- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Góð æfingaferð til Tenerife – vonbrigði í gokart-keppni

Meistaraflokkslið Víkings í karla- og kvennaflokki hafa verið í æfingabúðum í Los Cristianos á Tenerife frá 16. ágúst. Hópurinn kemur heim aðfaranótt næsta miðvikudags. Liðin hafa æft tvisvar á dag, morgunæfing og seinnipartinn. Kvennaliðið lék tvo æfingaleiki í Santa Cruz,...

Haukum tókst að merja sigur á Eyjamönnum

Haukar unnu ÍBV í upphafsleik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld, 33:32, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13. Haukar byrjuðu leikinn mun betur en leikmenn ÍBV og voru m.a. komnir...

Hansen kom með einkavél til Álaborgar

Hátíð er í bæ hjá danska úrvalsdeildarliðinu Aalborg Håndbold í dag en handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen er nú orðinn formlegur leikmaður félagsins. Fjölmiðlar hafa fylgt Hansen hvert fótmál síðan hann steig upp í einkaflugvél á Hróaskelduflugvelli í morgun sem flutti...
- Auglýsing -

Hörkugóð miðasala leiki Íslands á HM

Rífandi gangur hefur verið hjá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, í miðasölu á leiki íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð í janúar. Miðasalan hófst í byrjun júlí og stendur yfir í nokkrar vikur til viðbótar eða á meðan...

Dagskráin: Flautað til leiks á Hafnarfjarðarmótinu

Hafnarfjarðarmótið í handknattleik karla hefst í kvöld á Ásvöllum þar sem allar viðureignir mótsins fara fram þetta árið. Auk Hauka og FH taka Stjarnan og nýkrýndir Ragnarsmótsmeistarar ÍBV þátt í mótinu. Tveir leikir fara fram í kvöld, aðrir tveir...

Molakaffi: Haukur, Bjarni Ófeigur, Ómar Ingi, Gísli Þorgeir, Viggó, Mittún

Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk í gær þegar pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce vann El Bathco Balonmano Torrelavega, 35:32, á æfingamóti á Spáni en þar var pólska liðið í nokkra daga við æfingar og keppni. Fyrir helgina tapaði Kielce fyrir...
- Auglýsing -

Aðalsteinn fagnaði fyrsta bikar tímabilsins

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen tryggðu sér í dag fyrstu sigurlaunin í upphafsleik keppnistímabilsins í Sviss. Kadetten vann öruggan sigur á GC Amicitia Zürich, 32:25, í meistarakeppninni, þ.e. rimmu meistara og bikarmeistara síðasta tímabils. Kadetten...

Óðinn Þór er ristarbrotinn – aðgerð á fimmtudaginn

Óðinn Þór Ríkharðsson, markakóngur og besti leikmaður Olísdeildar karla á síðasta keppnistímabili og landsliðsmaður, ristarbrotnaði á æfingu fyrir helgina og leikur ekki með svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen næstu tvo til þrjá mánuði. Óðinn Þór gekk til liðs við Kadetten...

Mögnuð tilþrif Eyjamannins í Kassel – myndasyrpa

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði mark með órúlegum tilþrifum í gær þegar lið hans, Gummersbach, mætti Melsungen í æfingaleik í Rothenbach-Halle í Kassel í gær. Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan hátt að sveifla...
- Auglýsing -

Molakaffi: Jóhanna, Kristján, Søndergard, Arnór, Tryggvi, Guðmundur, Aðalsteinn, Óðinn, Ólafur, Valur

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði tvö  mörk fyrir Önnereds þegar liðið vann IFK Kristianstad, 33:16, í sænsku bikarkeppninnar í gær. Leikurinn fór fram í Kristianstad. Þetta var fyrsti leikur Önnereds í keppninni á nýrri leiktíð. Um leið var þetta fyrsti...

Ísak bestur og markahæstur – Jokanovic fremstur markvarða annað árið í röð

Ísak Gústafsson leikmaður Selfoss var valinn besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik karla sem lauk síðdegis í dag með sigri ÍBV. Ísak fór á kostum með Selfossliðinu á mótinu og skoraði m.a. 29 mörk í þremur leikjum. Hann varð jafnframt...

Stórsigur tryggði ÍBV bikarinn á Selfossi

ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á Ragnarsmótinu í handknattleik karla sem lauk í Sethöllinni á Selfossi síðdegis í dag. ÍBV vann Aftureldingu örugglega í úrslitaleik, 35:22, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Eyjamenn náðu fljótlega fjögurra...
- Auglýsing -

Kemur ekki til greina að leika fyrir Danmörku

„Það kemur ekki til greina. Ég er Færeyingur og vil leika fyrir mitt land,“ segir færeyska handknattleiksefnið Óli Mittún í samtali við TV2 í Danmörku spurður hvort hann hafi áhuga á að leika fyrir danska landsliðið og feta í...

Selfoss hirti þriðja sætið

Selfoss önglaði í þriðja sæti á heimavelli á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í dag þegar liðið lagði Fram, 36:31, í Sethöllinni. Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17. Fram náði þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, 21:18, áður...

Hörður skellti KA og krækti í fimmta sætið

Hörður frá Ísafirði gerði sér lítið fyrir og lagði KA í viðureign um fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi, 34:31. Harðarmenn voru mikið öflugri á endaspretti leiksins. Þeir voru fjórum mörkum undir, 28:24, þegar...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -