Igor Kopyshynskyi handknattleiksmaður bikarmeistara Aftureldingar er í Nazaré í Portúgal þar sem hann leikur með úkraínska landsliðinu á Evrópumótinu í strandhandbolta. Afar vel hefur gengið hjá Igor og félögum. Þeir eru komnir í milliriðlakeppni mótsins eftir tvo sigurleiki...
Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia Håndboldklub lögðu svo sannarlega ekki árar í bát í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik eftir níu marka tap fyrir Aalborg Håndbold í fyrsta leik liðanna í Álaborg á sunnudaginn.
Í kvöld bitu...
Janus Daði Smárason fór með himinskautum með norsku meisturunum Kolstad þegar liðið vann meistara síðasta árs, 34:30, í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar að viðstöddum 1.823 áhorfendum í Kolstad Arena í Þrándheimi í kvöld. Janus Daði skoraði...
Fréttatilkynning:
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, heldur hátíðarfyrirlestur íþróttafræðideildar HR í tilefni 25 ára afmælis skólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 föstudaginn 26. maí klukkan 12:00-13:30. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Þórir er borinn og barnfæddur Selfyssingur og...
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmenn í handknattleik og leikmenn norsku meistaranna Kolstad eru báðir í úrvalsliði sem valið var eftir undanúrslitaleiki úrslitakeppninnar sem lauk í síðustu viku. Þeir verða í eldlínunni í úrslitarimmu Kolstad og Elverum...
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem valið stendur um í kosningu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stendur fyrir í kjöri á bestu leikmönnum Evrópumóta félagsliða í handknattleik á þessari leiktíð.
Tilnefndir eru leikmenn í...
Línumaðurinn Guðrún Þorláksdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Guðrún er þrautreynd og hefur leikið um 130 leiki fyrir Gróttu síðan hún kom inn í meistaraflokksliðið tímabilið 2016/2017.
Eyrún Ósk Hjartardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við...
Handknattleikskonan Steinunn Hansdóttir endurnýjar ekki samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið Skanderborg Håndbold. Greint er frá þessu á heimasíðu félagsins en ekki kemur fram hvað Steinunn hefur í hyggju. Hún kom aftur til Skanderborg fyrir tveimur árum eftir að hafa...
Eftir sannkallaðan maraþonleik í Partille í kvöld þá máttu Tryggvi Þórisson og samherjar í IK Sävehof bíta í það súra epli að tapa fyrir IFK Kristianstad í annarri viðureign liðanna í úrslitum um sænska meistaratitilinn í kvöld, 45:44. Staðan...
Haukur Þrastarson fagnaði í kvöld pólska meistaratitlinum í handknattleik með samherjum sínum í Barlinek Industria Kielce eftir sigur á Wisła Płock í æsilega spennandi leik á heimavelli, 27:24. Barlinek Industria Kielce og Wisła Płock enduðu jöfn að stigum en...
Þýska handknattleiksliðið EHV Aue, sem mörgum íslenskum handknattleiksmönnum er að góðu kunnugt, hefur endurheimt sæti í 2. deild þýska handknattleiksins eftir ársveru í 3. deild. EHV Aue vann í dag Hildesheim í næst síðustu umferð umspilskeppni um sæti í...
Kapphlaup THW Kiel og meistara síðasta árs, SC Magdeburg, um þýska meistaratitilinn heldur áfram. Bæði lið unnu leiki sína í dag og standa þau jöfn að stigum, með 51 stig hvort. Magdeburg á þrjá leiki eftir en Kiel fjóra.Daninn...
Aalborg Håndbold lagði lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK með níu marka mun í fyrri undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 31:22. Leikurinn fór fram í Álaborg. Næsta viðureignin verður í Fredericia á miðvikudaginn....
Tryggvi Þórisson og samherjar í Sävehof fóru vel af stað í gær gegn IFK Kristianstad í fyrsta úrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Sävehof vann leikinn með fimm marka mun, 34:29, í Kristianstad. Tryggvi skoraði ekki mark í...
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau féllu niður í næst neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag eftir tap fyrir Neckarsulm, 28:25, á útivelli í næst síðustu umferð deildarinnar. Liðin höfðu þar með...