Síðar í þessum mánuði leikur íslenska kvennalandsliðið tvo síðustu leiki sína í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Annarsvegar gegn Svíum á Ásvöllum 20. apríl og þremur dögum síðar við Serba í Zrenjanin, úrslitaleik um farseðil á Evrópumeistaramótið sem haldið verður...
Örvhenti hornamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Ágúst Emil er 24 ára gamall og hefur leikið með Gróttu undanfarin fjögur tímabil, samtals 84 leiki.Ágúst Emil, sem kom til Gróttu frá ÍBV,...
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og markvörður Vals fékk höfuðhögg á æfingu í fyrrakvöld. Sökum þess lék hann ekki með Val í sigurleiknum á Haukum í Olísdeildinni í gærkvöld.Björgvin Páll segir í samtali við RÚV binda vonir við...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk, átti eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau tapaði naumlega fyrir Thüringer, 24:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. BSV Sachsen Zwickau er...
Kvennalið ÍR hefur ekki lagt árar í bát þótt vonin um efsta sæti Grill66-deildarinnar hafi dofnað með tapinu fyrir Selfoss í síðustu viku. ÍR-liðið vann Víkinga í kvöld, 34:31, í Austurbergi í næst síðasta leik sínum í deildinni eftir...
Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á næsta sunnudag. Að vanda hefjast allir leikir á sama tíma. Til stendur að flauta til leiks stundvíslega klukkan 18.Ekki liggur fyrir hver verður deildarmeistari. Þar koma Valur og Haukar...
Valur situr í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudaginn. Valur vann Hauka með sex marka mun, 40:34, í uppgjöri toppliðanna í Origohöllinni í kvöld. Sigur Valsmanna var sanngjarn og sannfærandi. Þeir léku...
Næst síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Eftirtaldar viðureignir eru á dagskrá.KA - Selfoss.HK - Víkingur.Fram - Stjarnan.FH - Afturelding.Valur - Haukar.ÍBV - Grótta.Staðan.Handbolti.is fylgist með leikjunum og uppfærir...
ÍBV tryggði sér þriggja stiga forskot í fjórða sæti Olísdeildar kvenna í kvöld með því að leggja Aftureldingu, 31:28, í Vestmannaeyjum en um var að ræða frestaðan leik úr 16. umferð. ÍBV var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri...
Halldór Stefán Haraldsson stýrir Volda í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna á næsta keppnistímabili. Þetta varð staðreynd í dag þegar Volda vann Levanger örugglega á heimavelli, 36:22, í næst síðustu umferð deildarinnar.Fyrir síðustu umferðina hefur Volda tveggja stiga...
Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Magnússon og Afturelding hafa komist að samkomulagi um nýjan samning til næstu þriggja ára, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá félaginu.Samhliða þjálfun meistaraflokks heldur Gunnar áfram að sinna starfi sínu sem yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar...
Evrópumeistarar SC Magdeburg, sem sluppu í gærkvöld við illan leik í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, fá erfiðan mótherja í átta liða úrslitum. Magdeburg mætir franska liðinu Nantes sem sló Füchse Berlín örugglega út í 16-liða úrslitum...
Framararnir Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir eru á meðal 18 leikmanna sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur valið í hóp sinn sem mætir Svíum og Serbum í tveimur síðustu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM sem fram...
Næst síðasta umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld með sex leikjum. Þar ber væntanlega hæst viðureign tveggja efstu liða deildarinnar, Haukar og Vals. Þau mætast í Origohöll Valsara á Hlíðarenda. Haukar eru sem stendur tveimur stigum á undan...
Viggó Kristjánsson vonast til þess að geta leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætir Austurríki 13. og 16. apríl í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Vísir sagði frá því í gær að liðband í öðrum...