Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði átta mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Kolstad vann Elverum, 30:29, í þriðju viðureign liðanna í úrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram í Þrándheimi. Kolstad er þar með komið...
Elliði Snær Viðarsson hefur leikið einstaklega vel með Gummersbach á sínu fyrsta keppnistímabili á ferlinum í efstu deild þýska handknattleiksins. Segja má að Eyjamaðurinn hafi kórónað frábært keppnistímabil í leikjum með Gummersbach í maí og hreinlega farið á kostum.
Frammistaðan...
Fyrsti úrslitaleikurinn um danska meistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í kvöld. Aalborg Håndbold með Aron Pálmarsson og Arnór Atlason innanborðs tekur á móti meisturum síðasta árs, GOG, í Álaborg. Liðlega 5.000 aðgöngumiðar á leikinn seldust upp á skömmum...
Sylvía Sigríður Jónsdóttir hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR um tvö ár. Sylvía, sem getur leyst allar stöður fyrir utan, skoraði 33 mörk í 11 leikjum. Með spilamennsku sinni vann hún sér sæti í keppnishóp U19 ára landsliðsins...
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu deildarmeistarar HC Kriens, 31:27, í fyrsta úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn í handknattleik karla í dag. Leikurinn fór fram í Sursee Stadthalle, heimavelli deildarmeistaranna HC Kriens að viðstöddum 2.900 áhorfendum....
Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og hornamaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen varð markakóngur Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem lauk í dag með sigri þýska liðsins Füchse Berlin. Óðinn Þór skoraði 110 mörk í 13 leikjum, sem jafngildir 8,46 mörkum að...
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Elverum jöfnuðu í dag metin í rimmunni við Kolstad í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla með sex marka sigri á heimavelli, 33:27, í annarri viðureign liðanna. Elverum var með fjögurra marka forskot...
Aalborg Håndbold leikur til úrslita við meistara síðasta árs, GOG, um danska meistaratitilinn í handknattleik karla. Aalborg Håndbold lagði lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK með sjö marka mun í oddaleik í undanúrslitum í dag, 33:26, eftir að...
Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar þegar lið hans Balingen-Weilstetten vann Potsdam, 30:29, á útivelli í hörkuleik í 36. og þriðju síðustu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. Sigurmarkið var skorað hálfri fjórðu mínútu...
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau verða að berjast fyrir sæti sínu í efstu deild þýska handknattleiksins í tveimur umspilsleikjum eftir að hafa hafnað í næsta neðsta sæti 1. deildar þegar reikningarnar voru gerðir upp að...
Tryggvi Þórisson og félagar í IK Sävehof tryggðu sér oddaleik úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik karla í dag. Þeir lögðu IFK Kristianstad, 30:28, í Partille, og jöfnuðu þar með rimmu liðanna. Hvort lið hefur tvo vinninga.Oddaleikurinn fer fram...
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir í liði ársins í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik en síða deildarkeppninnar, topphandball.no hefur undanfarna daga kynnt úrvalsliðið jafnt og þétt. Sigvaldi Björn er besti hægri hornamaður deildarinnar og Janus Daði...
Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur á MT Melsungen á heimavelli síðarnefnda liðsins í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 34:25. Ýmir Örn skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson...
ÍR-ingurinn Dagur Sverrir Kristjánsson hefur samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, HF Karlskrona, til næstu tveggja ára. Hann verður þar með þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn í herbúðum HF Karlskrona á næstu leiktíð. Hinir eru Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu-...
Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður hefur rift samning sínum við svissneska A-deildarliðið GC Amicitia Zürich vegna þess að félagið stóð ekki við samninginn. Sunna Guðrún kom heim í gær og ætlar að velta málum fyrir sér áður en hún stígur...