- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Sandra komst í átta liða úrslit bikarsins

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld með baráttusigri á heimavelli á Thüringer HC, 34:32. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Sandra og...

Ekki á allt kosið hjá öllum Íslendingunum

Áfram heldur norska úrvalsdeildarliðið Kolstad, sem landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, að rúlla upp andstæðingum sínum í deildarkeppninni. Í kvöld tók Kolstadliðið liðsmenn Kristiansand Topphåndball í karphúsið og vann með 14 marka mun, 39:25,...

Haukur og félagar kræktu í tvö stig í Elverum

Haukur Þrastarson og samherjar í pólska meistaraliðinu Łomża Industria Kielce komust í efsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, a.m.k. um stundarsakir, þegar liðið vann norsku meistarana, Elverum, naumlega í Terningen Arena í Elverum, 27:26, í hörkuleik. Kielce var...
- Auglýsing -

Bræður taka við þjálfun Þórs

Handknattleiksdeild Þórs hefur ráðið bræðurna Geir Kristinn og Sigurpál Árna Aðalsteinssyni þjálfara karlaliðs félagsins sem leikur í Grill66-deildinni. Akureyri.net segir frá ráðningunni í dag. Geir og Sigurpáll taka við af Stevce Alusovski sem leystur var frá störfum í síðustu...

Fimm leikir framundan á 12 dögum hjá Val

Valsmenn hafa nánast leikið tvo leiki á viku síðasta mánuðinn og áfram verða annir hjá þeim fram í miðjan desember. Fimm leikir standa fyrir dyrum á 12 dögum auk ferðlaga. Valur fer tvisvar til Vestmannaeyja og einu sinni til...

Anton Gylfi og Jónas mættir til leiks í Celje

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson slá ekki slöku við þessa daga. Í viðbót við annir í dómgæslu hér heima þá hafa þeir verið munstraðir á viðureign Slóveníumeistara RK Celje Pivovarna Laško og ungversku meistaranna Pick Szeged í...
- Auglýsing -

Dagskráin: HK-ingar skreppa í Kaplakrika

Ein viðureign er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld, þegar litið er til meistaraflokksliða. Ungmennalið HK sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 19.30. Viðureign liðanna er sú fyrsta í 7. umferð Grill 66-deildar kvenna. Flautað verður til leiks...

Molakaffi: Guðjón L., þrautaganga Elver, Appelgren, Weinhold, Jallouz

Guðjón L. Sigurðsson var eftirlitsmaður í Ystad í gærkvöld á viðureign Ystads og Flensburg í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik. Heimamenn unnu leikinn með fjögurra marka mun, 30:26. Dómarar komu frá Bosníu.  Þátttaka dönsku handknattleikskonunnar Helena Elver í leik með liði...

„Þetta er mjög sárt tap“

„Þetta er mjög sárt tap. Ég er fúll og vonsvikinn með úrslitin vegna þess að við lékum ágætan leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í stuttu samtali sem tekið var við hann og birt á Stöð2sport eftir þriggja...
- Auglýsing -

Evrópudeildin – 4. umferð: úrslit og staðan

Fjórða umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik fór fram í kvöld. Tuttugu og fjögur lið reyndu með sér í 12 viðureignum í fjórum riðlum keppninnar. Auk Valsmanna tóku nokkrir Íslendingar þátt í öðru leikjum kvöldsins. Hér fyrir neðan eru úrslit 4....

Herslumuninn vantaði upp á síðustu 10 mínúturnar

Valur tapaði með þriggja marka mun fyrir PAUC, 32:29, í Arena Du Pays D´Aix í fjórðu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Valsmenn voru betri í leiknum í 50 mínútur í Frakklandi í kvöld. Síðustu 10 mínúturnar...

Ystads hleypti upp riðlinum – skelltu Flensburg

Sænsku meistararnir í Ystads unnu óvæntan en afar sanngjaran sigur á Flensburg í B-riðili Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli í kvöld, 30:26, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Þar með settu Svíarnir riðilinn í...
- Auglýsing -

Polman fer óvænt til Rapid eftir 11 ár í Danmörku

Ein fremsta og jafnframt ein umtalaðasta handknattleikskona undanfarinna ára, Estavana Polman, hefur verið seld til Rapid Búkarest eftir aðeins fimm mánuði í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Nykøbing Falster (NFH). Hún kveður um leið Danmörku eftir 11 ára veru en 19...

Valsmenn í kjölfar Framara

Þegar Valur mætir franska liðinu PAUC Pays d´Aix í kvöld í Suður-Frakklandi, fyrir norðan Marseille, í Evrópudeildinni í handknattleik, fara þeir í kjölfar leikmanna Fram, FH, Hauka og ÍBV; að leika Evrópuleik í Frakklandi. Framarar léku fyrst gegn frönsku...

Donni leikur ekki gegn Valsmönnum

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, verður ekki í leikmannahópi franska liðsins PAUC í kvöld þegar liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Vals í fjórðu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Arena Du Pays D´Aix...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -