- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Gérard tekur við af Landin

Þýska handknattleiksliðið THW Kiel hefur samið við franska landsliðsmarkvörðinn Vincent Gérard til eins árs frá og með næsta sumri. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin kveður THW Kiel eftir leiktíðina og gengur til liðs við Aalborg Håndbold eins og sagt var...

Myndir – Fjölmennt þegar FH heiðraði Geir Hallsteinsson

Geir Hallsteinsson fyrrverandi landsliðsmaður og einn allra fremsti og snjallasti handknattleiksmaður Íslands var heiðraður áður en viðureign FH og Aftureldingar hófst í Kaplakrika í gærkvöld. Athöfnin var fjölmenn og glæsileg en meðal gesta var forseti Íslands, hr. Guðni...

Molakaffi: Elvar, Ágúst, Arnar, Ásgeir, Bjarni, Sagosen, Møller, lífróður

Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar þegar lið hans Ribe-Esbjerg tapaði fyrir Kolding á heimavelli í gærkvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 38:33.  Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot þá stund sem hann lék í marki...
- Auglýsing -

Sveinn og Hafþór og félagar unnu fornt veldi

Sveinn Andri Sveinsson og Hafþór Már Vignisson voru í stóru hlutverki hjá þýsku liðinu Empor Rostock í kvöld þegar liðið lyfti sér upp úr botnsæti 2. deildar með góðum sigri, 29:24, á hinu forna stórliði TV Großwallstadt sem leikur...

FH-ingar sýndu sparihliðarnar – Haukar unnu einnig

FH-ingar voru mikið öflugri í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld og unnu Aftureldingu með fimm marka mun, 38:33, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. FH...

Leikjavakt: Tveir leikir í Hafnarfirði

Tveir síðustu leikir 13. umferðar Olísdeildar karla fara fram í Hafnarfirði í kvöld og hefjast þeir báðir klukkan 19.30. Annarsvegar eigast við liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Afturelding í Kaplakrika, og hinsvegar Haukar og ÍR á...
- Auglýsing -

Mjög ánægður með leikinn

„Ég er ánægður með leikinn, ekki síst í fyrri hálfleik. Leikur oft agaður og það tókst að tengja saman tvær taktíkar. Um leið fengum við skotfærin og tókum þau. Tandri Már sýndi að hann er mjög öflug skytta. Um...

Verðum að skoða af hverju menn blómstra gegn okkur

„Vörnin og markvarslan var ekki góð hjá okkur í kvöld. Við vorum í vandræðum með Tandra Má. Hann skoraði mörg mörk, ekki síst undir lokin,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í samtali við handbolta.is í gærkvöldi eftir þriggja marka...

Íslendingar í undanúrslitum í Noregi

Íslendingaliðin Elverum og Kolstad komust í gær í undanúrslit í norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í gær. Þriðja liðið sem Íslendingar leika með og var í átta liða úrslitum, Drammen, féll úr leik. Orri Freyr Þorkelsson og leikmenn Elverum lögðu...
- Auglýsing -

Dagskráin: Toppslagur og Geir heiðraður í Kaplakrika

Þrettándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum sem fara fram í Hafnarfirði. Báðar viðureignir hefjast klukkan 19.30. Á Ásvöllum mætast Haukar og ÍR sem um þessar mundir sitja í 10. og 11. sæti Olísdeildar. Í...

Molakaffi: Sandra, Sveinn, Aldís, Ásdís, Tryggvi, Viktor, Egill, Jakob, Kristinn, Axel

Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar þegar lið hennar Metzingen tapaði fyrir Dortmund, 31:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikið var í Dortmund og tókst heimaliðinu að kreista fram sigur í lokin. Metzingen situr í...

Stjörnumenn voru sterkari í Úlfarsárdal

Stjarnan færðist upp í fimmta sæti Olísdeildar karla í kvöld með þriggja marka sigri á Fram í Úlfarsárdal, 32:29, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Þetta var þriðji tapleikur Fram í röð og...
- Auglýsing -

Elín Jóna er mætt til leiks á ný

Eftir um hálfs árs fjarveru vegna meiðsla þá lék Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður, á ný með Ringkøbing Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Hún stóð allan leikinn í marki liðsins í sigri á Skanderborg, 26:24, á heimavelli. Elín...

Selfoss fór með stigin heim

Eftir þrjá tapleiki í röð tókst Selfoss að tryggja sér stigin tvö sem voru í boði í heimsókn til Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 20:18, eftir jafna stöðu í hálfleik, 7:7. Leikurinn á Nesinu var ekki góður....

Skoraði tug marka í annað sinn á nokkrum dögum

Í annað sinn á fáeinum dögum skoraði Ómar Ingi Magnússon 10 mörk fyrir þýska meistaraliðið SC Magdeburg í tveggja marka sigri á HSV Hamburg, 30:28, í Hamborg í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ómar átti 12 markskot...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -