Íslenska landsliðið í handknattleik vann tyrkneska landsliðið með sjö marka mun í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.
Þar með er Ísland áfram með í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins...
Þegar Elvar Ásgeirsson samdi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg fyrir helgina var rifjað upp að í gegnum tíðina hafa nokkrir íslenskir handknattleiksmenn leikið með sameinuðu liði félaganna og öðrum forvera þess Ribe HK. Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari...
Þýsku tvíburarnir Christian og David Hannes dæma viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna á Ásvöllum í dag. Bræðurnir eru þrítugir og dæma kappleiki í efstu deildum Þýskalands. Þeir hafa verið dómarar á vegum EHF í...
Ungmennalið Hauka hafði betur gegn Kórdrengjum í heimsókn sinni til þeirra í Digranes í dag hvar liðin mættust í Grill66-deild karla í handknattleik. Lokatölur, 27:25 fyrir Hauka sem voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:9.Haukar sitja áfram...
Noregsmeistarar Elverum innsigluðu í kvöld meistaratitilinn 2022 með níu marka sigri á Halden á útivelli, 34:25. Þar með hefur liðið unnið alla 22 leiki sína í deildinni á keppnistímabilinu í úrvalsdeild karla og jafnað eigið félagsmet.
Elverum er þar með...
Ekki er hægt að segja að „umboðsmenn“ hafi verið að þvælast fyrir handknattleiksmönnum á árum áður, þegar leikmenn héldu fyrst í víking til að herja á völlum víðs vegar um Vestur-Þýskalands.
Félagaskipti voru ekki þekkt á uppvaxtarárum handknattleiksins. Þá ólust...
Elvar Ásgeirsson lék afar vel fyrir Nancy sem krækti í langþráð stig á útivelli í heimsókn sinni til Nimes, 29:29, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Úrslitin eru ekki síst athyglisverð fyrir þá staðreynd að Nancy er með sex...
Eftir mánaðarhlé frá kappleikjum í Grill66-deild karla í handknattleik var ekki annað að sjá en leikmenn Þórs væru klárir í slaginn er þeir sóttu liðsmenn Vængja Júpíters heim í Dalhús í kvöld.
Þórsarar hituðu reyndar upp á miðvikudagskvöldið með leik...
Fámenn sveit Berserkja sótti ekki gull í greipar leikmanna Harðar í íþróttahúsið Torfnesi á Ísafirði í kvöld. Þeir máttu sætta sig við talsverðan skell því Harðarmenn gáfu ekki þumlung eftir enda þekktir fyrir blússandi sóknarbolta.
Enda fór svo að Hörður...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur valið 21 leikmann til æfinga hér á landi 14. – 20. mars. Eins og kom fram á handbolta.is í gær verður vikan nýtt til æfinga en það þótt koma vel út...
Landsliðsmaðurinn Elvar Ásgeirsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg til tveggja ára. Samningurinn tekur gildi í sumar en um leið losnar Elvar undan samningi við franska liðið Nancy. Hann nýtti sér nýverið uppsagnarákvæði í samningi sínum en ár var...
Í kvöld lýkur 17.umferð Olísdeildar karla með viðureign FH og KA í KA-heimilinu. Flautað verður til leiks klukkan 18. FH-ingar hafa dvalið í höfuðstað norðurlands síðan á miðvikudag að þeir mættu Þór í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins.
FH hafði betur...
Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn á keppnistímabilinu með Lemgo í gærkvöld þegar hann skoraði níu mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Lemgo vann Hannover-Burgdorf, 31:27, á útivelli. Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.Elvar Örn Jónsson skorað sex...
Mikil spenna var í fjórum af fimm leikjum kvöldsins í Olísdeild karla í handknattleik. Enduðu þrír þeirra með jafntefli en í fjórða spennuleiknum tókst ÍBV að vinna Fram með þriggja marka mun, 34:31, eftir nokkurn darraðardans í lokin. Rúnar...
Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍR og Valsarinn Viktor Andri Jónsson voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ á þriðjudaginn. Báðir höfðu hlotið útilokun með skýrslu í kappleikjum með liðum sínum. Andri Heimir í leik ÍR og...