„Þetta er skemmtilegur áfangi og gaman að ná honum,“ sagði Tinna Sigurrós Traustadóttir leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður í Grill66-deild kvenna með 162 mörk í 19 leikjum. Tinna Sigurrós innsiglaði nafnbótina með því að skora 15 mörk í gær...
Jóhannes Berg Andrason hefur skrifað undir þriggja ára samnig við handknattleiksdeild FH. Jóhannes Berg er 19 ára gamall, örvhent skytta sem kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann var næst markahæsti leikmaður Víkings í Olísdeildinni með 99 mörk...
Uppselt er á landsleik Íslands og Austurríkis í undankeppni heimsmeistaramóts karla sem fram fer á Ásvöllum á laugardaginn. Síðustu miðarnir seldust í gærkvöld eftir sem fram kemur í tilkynningu frá HSÍ.Ljóst er að troðfullt hús og rífandi góð stemning...
Afturelding mun hafa samið við Mina Mandic, svartfellskan markvörð, sem leikið hefur með Selfossi í Grill66-deild kvenna í handknattleik. 4players Sport Agency sagði frá þessu í tilkynningu fyrir helgina en Mandic er undir verndarvæng þess fyrirtækis.Í tilkynningunni segir að...
Daníel Þór Ingason og samherjar hans í Balingen-Weilstetten eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir erfiða stöðu í næsta neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Þeir gerðu það gott í heimsókn til Hamborgar í gær og gerðu sér lítið fyrir...
Fyrrverandi samherjar sem þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, Axel Stefánsson og Elías Már Halldórsson, verða andstæðingar í átta liða úrslitum þegar úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna hefst síðar í þessum mánuði.Fredrikstad Bkl. sem Elías Már þjálfar hafnaði í...
Gefin hefur verið út leikjadagskrá fyrir átta liða úrslit Olísdeildar karla í handknattleik. Fyrstu leikirnir verða í Vestmannaeyjum og í Origohöll Valsara sumardaginn fyrsta, 21. apríl. Daginn eftir hefjast hin tvö einvígin í Hafnarfirði.Vinna þarf tvo leiki í átta...
Spennufall varð hjá leikmönnum Volda í dag þegar þeir léku síðasta leik sinn í norsku 1. deildinni en fyrr í vikunni höfðu þeir tryggt liðinu sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn. Volda tapaði síðasta leiknum á heimavelli í...
Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Stóru tíðindin eru að Valur varð deildarmeistari og Fram komst í úrslitakeppnina sem áttunda lið. Afturelding situr eftir. Ljóst var fyrir umferðina að Grótta væri einnig úr leik í...
Valur varð í kvöld deildarmeistari í Olísdeild karla eftir stórsigur á Selfossi, 38:26, í Sethöllinni á Selfossi.Fram náði áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina með þriggja marka sigri á Aftureldingu, 26:23, á Varmá. Afturelding er þar með komin...
„Okkur hefur gengið ofsalega vel og við erum mjög stolt af árangrinum,“ sagði Svavar Vignisson þjálfari Selfossliðsins sem vann Grill66-deild kvenna og fékk sigurlaun sín afhent í dag að loknum síðasta leiknum í deildinni. Selfoss leikur þar með í...
Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Allar viðureignir hefjast klukkan 18. Í leikslok liggur fyrir hvaða lið verður deildarmeistari og hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla sem hefst...
Selfoss fékk í dag afhent sigurlaunin í Grill66-deild kvenna að loknum sigri á ungmennaliði Vals í Origohöllinni í lokaumferð deildarinnar, 36:21. Selfoss tekur sæti Aftureldingar í Olísdeild kvenna í haust.Fjölmennur hópur stuðningsmanna Selfossliðsins mætti á leikinn í Origohöllinni og...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í dag þegar SC Magdeburg treysti stöðu sína í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með þriggja marka sigri á Wetzlar á útivelli, 29:26.Gísli Þorgeir fékk högg á vinstra lærið í leik...
Sjálfboðaliðar eru kjölfesta í starfi íþróttafélaga og margir starfa árum saman fyrir félagið sitt af hugsjón, ánægju og gleði. Án sjálfboðaliða væri starfsemi margra félaga harla fátækleg.Einn dugmikilla sjálfboðaliða innan handboltafjölskyldunnar er ÍR-ingurinn Loftur Bergmann Hauksson. Hann fagnaði á...