Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá IFK Skövde í kvöld þegar liðið vann IFK Ystad HK í þriðju og síðustu umferð annars riðils sænsku bikarkeppninnar á heimavelli í kvöld, 33:30. Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk og var einu sinni...
Ægir, íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum, hefur hafið skipulagðar æfingar í handknattleik. Fyrsta æfingin var á mánudaginn. Viðtökur voru afar góðar og skein eftirvænting og einbeiting úr hverju andliti.Æfingarnar verða næstu vikur og mánuði í Týsheimilinu á mánudögum á milli...
Einn leikur fer fram á UMSK-móti kvenna í handknattleik í kvöld þegar Grótta sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 18.Þetta verður fyrsti leikur Gróttuliðsins í mótinu. Stjarnan lýkur hins vegar keppni með þessari viðureign. Stjörnuliðið...
Ásmundur Einarsson fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Gróttu lést síðla í júlí. Hans verður minnst með leik á milli Gróttu og U18 ára landsliðs kvenna í Hertzhöllinni, íþróttahúsi Gróttu 7. september kl. 19.30. Katrín Anna, dóttir Ásmundar, leikur með báðum liðum.„Allir...
Báðar viðureignir ÍBV og ísraelska liðsins HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik verða háðar í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16 laugardaginn 10. september...
Kvennalið Vals og karlalið Aftureldingar og Fram fara til Albír á Spáni í dag. Þar verða þau í viku í Albír við æfingar og keppni áður Íslandsmótið í handknattleik hefst í Olísdeildum kvenna og karla í fyrri hluta næsta...
ÍBV vann FH í miklum markaleik í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í kvöld, 43:35, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:19. Í síðari leik kvöldsins skildu Haukar og Stjarnan jöfn, 28:28. Ágúst Ingi Óskarsson...
Heimir Óli Heimisson hefur ákveðið að taka slaginn áfram með Haukum á komandi leiktíð í Olísdeildinni. Haukar segja frá þessu í kvöld.Heimi Óla mun hafa runnið blóði til skyldunnar vegna meiðsla línumanna Haukaliðsins. Gunnar Dan Hlynsson sleit krossband fyrir...
„Fyrst og fremst var um að ræða ákall hreyfingarinnar um þessar breytingar sem gerðar voru,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í dag þegar handbolti.is leitaði viðbragða hjá sambandinu við gagnrýni sem Birkir Guðsteinsson þjálfari 5. og 6....
Önnur umferð Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik fer fram í kvöld á Ásvöllum, heimavelli Hauka, með tveimur leikjum sem hefjast klukkan 18 og 20. Mótið hófst á mánudaginn og verður leitt til lykta á föstudaginn.Leikir kvöldsins:Ásvellir: FH - ÍBV, kl. 18.Ásvellir:...
Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur ákveðið að snúa heim til Vals á ný eftir rúmlega árslanga lánsdvöl hjá Lugi í Svíþjóð. Ásdís samdi við Lugi fyrir tveimur árum en varð fyrir því óláni að slíta krossband stuttu seinna í...
Guðjón Björnsson lét nýverið af störfum sem formaður handknattleiksdeildar HK eftir tveggja ára setu á stóli formanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HK í gær. Áður hafði Guðjón verðið formaður barna- og unglingaráðs um þriggja ára skeið...
Aron Pálmarsson lék afar vel fyrir dönsku bikarmeistarana í Aalborg Håndbold í kvöld þegar liðið vann meistara GOG, 36:31, í meistarakeppninni í danska handknattleiknum. Viðureignin markar upphaf keppnistímabilsins en keppni hefst í úrvalsdeildinni um mánaðarmótin. Aalborg Håndbold hefur hér...
Stjarnan stendur vel að vígi á UMSK-móti kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt HK í kvöld með þriggja marka mun í annarri umferð mótsins, 32:29. Leikurinn fór fram í Kórnum.Stjarnan hefur þar með tvo vinninga eftir að loknum...
Handknattleiksmaðurinn Ágúst Ingi Óskarsson hefur gengið til liðs við Hauka og samið við félagið til næstu þriggja ára. Ágúst Ingi lék með Neistanum í Færeyjum á síðustu leiktíð en þar áður hafði hann leikið með HK upp í gegnum...