Erlingur Birgir Richardsson hefur undirritað tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV og verður áfram þjálfari karlaliðsins, eins og hann hefur gert við góðan orðstír frá haustinu 2018. Undir stjórn Erlings vann ÍBV m.a. sigur í bikarkeppninni 2020 og lék...
Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson er byrjaður að láta til sín taka með ungverska stórliðinu Veszprém eftir að hann gekk til liðs við það í sumar. Bjarki Már skoraði sex mörk og var á meðal markahæstu leikmanna liðsins í fyrsta...
Eftir að hafa tapað fyrir HK í fyrstu umferð UMSK-móts karla á laugardaginn þá tókst Gróttu að vinna Aftureldingu að Varmá á þriðjudagskvöldið í annarri umferð mótsins, 27:26. Afturelding var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:10. Í...
Brynhildur Eva Thorsteinson hefur gengið til liðs við Fjölni/Fylki frá Fram og skrifað undir tveggja ára samning eftir því fram kemur á samfélagsmiðlum Fjölnis-liðsins. Fjölnir/Fylkir leikur í Grill66-deild kvenna á komandi keppnistímabili.
Emilía Ósk Steinarsdóttir leikur ekki með FH á...
U18 ára landslið kvenna var prúðasta lið heimsmeistaramóts kvenna sem lauk í Skopje í Norður Makedóníu í gær með sigri landsliðs Suður Kóreu. Næst á eftir íslenska landsliðinu eru landslið Indverja, Tékka, Úrúgvæa, Austurríkis og Noregs. Nokkrir tölfræðiþættir ráða...
Goði Ingvar Sveinsson skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Fjölni. Goði Ingvar er miðjumaður og lék upp yngri flokka Fjölnis og upp í meistaraflokk áður en hann reyndi fyrir sér með Stjörnunni leiktíðina 2020/2021. Eftir dvölina...
Guðni Ingvarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Selfoss í meistaraflokks karla í handknattleik. Guðni verður nýráðnum þjálfara liðsins, Þóri Ólafssyni innan handar.
Guðni hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi, þar sem hann lék svo sín fyrstu ár í meistaraflokki. Hann lék...
U18 ára landslið karla í handknattleik mætir landsliði Slóvena í krossspili um níunda til tólfta sæti sæti á Evrópumótinu í handknattleik á föstudaginn.
Slóvenar unnu stórsigur á Færeyingum, 33:23, í dag og hinum milliriðli keppni liðanna í neðri hluta...
„Þetta var svakalegur leikur. Við lékum í raun fantavel. Barátta og vinnusemi var ótrúlega góð og frammistaðan á köflum stórkostleg. Það sem varð okkur að falli í leiknum þegar upp er staðið eru fimmtán hraðaupphlaup og dauðafæri sem fóru...
U18 ára landsliðið í handknattleik karla vann öruggan sigur á Ítölum, 34:28, í síðari leik sínum í milliriðlakeppni neðri hluta liðanna á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Þar með leikur íslenska liðið að öllum líkindum við Frakka...
Íslenska landsliðið hafnaði í áttunda sæti á heimsmeistaramóti U18 ára liða í handknattleik kvenna í Skopje í Norður Makedóníu. Eftir vítakeppni mátti íslenska landsliðið bíta í það súra epli að tapa fyrir Egyptum, 35:33.
Jafnt var eftir venjulegan leiktíma,...
Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæma viðureign Svartfjallalands og Póllands á Evrópumóti 18 ára landsliða í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Þeir dæmdu viðureign Ungverjalands og Portúgals á mótinu í gær. Ungverjar unnu með eins marks mun,...
Línu- og varnarmaðurinn öflugi hjá Haukum, Gunnar Dan Hlynsson, varð fyrirr því óláni að slíta krossband á hægra hné á æfingu í síðustu viku. Þar af leiðandi leikur hann ekkert með Haukum næsta árið. Gunnar Dan staðfesti tíðindin slæmu...
Færeyingar gerðu það heldur betur gott á EM U18 ára landsliða í handknattleik karla í Svartfjallalandi í dag þegar þeir unnu Serba, 29:24, í fyrstu umferð riðlakeppni liðanna í neðri hluta mótsins. Þar með er ljóst að Færeyingar verða...
Kjartan Þór Júlíusson tryggði U19 ára landsliðinu sigur á Svartfellingum, 30:29, þegar hann skoraði sigurmarkið átta sekúndum fyrir leikslok í viðureign Íslands og Svartfjalllands á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi í dag.
Sigurinn var afar mikilvægur því með honum er...