Í annað sinn á skömmum tíma verður ungmennalandslið Íslands í handknattleik fyrir því að nær allur farangur liðsins verður eftir þegar millilent er. Fyrir um mánuði varð svo gott sem allur farangur U19 ára landsliðs kvenna eftir í Amsterdam...
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, heldur áfram að senda út boðskort á mót sem sambandið stendur fyrir. Á dögunum datt Ísland í lukkupottinn þegar boðskort barst um þátttöku á heimsmeistaramót kvenna í handknattleiks sem fram fer í vetur. Í dag voru...
Gróttumenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir næstu leiktíð í Olísdeild karla. Í dag tilkynnti handknattleiksdeild Gróttu um komu Ísfirðingsins Jóns Ómars Gíslasonar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við lið Seltirninga.
Jón Ómar er fæddur árið 2000...
Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hefur keppni á heimsmeistaramótinu í Króatíu á miðvikudaginn með leik við Tékklandi. Íslenski hópurinn heldur af landi brott í dag. Millilent verður í París áður en komið verður...
Franska handknattleiksliðið Nantes, sem landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, fagnar 70 ára afmæli á árinu. Stefnt er á að afmælisárið nái hámarki með hátíðarhöldum 10. og 11. nóvember. Félagið stendur vel að vígi, eftir því sem fram kemur...
Íslendingar verða ekki aðeins í eldlínunni með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða sem hefst í Króatíu á miðvikudaginn. Maksim Akbachev fyrrverand þjálfari hjá m.a. Gróttu, Val og Haukum, er þjálfari U19 ára landsliðs Barein. Hann hefur verið...
Evrópumót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, fer fram í Podgorica í Svartfjallalandi. Ísland á eitt sextán liða sem tekur þátt í mótinu sem hefst á fimmtudaginn eftir tæpa viku. Farið verður frá Íslandi á...
Handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir hefur ákveðið flytja heim og leika með KA/Þór í Olísdeildinni og Poweradebikarnum á komandi leiktíð. Hún kemur til uppeldisfélagsins á nýjan leik eftir eins árs veru hjá Volda í Noregi. Volda var á meðal...
Handknattleiksdeild Víkings hefur gert tveggja ára samning við Þorfinn Mána Björnsson. Hann kemur til Víkinga frá uppeldisfélagi sínu, Haukum.
Þorfinnur hefur undanfarin þrjú tímabil leikið í meistaraflokki hjá Haukum, látið mikið fyrir sér fara í ungmennaliði félagsins í Grill...
Tíu dagar eru síðan nýliðar Olísdeildar karla, HK, hófu æfingar á nýjan leik eftir sumarleyfi. Sebastian Alexandersson þjálfari HK segir mikinn hug vera í leikmönnum og þjálfurum fyrir komandi keppnistímabili. Allir séu tveimur árum eldri og reynslunni ríkari frá...
Eins og staðan er núna þá verður ekki sýnt í sjónvarpi frá leikjum í Meistaradeildum karla og kvenna og Evrópudeildunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á næstu leiktíð. Engin sjónvarpsstöð hefur keypt sýningaréttinn ennþá og virðist aukinnar svartsýni...
Víst er orðið að handknattleikslandslið Rússlands og Belarus komast ekki með nokkru móti inn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, IOC, sem fram fara á næsta ári. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, segir að boð um þátttöku hafi verið send út til...
Japanskur markvörður, Shuhei Narayama, mun vera undir smásjá Róberts Gunnarssonar þjálfara Gróttu og forráðamanna félagsins. Svo segir Arnar Daði Arnarsson handboltaþjálfari og sérfræðingur á Twitter í dag.
Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins mun Grótta tefla fram Japana í sínu liði fjórða tímabilið...
Króatísku handknattleikskonurnar Ena Car og Lara Židek, sem léku með Haukum á síðasta keppnistímabili leika áfram hér á landi á næstu leiktíð þótt þær verði ekki áfram liðsmenn Hauka. Samkvæmt heimildum handbolta.is leituðu Zidek og Car ekki langt...
Sandra Erlingsdóttir lék ekki með TuS Metzingen í fyrsta leik liðsins af þremur á æfingamóti í Ungverjalandi i gær. TuS Metzingen tapaði fyrir japanska landsliðinu, 32:30. Sandra á afmæli í dag og sendir handbolti.is henni hér með hamingjuóskir með...