Handknattleikskonan Birta Rún Grétarsdóttir færði sig um set innan norska handknattleiksins í sumar og gekk til liðs við Fjellhammer sem leikur í næst efstu deild. Hún hafði um tveggja ára skeið leikið með Oppsal en var því miður talsvert...
Herbert Ingi Sigfússon hóf í gær störf á skrifstofu Handknattleikssambands Íslands. Í tilkynningu segir að Herbert Ingi eigi að sinna almennri vinnu á skrifstofunni. Síðustu ár hefur hann unnið hjá handknattleiksdeild Hauka.
Samhliða ráðningu Herberts Inga var tilkynnt að Magnús...
Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson er sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara karla í handknattleik í Sádi Arabíu sem leitar nú að eftirmanni Zoran Kastratović sem virðist hafa staldrað stutt við í starfi. Eftir því sem handbolti.is kemst næst er Erlingur staddur...
Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma síðari viðureign Hannover-Burgdorf og sænska liðsins Ystads IF HF í undankeppni Evrópudeildar karla í handknattleik. Leikurinn fer fram í Hannover í Þýskalandi sunnudaginn 3. september.
Svavar og Sigurður dæmdu nokkra leiki...
Ólafur Stefánsson er hættur störfum hjá þýska 1. deildarliðinu HC Erlangen í Nürnberg en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins í nærri hálft annað ár. Ólafur segir frá brotthvarfi sínu í samtali við Vísir í morgun. Þegar hefur verið samið...
KA vann Víking í tveimur æfingaleikjum karlaliða félaganna á Akureyri um nýliðna helgi. Fyrri leiknum lauk, 29:27, og þeim síðari 33:30. Bæði lið eiga sæti í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili.
Andri Már Rúnarsson skoraði sex mörk og Viggó Kristjánsson...
Ásta Björt Júlíusdóttir leikur ekki með bikarmeisturum ÍBV á næsta keppnistímabili. Á Facebooksíðu sinni deilir Ásta Björt þeim gleðifregnum að hún sé barnshafandi og eigi von á barninu í heiminn í febrúar.
Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk þegar lið hennar,...
Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk yfir SC Magdeburg í sigri á Nantes, 32:30, á æfingamóti í gær. Viktor Gísli Hallgrímsson lék hluta leiksins í marki Nantes sem mætir Aalborg Håndbold á mótinu í dag. SC Magdeburg leikur þá...
Akureyringurinn Dagur Gautason gekk til liðs við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal í sumar frá KA. Hann hefur gert það gott með liðinu í æfingaleikjum síðustu vikur. Dagur skoraði m.a. níu mörk og var markahæstur í gær þegar ØIF Arendal...
U19 ára landslið karla í handknattleik leikur við sænska landsliðið í dag í undanúrslitum forsetabikarsins á heimsmeistaramótinu í Króatíu. Íslenska liðið kom til Rijeka síðdegis í gær eftir rúmlega vikudvöl við leiki í Koprivnica.
Viðureign Íslands og Svíþjóðar hefst...
Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas hefur samið við þýsku meistarana í handknattleik karla, THW Kiel. Samningurinn tekur ekki gildi fyrr en sumarið 2025 og verður til fjögurra ára. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
De Vargas...
Lydía Gunnþórsdóttir er í áttunda sæti á lista yfir markahæstu leikmenn á Evrópumóti kvenna í handknattleik, 17 ára og yngri sem fram fer í Podgorica í Svatfjallalandi. Lydía hefur skorað 18 mörk í þremur fyrstu leikjum íslenska liðsins á...
U19 ára landslið Íslands í handknattleik mætir í dag landsliði Suður Kóreu í fyrstu umferð milliriðlakeppni um sæti 17 til 32 á heimsmeistaramóts karla handknattleik í Króatíu. Leikurinn hefst klukkan 11.30. Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu auk þess...
Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir SC DHfK Leipzig í gær í eins marks sigri liðsins á Fredericia HK, 23:22. Leikið var í Fredericia en sem kunnungt er þjálfar Guðmundur Þórður Guðmundsson danska liðið og Einar Ólafur Þorsteinsson er...
Andrea Jacobsen og hennar nýju samherjar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg-Voel unnu sænska liðið Skövde HF, 29:25, í æfingaleik í Viborg í gær. Næstu leikur Silkeborg-Voel verður á sama stað á morgun gegn norska úrvalsdeildarliðinu Follo. Ekki fylgir sögunni hvort...