- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðin

- Auglýsing -

Hverjar eru konurnar 18 í fyrsta HM-hópnum í 12 ár?

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur keppni á HM kvenna á morgun fimmtudag í Stafangri í Noregi. Ísland er í fyrsta inn með á HM kvenna í 12 ár og aðeins í annað sinn í sögunni. Átján leikmenn voru valdir...

Myndasyrpa: Góð stemning á fyrstu æfingunni

Íslenska landsliðið í handknattleik æfði síðdegis í æfingahöllinni í DNB-Arena í Stafangri eftir farsæla flugferð til bæjarins í dag. Allar 18 konurnar í hópnum tóku þátt í æfingunni og var svo sannarlega ekki slegið slöku við. Gríðarlega eftirvænting ríkir...

Mættar til Stafangurs – tveir sólarhringar í fyrsta leik á HM

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna kom til Stafangurs rétt eftir hádegið í dag eftir stutta og laggóða flugferð frá Gardemoen í nágrenni Óslóar. Þar með er vikudvöl liðsins í Lillehammer lokið. Framundan er fyrsti leikur á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn...
- Auglýsing -

Molakaffi: Landsliðið, Díana, Rivera, Džokić, Baur, Frakkar, Slóvenar

Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna færa sig um set í dag. Eftir nærri viku veru í Lillehammer við kappleiki og æfingar heldur hópurinn til Stavangurs þar sem íslenska landsliðið leikur þrjá leiki í riðlakeppni...

Þriggja marka tap fyrir Afríkumeisturunum í síðasta prófinu fyrir HM

Íslenska landsliðið tapaði með þriggja marka mun 27:24 fyrir landsliði Angóla í vináttuleik liðanna áður en alvaran hefst á heimsmeistaramótinu upp úr miðri vikunni. Leikurinn var jafnframt sá síðasti á Posten Cup, alþjóðlegu handknattleiksmóti, í handknattleik kvenna sem staðið...

Mæta Afríkumeisturunum í dag – myndasyrpa úr Noregsleiknum

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna leikur í dag við Afríkumeistara Angóla í þriðju og síðustu umferð fjögurra liða æfingamóts sem hófst í Hamar í Noregi á fimmtudaginn og hélt áfram í Lillehammer í gær með leik við heims- og...
- Auglýsing -

Seinni hálfleikur mun betri gegn Noregi

Noregur og Ísland mættust í 2. umferð Posten Cup-mótsins í handknattleik kvenna í Hákonshöll í Lillehammer fyrr í dag. Íslenska liðið tapaði með 10 mörkum, 31-21, gegn sterku liði Noregs sem er bæði heims- og Evrópumeistari. Stelpurnar okkar...

Undirbúningur fyrir næstu verkefni heldur áfram

Eftir leik við Pólverja í gær á æfingamótinu í Noregi þá fór dagurinn í dag að mestu leyti í endurheimt og undirbúning fyrir verkefni morgundagsins hjá kvennalandsliðinu í handknattleik. Síðustu tveir leikirnir á mótinu verða á morgun, laugardag, og...

Fyrsti landsleikurinn og fyrsta landsliðsmarkið

Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í handknattleik, Elísa Elíasdóttir, ÍBV, og Katla María Magnúsdóttir frá Selfossi, náðu í gær áfanga á ferli sínum með landsliðinu þegar leikið var við pólska landsliðið í fyrstu umferð Póstbikarmótsins, Posten Cup, í Noregi í Boligpartner Arena í...
- Auglýsing -

Sex marka tap fyrir Pólverjum í upphafsleik

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði fyrir pólska landsliðinu fyrsta leik sínum á fjögurra liða alþjóðlegu móti í Hamar í Noregi í dag, 29:23. Pólverjar voru með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:10. Næsti leikur Íslands á...

Hópurinn sem mætir Pólverjum í Hamri í dag

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Katrín Tinna Jensdóttir liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Skara HF verða utan landsliðshópsins í dag þegar íslenska landsliðið hefur keppni á Póstbikarmótinu, Posten Cup, í Noregi í dag. Upphafsleikurinn verður við landslið Póllands. Leikurinn hefst klukkan...

Vil sjá að við höldum áfram að bæta okkar leik

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna á fjögurra liða móti í Noregi fer fram í dag þegar liðið mætir landsliði Póllands í Hamri. Flautað verður til leiks klukkan 15.45. Íslenska landsliðið kom til Noregs í gær og hefur...
- Auglýsing -

Magnað að draumurinn sé að rætast

„Við erum mjög spenntar og maður er eiginlega ennþá að átta sig á að þetta sé að verða að veruleika,“ sagði Elísa Elíasdóttir landsliðskona í handknattleik úr Vestmannaeyjum þegar handbolti.is hitti hana að máli rétt áður en íslenska landsliðið...

Alveg geggjað að hafa náð þessu

„Ég er mjög spennt fyrir að fara út og taka þátt í æfingaleikjunum fyrir HM og koma okkur af stað áður en aðal alvaran byrjar,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Fram í samtali við handbolta.is áður en...

Landsliðið er farið til Noregs – upphitunarmót næstu daga

Kvennalandsliðið í handknattleik fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun með flugi til Noregs þar sem fyrir dyrum stendur þátttaka á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember. Tólf áru eru liðin...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -