Ákveðið hefur verið að víxla á leikdögum í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla og kvenna í meistaraflokki. Karlarnir leika til undanúrslita á miðvikudaginn í næstu viku í stað fimmtudagsins. Af því leiðir að undanúrslitaleikir kvenna verða fimmtudagskvöldið 10. mars....
Ólafur Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins HC Erlangen samkvæmt frétt og heimildum vísis.is. Ólafur mun hafa samþykkt að sinna starfinu til loka keppnistímabilsins í upphafi sumars. HC Erlangen situr í 13. sæti af 18 liðum deildarinnar...
Síðast mættust landslið Íslands og Tyrklands í kvennaflokki á handknattleiksvellinum í SC Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í Norður-Makedóníu 30. nóvember 2018. Viðureignin var liður í forkeppni fjögurra landsliða fyrir heimsmeistaramótið 2019. Íslenska landsliðið vann leikinn örugglega, 36:23, eftir að...
„Við þekkjum ekki mikið til tyrkneska landsliðsins. Ennþá ríkir aðeins meiri óvissa út í hvað við erum fara en við verðum búnar að kynna okkur leik Tyrkja vel þegar á hólminn verður komið,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska...
Ómar Ingi Magnússon var vitanlega í liði 22. umferðar í þýsku 1. deildinni sem fram fór um nýliðna helgi. Ómar fór með himinskautum þegar Magdeburg vann Lemgo, 44:25. Hann skoraði m.a. 15 mörk og átti níu stoðsendingar.
Ágúst Ingi Óskarsson...
Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi skoraði eitt mark á sunnudaginn í leik liðsins við Wetzlar í 1. deildinni. Óhætt er að segja að markið hafi verið af dýrari gerðinni hjá kappanum eins...
Færeyska landsliðið í handknattleik karla er komið í aðra og síðari umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Eftir að Hvít-Rússum var í kvöld bannað að taka þátt...
Reiknað er með á þriðja þúsund áhorfendum á viðureign landsliða Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Kastamonu í Tyrklandi á miðvikudaginn. Mikill áhugi er fyrir handknattleik í Kastamonu en þar hefur samnefnt félagslið...
Þegar Axel Axelsson, Fram, ákvað að feta í fótspor Geirs Hallsteinssonar, FH, og gerast leikmaður í Vestur-Þýskalandi 1974, munaði ekki miklu að Geir hafi haldið heim á leið eftir sitt fyrsta keppnistímabil 1973-1974. Geir ætlaði þá að halda merki...
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í marki GOG á lokakafla leiksins við Skanderborg Aarhus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Viktor Gísli kom í markið þegar ríflega 20 mínútur voru til leiksloka og GOG var sex mörkum...
Haukar eru einir í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir leiki dagsins en fjórir leikir fóru fram í dag og í kvöld. Haukar unnu stórsigur á Gróttumönnum í leik þar sem þeir síðarnefndu voru allt frá upphafi a.m.k....
FH og Selfoss skildu jöfn, 28:28, í viðureign tveggja efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13.
Tinna Sigurrós Traustadóttir átti enn einn stórleikinn á tímabilinu fyrir Selfossliðið....
Ómar Ingi Magnússon fór hamförum í Lemgo í dag þegar hann sótti liðið heim með samherjum sínum í Magdeburg. Ómar Ingi skoraði 15 mörk í 21 skoti og átti níu stoðsendingar að auki í 19 marka sigri Magdeburg, 44:25....
Roland Eradze og Gintaras Savukynas eru komnir heilu og höldnu til Slóvakíu. Sá síðarnefndi greindi frá þessu fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Savukynas segir 44 klukkustundir hafa liðið frá að þeir lögðu af stað frá Zaporizhia þangað til...
Ungmennalið Selfoss vann ungmennalið Aftureldingar með sjö marka mun að Varmá í gær í eina leik dagsins í Grill66-deild karla í handknattleik, 34:27. Þetta kemur fram á vef sunnlenska.is en hvergi annarstaðar virðist vera hægt að fá upplýsingar um...