Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hefur farið á kostum í upphafsleikjum PAUC í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Hann var besti maður vallarins og skoraði 11 mörk á síðasta fimmtudag þegar PAUC vann Saran á heimavelli 35:31. Fyrir frammistöðuna...
Gummersbach vann Stuttgart, 31:29, í Porsche-Arena í Stuttgart í gærkvöld í viðureign liðanna í sjöttu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach sem lyftist upp í 12. sæti deildarinnar með...
Japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar er komið í átta liða úrslit í handknattleikskeppni karla á Asíumótinu sem stendur yfir í Hangzhou í austurhluta Kína. Snemma í morgun að íslenskum tíma vann japanska landsliðið það íranska mjög örugglega, 33:21,...
Orri Freyr Þorkelsson heldur áfram að gera það gott með portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon. Í gær skoraði hann fimm mörk í sex skotum í sigri Sporting í heimsókn á eyjuna Madeira þar sem leikið var við heimaliðið sem...
Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður norska meistaraliðsins Kolstad er í kvöld orðaður við skipti yfir til þýska meistaraliðsins THW Kiel. Talað er um að þýska félagið vilji fá Sigvalda Björn til sín sem fyrst. Håndballrykter segir...
Ekkert lát er sigurgöngu MT Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Liðið vann sinn sjötta leik í dag, 28:25, í heimsókn til Lemgo. Melsungen er þar með áfram efst ásamt Füchse Berlin. Hvorugt lið hefur tapað stigi til...
Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hrósuðu sigri með landsliðum sínum í fyrstu umferð handknattleikskeppni Asíuleikanna í Hangzhou í Kína í nótt og snemma í morgun að íslenskum tíma.Vegna þess að Dagur og félagar unnu sinn leik þá tapaði...
Arnór Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið sótti tvö stig í heimsókn til Bergischer HC, 31:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik gær. Þetta var annar sigur Rhein-Neckar Löwen í röð á fáeinum dögum og...
Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í Coburg unnu í dag annan leik sinn í 2. deild þýska handknattleiksins. Coburg lagði Bayer Dormagen, 28:22, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.Tumi Steinn skoraði eitt...
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst hjá BSV Sachsen Zwickau þegar liðið vann TuS Metzingen sem önnur landsliðskona úr Vestmannaeyjum leikur með, Sandra Erlingsdóttir, 27:23, í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag.Þetta var fyrsti sigur...
Þrír íslenskir handknattleiksþjálfarar taka þátt í Asíuleikunum sem hefjast í dag í Hangzhou í Kína og standa fram til 5. október þegar úrslitaleikurinn fer fram. Handknattleikskeppni Asíuleikanna er aðeins lítill hluti af leikunum en Asíuleikunum má helst líkja við...
Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg en átti eina stoðsendingu þegar Flensburg og Hannover-Burgdorf skildu jöfn, 26:26, í ZAG Arena, heimavelli Hannover-Burgdorf að viðstöddum nærri 7.600 áhorfendum.Marius Steinhauser skoraði jöfnunarmark Hannover-Burgdorf á síðustu sekúndu leiksins eftir...
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot, 38,7%, þegar Nantes vann Toulouse, 34:24, í þriðju umferð frönsku efstu deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Nantes er efst í deildinni með sex stig eftir þrjár umferð. Grétar Ari Guðjónsson og félagar í Sélestat...
Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson fögnuðu sigri með samherjum sínum í Ribe-Esbjerg á liði Fredericia HK í t.hansen íþróttahöllinni í Fredericia í kvöld, 33:30, í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia sem...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir PAUC í fjögurra marka sigri á Saran á heimavelli, 35:31, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Donni var markahæsti leikmaður vallarins. Donni hefur ekki skorað fleiri...