Ekkert verður af því að keppni hefjist í Olísdeild karla í dag eins og til stóð. Viðureign Harðar og ÍBV sem vonir voru bundnar við að færi fram og hæfist í íþróttahúsinu á Torfnesi klukkan 15 í dag hefur...
Danska landsliðið hefur nú leikið 27 leiki í röð á heimsmeistaramóti karla í handknattleik án þess að tapa leik, tveimur fleiri en nokkurt annað landslið í sögunni. Frakkar léku 25 leiki í röð án taps á heimsmeistaramótum frá 2015...
FH-ingar fóru ekki erindisleysi í heimsókn til Víkinga í Safamýri í kvöld. Leikmenn Hafnarfjarðarliðsins sneru til baka með tvö stig í farteskinu eftir fjögurra marka sigur, 31:27. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik og hafði lengst af tögl...
Efsta lið Grill 66-deildar karla í handknattleik, HK, fór norður á Akureyri í dag og vann ungmennalið KA í KA-heimilinu í kvöld með 16 marka mun, 41:25, eftir að hafa verið fimm mörk um yfir að loknum fyrri hálfleik,...
Eins og á HM í handknattleik karla í Svíþjóð fyrir 12 árum þá mætast Frakkar og Danir í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Svíþjóð árið 2023. Franska landsliðið vann sænska landsliðið í síðari undanúrslitaleiknum í Stokkhólmi í kvöld, 31:26. Áður höfðu...
Eftir að milliðrilakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik lauk mánudagskvöldið 23. janúar taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaleikurinn sunnudaginn 29. janúar, auk leikja um sæti.
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá næstu daga á HM. Dagskráin verður uppfærð með...
Norður Makedóníumaðurinn Kostadin Petrov verður ekki með Þór í fleiri leikjum í Grill 66-deildinni á leiktíðinni. Samkomulag náðist á milli Petrov og Þórs um að hann fái að ganga til liðs við HC Alkaloid í heimalandi sínu. Petrov hefur...
Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, leikur um 5. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla á sunnudaginn. Þjóðverjar lögðu Egypta með eins marks mun í framlengdum spennuleik, 35:34, í Stokkhólmi fyrir stundu. Julian Köster, leikmaður Gummersbach, skoraði markið sem...
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hlýtur 82,6 milljóna styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fyrir árið 2023. Það er fjórum milljónum lægra en á síðasta ári og í samræmi við sjóðurinn hefur úr aðeins minna að spila nú en...
Þrír leikir verða á dagskrá Grill 66-deilda karla og kvenna í kvöld. Þar á meðal verður áhugavert að fylgjast með framvindu leiks Fjölnis og Víkings. Víkingar hafa sótt í sig veðrið og virðast vera eina liðið um þessar mundir...
Gunnar Gunnarsson er óvænt hættur þjálfun kvennaliðs Gróttu í handknattleik. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu í kvöld sem gefin var út rétt eftir að liðið vann Fjölni/Fylki, 32:28, í Grill 66-deildinni.
Í tilkynningunni segir að stjórn deildarinnar hafi...
Afturelding varð fyrst liða til þess að vinna ÍR í Grill 66-deild kvenna í handknattleik á tímabilinu þegar liðin mættust í Skógarseli í kvöld. Mosfellingar voru mikið sterkari á lokaspretti leiksins og skoruðu fimm síðustu mörkin og unnu með...
Litháenski markmaðurinn Vilius Rašimas hefur framlengt samning sinn við Selfoss til ársins 2025. Rašimas er og hefur verið lykilmaður í meistaraflokki karla og einn af bestu markvörðum Olísdeildar karla undanfarin tímabil.
Rašimas er með meðalmarkvörslu upp á 32% og var m.a. valinn...
Tvö efstu lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, ÍR og Afturelding, mætast í 11. umferð á heimavelli ÍR-ingar í Skógarseli í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Úrslit leiksins í Skógarseli geta haft veruleg áhrif á hvort liðið fer...
Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í gærkvöld þegar leikstjórnandinn Jim Gottfridsson meiddist snemma í viðureigninni við Egypta í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Í morgunsárið var staðfest að Gottfridsson handarbrotnaði og leikur ekkert meira með sænska landsliðinu...