Valdir hafa verið hópar til æfinga hjá U15 og U16 ára landsliðum kvenna sem koma saman til æfinga í byrjun mars á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímarnir verða auglýstir á Sportabler á næstunni eftir því sem greint er frá á heimasíðu ...
Elliði Snær Viðarsson skoraði sex mörk í sjö skotum þegar lið hans, Gummersbach, vann Eisenach, 28:25, á heimavelli í gær í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Gummersbach heldur efsta sæti deildinnar. Liðið er með 34 stig eftir 22 leiki...
Þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum er KA/Þór í undanurslitum Coca Cola-bikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Ríkjandi bikarmeistarar unnu HK með tíu marka mun, 30:20, í KA-heimilinu í kvöld eftir að hafa verið fjórum...
Fjórtánda umferð í Meistaradeildar kvenna fór fram um helgina en það var jafnframt lokaumferð riðlakeppninnar. Mikil spenna var á nokkrum vígstöðum en fyrir helgina áttu nokkur lið enn möguleika á að hreppa farseðilinn beint í 8-liða úrslit.FTC, Brest og...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar í sænska liðinu IFK Skövde féllu í dag úr leik með minnsta mun í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Skövde tapaði fyrir SKA Minsk, 29:28, að lokinni vítakeppni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.Fyrri viðureign liðanna...
KA leikur í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppnini HSÍ undir eigin merkjum í 18 ár fimmtudaginn 10. mars. KA vann Hauka á heimavelli í dag í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins karla með tveggja marka mun, 28:26, eftir að...
„Bernskudraumurinn um að verða atvinnumaður í handbolta í Þýskalandi rættist með samningnum við Emsdetten. Það er frábært,“ sagði handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans á dögunum eftir að Örn skrifaði undir eins og hálfs...
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki GOG annan hálfleikinn í gær þegar liðið vann Holstebro, 32:30, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann varði fimm skot, 28%. GOG er efst í deildinni með 41 stig eftir 21 leik. Aron...
Neistin steinlá fyrir H71 í úrslitaleik færeysku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld, 28:12, sem er stærsti sigur liðs í úrslitaleik bikarkeppninni að minnsta kosti frá árinu 1985.Felix Már Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Neistan og gamla brýnið Finnur...
Geir Hallsteinsson, hinn fjölhæfi handknattleiksmaður úr FH, var sá handknattleiksmaður sem opnaði leið íslenskra handknattleiksmanna til Vestur-Þýskalands 1973, en síðan þá hafa vel yfir 100 leikmenn leikið í Þýskalandi og 88 leikmenn hafa leikið í „Bundesligunni“ eftir að hætt...
Janus Daði Smárason tognaði á nára í fyrsta leik Göppingen í Þýskalandi eftir Evrópumótið í síðasta mánuði og hefur hann af þeim sökum ekki tekið þátt í þremur síðustu leikjum liðsins í þýsku 1. deildinni.Grétar Ari Guðjónsson og félagar...
Það blæs ekki byrlega hjá handknattleiksliði ÍBV í handknattleik um þessar mundir eftir kórónuveiran knúði dyra í herbúðum liðsins. Hópsmit er komið upp. Ekki færri en átta leikmenn leikmenn liðsins greindust smitaðir af veirunni í dag samkvæmt heimildum handbolta.is.Ekki...
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við ungverska stórliðið Veszprém. Tekur samningurinn gildi í sumar.Bjarki og Veszprém greindu frá þessum tíðindum fyrir nokkrum mínútum. Veszprém er eitt fremsta félagslið Evrópu og hefur unnið...
Landsliðskonan í handknattleik, Sandra Erlingsdóttir, hefur samið við þýsku 1. deildarliðið TUS Metzingen í suðurhluta Þýskalands til þriggja ára. Samingurinn tekur gildi í sumar. Hún verður fyrsta íslenska handknattleikskonan til þess að leika með félaginu. TUS Metzingen er eitt...