Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu langþráðan sigur í dag í fimmtu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik og það nokkuð öruggan. BSV Sachsen Zwickau vann Bayer Leverkusen með sjö marka mun, 39:32. Díana...
Afturelding fór upp í fjórða sæti Olísdeildar karla með afar sannfærandi sigri á ÍBV á Varmá í kvöld, 31:26, eftir að hafa verið 18:11 að loknum frábærum leik í fyrri hálfleik.Annan leikinn í röð fór Jovan Kukobat á kostum...
Ungmennalið KA tapaði sínum fyrsta leik í Grill66-deildini í handknattleik karla í dag þegar leikmenn liðsins máttu játa sig sigraða í heimsókn til ungmennaliðs Vals, 25:23. Valsliðið átti endasprettinn en KA-liðið var lengi vel með frumkvæðið. KA var tveimur...
Alls fara tíu leikir fram í Olís- og Grill66-deildum karla og kvenna í dag. Þeir fyrstu hófust klukkan 13 og þeir síðustu klukkan 18.
Handbolti.is er á leikjavakt og er með textalýsingu frá sem flestum viðureignum, uppfærir stöðuna af...
Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk þegar lið hennar, EH Alaborg vann stórsigur á DHG Odense, 34:20, á heimavelli í gærkvöld í upphafsleik sjöttu umferðar. EH Alaborg er komið upp að hlið Bjerringbro og Holstebro. Síðarnefndu liðin tvö eiga leik til...
Fram krækti í annað stigið í leik sínum við Gróttu í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld eftir ævintýralegan endasprett en liðið var fjórum mörkum undir, 25:29, og virtist hafa spilað rassinn úr buxunum þegar...
ÍR fór upp í annað sæti Grill66-deildar kvenna í kvöld með því að vinna öruggan sigur á ungmennaliði Fram, 31:25, í Skógarseli. ÍR hefur þar með fimm stig eftir fjóra leiki og er stigi á eftir Gróttu sem á...
HK fór létt með Þórsara frá Akureyri í Kórnum í kvöld í fjórðu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik, 30:22, eftir að hafa mest náð 12 marka forskoti í síðari hálfleik. HK var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik...
Í tengslum við æfingar yngri landsliðanna í handknattleik um síðustu helgi fór fram námskeið á vegum HR fyrir yngri landsliðsmenn. Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmethafi í spjótkasti og margreyndur Ólympíufari ræddi við ungmennin og miðlaði úr brunni reynslu sinnar sem íþróttmaður...
Ljóst er að alltént eitt lið úr Olísdeild karla á eftir að heltast úr lestinni að lokinni fyrstu umferð bikarkeppni HSÍ en dregið var til hennar í morgun. FH og Grótta mætast í Kaplakrika og víst að aðeins annað...
Hannover-Burgdorf komst í gær í 16-liða úrslit í þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Liðið vann Stuttgart, 26:20, á heimavelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Arnór Þór Gunnarsson er kominn í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með liði sínu, Bergischer HC....
Því miður sló í bakseglið hjá handknattleiksmanninum Darra Aronssyni á dögunum svo óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni til viðbótar. Darri ristarbrotnaði um miðjan júlí rétt áður en hann fór til franska liðsins US Ivry og hefur...
Sex árum eftir að Handknattleikssamband Evrópu velti vöngum yfir að bæta við þriðja dómaranum inn á handknattleiksvöllinn mátar Alþjóða handknattleikssambandið sig við þriggja dómara kerfi á heimsmeistaramóti félagsliða í karlaflokki sem stendur yfir í Dammam í Sádi Arabíu.
Verði góð...
Stórskyttan Birgir Steinn Jónsson leikur ekki með Gróttu næstu vikurnar eftir að hafa handarbrotnað á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Vísir segir frá meiðslum Birgis Steins í morgun.
Birgir Steinn verður í gifsi næstu þrjár til fjórar vikur af...
Sjötta umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með stórleik í Kaplakrika þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar leiða saman garpa sína. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Hvorugt liðið hefur náð sér almennilega á flug til þessa á leiktíðinni. Það breytir...