Meistaraflokkslið Víkings í karla- og kvennaflokki hafa verið í æfingabúðum í Los Cristianos á Tenerife frá 16. ágúst. Hópurinn kemur heim aðfaranótt næsta miðvikudags.
Liðin hafa æft tvisvar á dag, morgunæfing og seinnipartinn. Kvennaliðið lék tvo æfingaleiki í Santa Cruz,...
Haukar unnu ÍBV í upphafsleik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld, 33:32, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.
Haukar byrjuðu leikinn mun betur en leikmenn ÍBV og voru m.a. komnir...
Hátíð er í bæ hjá danska úrvalsdeildarliðinu Aalborg Håndbold í dag en handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen er nú orðinn formlegur leikmaður félagsins. Fjölmiðlar hafa fylgt Hansen hvert fótmál síðan hann steig upp í einkaflugvél á Hróaskelduflugvelli í morgun sem flutti...
Rífandi gangur hefur verið hjá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, í miðasölu á leiki íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð í janúar. Miðasalan hófst í byrjun júlí og stendur yfir í nokkrar vikur til viðbótar eða á meðan...
Hafnarfjarðarmótið í handknattleik karla hefst í kvöld á Ásvöllum þar sem allar viðureignir mótsins fara fram þetta árið. Auk Hauka og FH taka Stjarnan og nýkrýndir Ragnarsmótsmeistarar ÍBV þátt í mótinu. Tveir leikir fara fram í kvöld, aðrir tveir...
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk í gær þegar pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce vann El Bathco Balonmano Torrelavega, 35:32, á æfingamóti á Spáni en þar var pólska liðið í nokkra daga við æfingar og keppni. Fyrir helgina tapaði Kielce fyrir...
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen tryggðu sér í dag fyrstu sigurlaunin í upphafsleik keppnistímabilsins í Sviss. Kadetten vann öruggan sigur á GC Amicitia Zürich, 32:25, í meistarakeppninni, þ.e. rimmu meistara og bikarmeistara síðasta tímabils.
Kadetten...
Óðinn Þór Ríkharðsson, markakóngur og besti leikmaður Olísdeildar karla á síðasta keppnistímabili og landsliðsmaður, ristarbrotnaði á æfingu fyrir helgina og leikur ekki með svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen næstu tvo til þrjá mánuði. Óðinn Þór gekk til liðs við Kadetten...
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði mark með órúlegum tilþrifum í gær þegar lið hans, Gummersbach, mætti Melsungen í æfingaleik í Rothenbach-Halle í Kassel í gær.
Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan hátt að sveifla...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði tvö mörk fyrir Önnereds þegar liðið vann IFK Kristianstad, 33:16, í sænsku bikarkeppninnar í gær. Leikurinn fór fram í Kristianstad. Þetta var fyrsti leikur Önnereds í keppninni á nýrri leiktíð. Um leið var þetta fyrsti...
Ísak Gústafsson leikmaður Selfoss var valinn besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik karla sem lauk síðdegis í dag með sigri ÍBV. Ísak fór á kostum með Selfossliðinu á mótinu og skoraði m.a. 29 mörk í þremur leikjum. Hann varð jafnframt...
ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á Ragnarsmótinu í handknattleik karla sem lauk í Sethöllinni á Selfossi síðdegis í dag. ÍBV vann Aftureldingu örugglega í úrslitaleik, 35:22, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.
Eyjamenn náðu fljótlega fjögurra...
„Það kemur ekki til greina. Ég er Færeyingur og vil leika fyrir mitt land,“ segir færeyska handknattleiksefnið Óli Mittún í samtali við TV2 í Danmörku spurður hvort hann hafi áhuga á að leika fyrir danska landsliðið og feta í...
Selfoss önglaði í þriðja sæti á heimavelli á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í dag þegar liðið lagði Fram, 36:31, í Sethöllinni. Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17.
Fram náði þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, 21:18, áður...
Hörður frá Ísafirði gerði sér lítið fyrir og lagði KA í viðureign um fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi, 34:31. Harðarmenn voru mikið öflugri á endaspretti leiksins. Þeir voru fjórum mörkum undir, 28:24, þegar...