Landsliðin

- Auglýsing -

Forsvarsmönnum HSÍ er full alvara

Forvígismönnum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, er full alvara með að hér á landi fari fram keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, annað hvort árið 2029 eða tveimur árum síðar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti við RÚV í gær að...

Æfingahópar 16 og 18 ára landsliða kvenna valdir

Valdir hafa verið æfingahópar 16 og 18 ára landsliða kvenna sem koma saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu 11. til 15. október. Æfingatímar birtast inn á Sportabler á næstu dögum en annars veita þjálfarar nánari upplýsingar, segir í tilkynningu frá...

Ágúst og Árni kalla U20 ára landsliðið saman til æfinga

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið 23 leikmenn til æfinga með U20 ára landsliði kvenna dagana 11. – 15. október. Æfingarnar verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu. Æfingarnar verða fyrsti liður í undirbúningi 20 ára landsliðsins fyrir þátttöku...
- Auglýsing -

35 kvenna hópur valinn fyrir HM – tveir mánuðir í fyrsta leik

Þjálfarateymi A landslið kvenna hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM 2023 sem fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku frá 29. nóvember til 17. desember. Aðeins verður hægt að velja leikmenn til þátttöku í...

Anton Gylfi og Jónas dæma á EM í Þýskalandi

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara sem dæma á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi frá 10. til 28. janúar 2024. Handknattleikssamband Evrópu birti í dag nöfn paranna sem dæma leiki...

Færeyingar mæta með hörkulið gegn Íslendingum

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir færeyska landsliðinu í Þórshöfn 15. október í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna. Claus Mogensen og Simon Olsen þjálfarar færeyska landsliðsins hafa valið 16 leikmenn sem mæta Svíum 12. október og Íslendingum þremur dögum síðar....
- Auglýsing -

Hópur valinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 21 leikmann til þess að taka þátt í undirbúningi og síðan þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Leikið verður á Ásvöllum miðvikudaginn 11. október...

Tveir landsleikir við Austurríki fyrir EM

Íslenska landsliðið í handknattleik karla leikur tvo leiki við austurríska landsliðið áður en flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Báðir leikir verða ytra, 8. og 9. janúar. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM verður 12....

Landsliðsþjálfarinn er á ferðinni um Þýskaland

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla eru á ferð um Þýskaland þessa dagana þar sem fundar með nokkrum landsliðsmönnum sem leik með þýskum félagsliðum. „Ég var meðal annars í Magdeburg í gærkvöld á Evrópuleiknum við Veszprém og talaði...
- Auglýsing -

Miðasala á HM kvenna – ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Rétt rúmir tveir mánuðir eru þangað til íslenska landsliðið í handknattleik hefur leik á heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember. Íslenska landsliðið verður í riðli með landsliðum Angóla, Frakklands...

Miðasala á EM í janúar hefst aftur á morgun

Á morgun verður settur í sölu næsti skammtur af aðgöngumiðum á kappleiki Evrópumóts karla í handknattleik sem hefst í Þýskalandi 10. janúar. Þegar hafa selst yfir 250 þúsund aðgöngumiðar, þar af nærri 50 þúsund miðar á upphafsleik mótsins sem...

A-landslið kvenna: Fylgdu stelpunum okkar til Færeyja

Fréttatilkynning frá HSÍ.Stelpurnar okkar leika gegn Færeyjum í Þórshöfn í undankeppni EM 2024 15. október nk. HSÍ hefur í samstarfi við Icelandair ákveðið að bjóða stuðningsmönnum liðsins að fylgja liðinu til Færeyja. Leiguvél Icelandair flýgur frá Reykjavíkurflugvelli 14. okt....
- Auglýsing -

Leiktímar íslenska landsliðsins á HM hafa verið staðfestir

Íslenska landsliðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í fyrsta sinn í 12 ár síðar á þessu ári. Dregið var í riðla í sumar en loksins í morgun voru leiktímar riðlakeppninnar staðfestir. Allar þrjár viðureignir íslenska landsliðsins í...

Hitað upp fyrir HM með leikjum við heimsmeistara Noregs, Angóla og Pólland

Íslenska lansliðið í handknattleik kvenna tekur þátt í fjögurra liða móti í Noregi nokkrum dögum áður en flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu 29. nóvember. Meðal andstæðinga íslenska landsliðsins á mótinu verða sjálfir heims- og Evrópumeistarar Noregs undir stjórn...

EM-gullið 2003: Það er í fínu lagi að óska öllum Íslendingum til hamingju

Í dag, eru liðin 20 ár síðan að landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð Evrópumeistari. Undir stjórn Heimis Ríkarðssonar, vann íslenska landsliðið það þýska á sannfærandi hátt í úrslitaleik, 27:23, í Kosice í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -