Engan bilbug er að finna á Víkingum að sögn Jóhanns Reynis Gunnlaugssonar fyrirliða þrátt fyrir að lið þeirra hafi fallið úr Olísdeildinni á dögunum eftir að hafa átt á brattann að sækja frá upphafi.„Ég ætla að halda áfram og...
„Við vorum ekki sjálfum okkur líkir í fyrsta leiknum. Miklar brotalamir voru þá á leik okkar sem við fórum vel yfir og tókst að bæta úr þegar komið var út í leikinn í kvöld,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson þjálfari...
„Þegar við skorum ekki úr dauðafærunum þá vinnum við ekki leikina,“ sagði Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR eftir fjögurra marka tap, 27:23, fyrir Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olísdeild karla í Dalhúsum í kvöld. ÍR-ingar...
Fjölnismenn bitu frá sér í kvöld þegar þeir unnu ÍR nokkuð örugglega, 27:23, í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olísdeild karla í Dalhúsum. Þar með er staðan jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Næsti leikur liðanna...
Fyrsti úrslitaleikurinn í umspili um sæti í Olísdeild kvenna á milli HK og ÍR fer fram eftir viku í Kórnum í Kópavogi, heimavelli HK. Vinna þarf þrjá leiki og komi til fimmta leiksins verður hann háður föstudaginn 20. maí...
Valur og Selfoss hefja leik í kvöld í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Liðin ríða á vaðið í Origohöllinni og gefa dómarar leiksins merki um að leggja af stað klukkan 19.30.Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals unnu Fram örugglega í...
HK leikur til úrslita um sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik við ÍR. HK vann Gróttu öðru sinni í undanúrslitum í kvöld, 25:19 í Kórnum, og samanlagt 56:40, í tveimur viðureignum.Fyrr í kvöld lagði ÍR lið FH í annað...
ÍR leikur til úrslita í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt FH í tvígang í undanúrslitum. Síðari leikurinn var í kvöld í Kaplakrika og vann ÍR með fimm marka mun, 25:20, og samanlagt...
Mikið verður um að vera í dag á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði. Tveir leikir verða háðir þar í úrslitakeppni Olísdeildanna í handknattleik. Kvennalið Hauka tekur á móti Íslandsmeisturum KA/Þórs og karlalið Hauka og ÍBV hefja leik í undanúrslitum...
Útlendu handknattleiksmennirnir Tomislav Jagurinoski og Josip Kezic leika ekki með Þór Akureyri í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili. Þór greindi frá því í gær að þeir hafi yfirgefið félagið og séu ekki væntanlegir til baka á næsta keppnistímabili.Norður Makedóníumaðurinn Jagurinoski...
ÍR-ingar hófu umspilið um sæti í Olísdeild karla í handknattleik af miklum móð í dag þegar þeir kjöldrógu Fjölnismenn, 36:24, í Austurbergi í fyrstu viðureign liðanna. Næst leiða liðin saman hesta sína á mánudagskvöld í Dalhúsum, heimavelli Fjölnis. Liðið...
Ályktun um þjóðarhöll var samþykkt á 65. ársþingi HSÍ sem haldið var í Valsheimilinu í dag. Í henni eru stjórnvöld, ríki og Reykjavíkurborg hvött til að ljúka samningum nú þegar um byggingu þjóðarhallar, hætta störukeppni varðandi kostnaðarskiptingu og...
65.ársþing Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda fyrr í dag. 76 manns sátu þingið, þar af 50 þingfulltrúar frá aðildarfélögunum.Velta HSÍ á árinu var tæpar 319 milljónir kr. en tap á rekstri sambandsins var 5,8 milljónir....
„Við búum okkur undir jafnt einvígi sem reikna má með að fari í fimm leiki,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR en liðsmenn hans hefja í dag úrslitarimmu við Fjölni um sæti í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili. Fyrsta...
Áfram heldur úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. ÍBV sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ klukkan 16. Stjarnan vann öruggan sex marka sigur í fyrsta leiknum í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 28:22, og endurtaki hún leikinn á heimavelli...