren, Källman, Kárpáti, Lindgren, Johansson, Barcelona, Samuelsen

Tilkynnt var í gær að Svíinn Michael Apelgren taki við þjálfun ungversku meistaranna Pick Szeged sumarið 2024. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Apelgren síðustu vikur. M.a. var hann orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands. Apelgren mun ljúka samningi sínum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -