FH vann fyrsta bæjarslaginn við Hauka, 30:23, á þessu keppnistímabili í kvöld þegar liðið leiddu saman hesta sína á Ásvöllum í lokaumferð Hafnarfjarðarmótsins.
FH hafði betur í Hafnarfjarðarslag – Stjarnan vann mótið
Jói Long fylgdist með leiknum í gegnum linsuna...
FH vann öruggan sigur á Haukum í síðasta leik Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:11. Þar með varð ljóst að Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið að...
Samkvæmt frétt á vefútgáfu sænska Aftonbladet hefur annar af tveimur efnilegustu handknattleiksmönnum Færeyinga um þessar mundir, Elias Ellefsen á Skipagøtu, samið við þýska stórliðið THW Kiel frá og með sumrinu 2023. Ellefsen er samningsbundinn Sävehof í Svíþjóð fram á...
Stjarnan vann síðasta leik sinn af af þremur á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla í kvöld er hún lagði ÍBV, 33:29, á Ásvöllum í næst síðasta leik mótsins að þessu sinni. Stjarnan fór þar með taplaus í gegnum mótinu. Fyrr...
Matas Pranckevicius, 24 ára markvörður frá Litáen, kemur til landsins á sunnudaginn og verður til reynslu hjá Haukum fram á fimmtudag með samning í huga. Aron Kristjánsson íþróttastjóri Hauka staðfesti komu Pranckevicius í samtali við handbolta.is í morgun.
Pranckevicius, sem...
Þriðja og síðasta umferð Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik verður leikin á Ásvöllum í dag. Mótið hófst á mánudagskvöldið. Í síðustu umferðinni mætast ÍBV og Stjarnan annarsvegar og Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH hinsvegar.
Fyrri viðureignin hefst klukkan 16.45 og sú...
Sigvaldi Björn Guðjónsson lék allan fyrri hálfleikinn þegar Kolstad vann smáliðið Tiller í norsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta var fyrsti opinberi kappleikur Sigvalda Björns síðan á EM í lok janúar. Haft er eftir honum á vefnum topphandball.no að hann...
Sveinn Jóhannsson er ekki byrjaður að leika með nýjum samherjum sínum í danska úrvalsdeildarliðinu Skjern og var þar af leiðandi ekki í eldlínunni í kvöld á sínum gamla heimavelli þegar Skjern vann SönderjyskE, 28:26, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.
Leikið...
Stjarnan fór með sigur úr býtum í UMSK-mótinu í handknattleik kvenna en liðið lék sinn þriðja og síðasta leik í kvöld og vann hann eins og tvo þá fyrri á mótinu. Stjarnan lauk þar með keppni með fullu húsi...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá IFK Skövde í kvöld þegar liðið vann IFK Ystad HK í þriðju og síðustu umferð annars riðils sænsku bikarkeppninnar á heimavelli í kvöld, 33:30. Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk og var einu sinni...
Ægir, íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum, hefur hafið skipulagðar æfingar í handknattleik. Fyrsta æfingin var á mánudaginn. Viðtökur voru afar góðar og skein eftirvænting og einbeiting úr hverju andliti.
Æfingarnar verða næstu vikur og mánuði í Týsheimilinu á mánudögum á milli...
Einn leikur fer fram á UMSK-móti kvenna í handknattleik í kvöld þegar Grótta sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 18.
Þetta verður fyrsti leikur Gróttuliðsins í mótinu. Stjarnan lýkur hins vegar keppni með þessari viðureign. Stjörnuliðið...
Ásmundur Einarsson fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Gróttu lést síðla í júlí. Hans verður minnst með leik á milli Gróttu og U18 ára landsliðs kvenna í Hertzhöllinni, íþróttahúsi Gróttu 7. september kl. 19.30. Katrín Anna, dóttir Ásmundar, leikur með báðum liðum.
„Allir...
Báðar viðureignir ÍBV og ísraelska liðsins HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik verða háðar í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16 laugardaginn 10. september...
Kvennalið Vals og karlalið Aftureldingar og Fram fara til Albír á Spáni í dag. Þar verða þau í viku í Albír við æfingar og keppni áður Íslandsmótið í handknattleik hefst í Olísdeildum kvenna og karla í fyrri hluta næsta...