Sú óvenjulega staða er komin upp að Paulo Pereira landsliðsþjálfari Portúgals verður í leikbanni þegar lið hans mætir Íslandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik á fimmtudagskvöldið.
Lét skapið hlaupa með sig í gönur
Ástæða leikbannsins er sú að Pereira var úrskurðaður...
Bjarki Finnbogason handknattleiksmaður úr HK fór til Svíþjóðar í haust og hefur síðan leikið með HB78, venslaliði úrvalsdeildarliðsins IF Hallby. Nú hefur orðið sú breyting á að forráðamenn IF Hallby hafa kallað Bjarka yfir í sitt lið til æfinga...
„Ég hef aldrei orðið var við eins mikla spennu og áhuga og ríkir núna í kringum landsliðið síðan ég fór fyrst á stórmót. Ég er ánægður með áhugann sem er ólíkt skemmtilegri en þegar manni var frekar klappað á...
Portúgalska landsliðið, sem verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu á fimmtudagskvöldið í Kristianstad, lagði brasilíska landsliðið með þriggja marka mun í þriðju og síðustu umferð fjögurra liða æfingamóts sem lauk í Þrándheimi í dag, 31:28. Portúgalar unnu einnig...
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir þýska landsliðinu með tveggja marka mun, 33:31, í síðari vináttuleik liðanna í Hannover í dag. Þjóðverjar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda ef undan er skilið einu sinni í fyrri...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, lék tvo fyrstu leiki sína fyrir finnska landsliðið í dag og í gær þegar Finnar tóku þátt í Baltic cup, fjögurra liða móti í Riga í Lettlandi. Finnska landsliðið vann landslið Litáen í úrslitaleik...
Rúta sem flutti lið KA/Þórs frá Akureyri til Selfoss í gær fauk út af veginum þegar skammt var eftir af ferðinni til Selfoss en sagt er frá þessu á Akureyri.net.
Rútan hafnaði hálf út í snjóskafli og stóð þar föst...
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir hefur verið lánuð til Olísdeildarliðs Selfoss frá Val út keppnistímabilið. Karlotta er tvítug og örvhent og getur bæði leikið í skyttustöðunni hægra megin og í hægra horni. Karlotta er komin með leikheimild og lék sinni fyrsta...
Þórir Hergeirsson var í kvöld kjörinn í þjálfari ársins í Noregi á Idrettsgallaen-hátíðinni sem haldin er í Hamri á vegum Íþróttasambands Noregs.
Þetta er í fyrsta sinn sem Þórir hreppir hnossið þrátt fyrir að hafa verið einstaklega sigursæll sem...
Portúgal og Ungverjaland, sem verða í riðli með íslenska landsliðinu á HM í handknattleik sem hefst í næstu viku, voru á ferðinni í dag í vináttuleikjum. Portúgal vann stóran sigur á Bandaríkjamönnum, sem hafa ekki á að skipa öflugu...
Eftir ævintýralegan endasprett þá vann íslenska landsliðið í handknattleik það þýska með eins marks mun, 31:30, í fyrri vináttuleik þjóðanna í ÖVB-Arena í gömlu Hansaborginni Brimum í dag. Þjóðverjar voru sex mörk yfir, 23:17, þegar 15 mínútur voru til...
Valur og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni klukkan 13.30 í upphafsleik 11. umferðar deildarinnar. ÍBV vann leikinn með þriggja marka mun, 32-29, og varð þar með fyrsta liðið til þess að leggja Valsliðið í Olísdeildinni...
Aðalsteinn Ernir Bergþórsson er handknattleiksmaður ársins 2022 hjá Þór Akureyri. Hann hlaut viðurkenningu á hófi í félagsheimilinu Hamri í gær þegar íþróttamenn félagsins voru heiðraðir. Aðalsteinn Ernir leikur með Þórsliðinu í Grill 66-deild karla.
Kostadin Petrov liðsfélagi Aðalsteins Ernis hjá...
Á fimmtudaginn útskrifuðust 19 þjálfarar hér á landi með EHF Master Coach gráðu sem er æðsta gráða í alþjóðlegum handbolta. Þetta var í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Íslandi í samstarfi HSÍ, HR og EHF. Fyrra námskeiðinu...
Ungmennalið Hauka hóf árið með sigri á ungmennaliði KA í fyrsta leik ársins í Grill 66-deild karla í Ásvöllum í kvöld. Lokatölur, 34:30, eftir að KA-piltar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.
Haukar komust yfir þegar liðlega 10...