- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Molakaffi: Janus, Sigvaldi, Bjarki Már, Örn, Viktor Gísli, Donni, Grétar Ari, Darri

Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir í liði ársins í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik en síða deildarkeppninnar, topphandball.no hefur undanfarna daga kynnt úrvalsliðið jafnt og þétt. Sigvaldi Björn er besti hægri hornamaður deildarinnar og Janus Daði...

EHF sendir helsta framámann dómaramála í ótímabundið leyfi

Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu hefur leyst Norður Makedóníumanninn Dragan Nachevski frá starfskyldum sínum innan sambandsins um óákveðinn tíma. Hann liggur undir grun um að hafa a.m.k. gefið höggstað á sér í tengslum við umræður um veðmálabrask eða meintri hagræðingu úrslita....

Vukicevic er farinn og er ekki væntanlegur aftur

Handknattleiksmaðurinn Luka Vukicevic er ekki væntanlegur á nýjan leik til Fram á næsta keppnistímabili. Hann fékk fyrir nokkru félagaskipti frá Fram til félagsliðs í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og hefur þar með kvatt Úlfarsárdalinn og herbúðir Fram. Einar Jónsson þjálfari...
- Auglýsing -

Lokahóf á Selfossi: Katla María og Einar best – myndir

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram með pompi og prakt um síðastliðna helgi á Hótel Selfoss og Miðbar. Katla María Magnúsdóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Einar Sverrisson var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla. Þá var Hans Jörgen Ólafsson...

Molakaffi: Ýmir Örn, Arnar Freyr, Tryggvi, Þyri Erla, Igor

Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur á MT Melsungen á heimavelli síðarnefnda liðsins í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 34:25. Ýmir Örn skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson...

Sunna er komin heim – rifti samningi vegna vanefnda

Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður hefur rift samning sínum við svissneska A-deildarliðið GC Amicitia Zürich vegna þess að félagið stóð ekki við samninginn. Sunna Guðrún kom heim í gær og ætlar að velta málum fyrir sér áður en hún stígur...
- Auglýsing -

Reykjavíkurúrvalið kemur heim með gullverðlaun

Reykjavíkurúrval stúlkna í handknattleik, fæddar 2009, gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í borgarkeppni Norðurlandanna í morgun. Mótið fór fram í nágrenni Helsinki í Finnlandi. Þetta er í fyrsta skiptið sem Reykjavíkurúrvalið kemur heim með gullverðlaun frá mótinu. Á...

Molakaffi: Igor á EM, Tryggvi, leika til úrslita á Spáni, Óðinn Þór

Igor Kopyshynskyi handknattleiksmaður bikarmeistara Aftureldingar er í Nazaré í Portúgal þar sem hann leikur með úkraínska landsliðinu á Evrópumótinu í strandhandbolta. Afar vel hefur gengið hjá Igor og félögum. Þeir eru komnir í milliriðlakeppni mótsins eftir tvo sigurleiki...

Guðmundur og lærisveinar knúðu fram oddaleik

Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia Håndboldklub lögðu svo sannarlega ekki árar í bát í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik eftir níu marka tap fyrir Aalborg Håndbold í fyrsta leik liðanna í Álaborg á sunnudaginn. Í kvöld bitu...
- Auglýsing -

Janus Daði átti hluti í 23 mörkum af 34

Janus Daði Smárason fór með himinskautum með norsku meisturunum Kolstad þegar liðið vann meistara síðasta árs, 34:30, í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar að viðstöddum 1.823 áhorfendum í Kolstad Arena í Þrándheimi í kvöld. Janus Daði skoraði...

Lena Margrét skoðaði aðstæður í Þýskalandi

Handknattleikskonan Lena Margrét Valdimarsdóttir er undir smásjá þýska 1. deildarliðsins HSG Bad Wildungen Vipers, samkvæmt heimildum handbolta.is. Hún mun hafa verið í heimsókn hjá félaginu í Þýskalandi á dögunum til að líta á aðstæður. Eftir því sem næst verður...

Áfram hleypur á snærið hjá Aftureldingu

Áfram heldur að hlaupa á snæri hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Aftureldingar. Rétt í þessu var tilkynnt um komu Andra Þórs Helgasonar vinstri hornamanns úr Gróttu og Leós Snæs Péturssonar hægri hornamanns Stjörnunnar í herbúðir Aftureldingar.Andri Þór hefur leikið með Gróttu...
- Auglýsing -

U19 karla: HM-fararnir hafa verið valdir

Að loknum æfingum og að vandlega íhuguðu máli hafa Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik valið keppnishóp fyrir verkefni sumarsins þar sem hæst ber þátttaka á heimsmeistaramótinu í Króatíu frá 2. til 13....

Molakaffi: Janus, Sigvaldi, Orri, Axel, Danmörk, níu líf, undanúrslit, Molina

Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmenn í handknattleik og leikmenn norsku meistaranna Kolstad eru báðir í úrvalsliði sem valið var eftir undanúrslitaleiki úrslitakeppninnar sem lauk í síðustu viku. Þeir verða í eldlínunni í úrslitarimmu Kolstad og Elverum...

Hreppa Gísli Þorgeir eða Viktor Gísli hnossið?

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem valið stendur um í kosningu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stendur fyrir í kjöri á bestu leikmönnum Evrópumóta félagsliða í handknattleik á þessari leiktíð. Tilnefndir eru leikmenn í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -