Sex af sjö leikjum sem fram áttu að fara í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni handknattleik í karlaflokki hefur verið frestað vegna covid smita hjá mörgum liðum deildarinnar. Danmerkur meistarar Aalborg Håndbold, sem Aron Pálmarsson leikur með og Arnór Atlason...
Útilokað virðist að íslenska landsliðið í handknattleik karla leiki í Laugardalshöll í vor ef til þess kemur að það leiki í umspili um sæti fyrir heimsmeistaramótið. Lagfæringar og endurbætur á Laugardalshöll eftir vatnsleka sem þar varð í byrjun nóvember...
„Auðvitað er ég bara stoltur og ánægður að vera valinn,“ sagði Elvar Ásgeirsson, handknattleiksmaður Nancy í Frakklandi og eini leikmaðurinn í 20-manna EM landsliðshópnum sem valinn var í gær sem hefur ekki leikið með A-landsliðinu. Elvar mun þar með...
Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka og þýska liðið Rhein-Neckar Löwen hafa komist að samkomulagi um að leysa Palicka undan samningi nú þegar. Samningur átti að gilda fram á mitt næsta ár.Ástæða þessa mun vera persónuleg og er ekki gefin upp...
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik tilkynnti í gær um val á 19 leikmönnum til undirbúnings og þátttöku á Evrópumeistaramótinu í næsta mánuði. Talsverðar breytingar hafa orðið á liðinu frá Ólympíuleikunum sem fram fóru í sumar sem leið. Landsliðshópur...
Tuttugasti og þriðji þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar leit dagsins ljós í dag en þeir Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson settust í Klaka stúdíoið og létu móðan mása.Þeir félagar fóru yfir allt það helsta sem gerðist í...
Hlaðvarp Tryggva Rafnssonar, Handball Special, hefur rumskað á ný eftir að hafa legið í láginni um nokkurt skeið. Á dögunum kom út þáttur þar sem rætt var við einn fremsta handknattleiksmann þjóðarinnar frá upphafi, Kristján Arason.„Ein helsta handboltahetja þjóðarinnar,...
Gísli Þorgeir Kristjánsson var í stóru hlutverki hjá SC Magdeburg í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með fimm marka sigur á ASV Hamm-Westafalen, 31:26, á heimavelli 2. deildarliðsins.Gísli Þorgeir skoraði...
Ekkert lát er á sigurgöngu meistaraliðsins Elverum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld vann Elverum öruggan sigur á botnliði Bergen, 30:23, en leikið var í Björgvin. Elverum hefur þar með fullt hús stiga, 32, eftir 16 leiki í...
Leik ungmennaliðs Hauka og Kórdrengja í Grill66-deild karla sem fram átti að fara annað kvöld á Ásvöllum hefur verið frestað fram á nýtt ár. Viðureignin átti að vera sú síðasta í deildarkeppni meistaraflokks á Íslandsmótinu í handknattleik á þessu...
Fimm af þeim 20 leikmönnum sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið til þátttöku á Evrópumótinu handknattleik í næsta mánuði voru ekki í hópnum sem tók þátt í heimsmeistaramótinu sem haldið var í Kaíró í Egyptalandi í upphafi þessa...
„Það var mjög ánægjulegt og ég var mjög glaður að fá þær fréttir að ég kæmi inn í hópinn. Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var mjög ungur að fara á stórmót með landsliðinu,“ sagði Orri Freyr...
Tveir leikmenn sem aldrei hafa leikið með íslenska landsliðinu á stórmóti voru valdir í 20 manna hópinn sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valdi og tilkynnti á blaðamannfundi í dag. Þeir eru Orri Freyr Þorkelsson, Elverum, og Elvar Ásgeirsson, Nancy.Aðeins...
Klukkan 13 hefst blaðamannafundur Handknattleikssambands Íslands í höfuðstöðvum Arion banka. Á fundinum kynnir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla, hvaða leikmenn hann hefur valið til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu 13. janúar.Reikna má...
Handknattleiksþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson og handknattleiksdeild Vals færa stuðningsmönnum sínum þau gleðitíðindi í aðdraganda jólahátíðarinnar að Ágúst Þór og Valur hafa gert með sér samkomulag um að Ágúst Þór haldi áfram þjálfun kvennaliðs Vals til ársins 2025.Ágúst Þór tók...