Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Leikur ekki til úrslita

Óskar Ólafsson og samherjar í Drammen eru úr leik í úrslitakeppninni í handknattleik karla í Noregi. Þeir töpuðu í kvöld í þriðja sinn fyrir Arendal í undanúrslitum, 30:28. Leikið var á heimavelli Arendal, Sør Amfi. Drammenliðið vann eina viðureign...

Donni er í hópi þeirra bestu í Frakklandi

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er einn þriggja sem tilnefndur er í kjöri á bestu hægri skyttu frönsku 1. deildarinnar í handknattleik á tímabilinu 2021/2022. Donni, sem leikur með Pays d'Aix Université Club Handbal eða PAUC, er að ljúka...

Molakaffi: Arnar Birkir, Egilsnes, Sveinbjörn, Tumi Steinn, Sara Dögg, Zachrisson, Adžić

Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í EHV Aue halda í veika von um að halda sæti sínu í þýsku 2. deildinni eftir að þeir lögðu Empor Rostock, 30:21, á heimavelli í gær. Arnar Birkir skoraði þrjú mörk í leiknum...
- Auglýsing -

Ómar Ingi fór hamförum þegar Magdeburg tryggði sér þýska meistaratitilinn

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í dag þegar SC Magdeburg vann HSV Hamburg í Hamborg, 32:22, og innsiglaði þar með fyrsta meistaratitil félagsins í 21 ár. Ómar Ingi skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, auk þriggja...

Fjögur mörk og naumt tap í grannaslag

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar lið hans Flensburg tapaði naumlega á heimavelli fyrir Kiel, 28:27, í 106. nágrannaslag liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þar með dró mjög úr vonum Flensburgliðsins á...

Er í hópi markahæstu kvenna deildarinnar

Díana Dögg Magnúsdóttir hafnaði í 18. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik en leiktíðinni lauk í gær. Um leið er hún næst markahæsti leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Þetta er alls ekki amalegur árangur hjá...
- Auglýsing -

Myndskeið: Þrumuskot Teits Arnar í Barcelona

Stórskyttan Teitur Örn Einarsson heldur áfram að þenja út netsmöskvana á handknattleiksvöllum Evrópu. Hann skoraði til að mynda þrjú mörk fyrir Flensburg þegar liðið tapaði fyrir Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld. Flensburg tapaði leiknum...

Molakaffi: Viktor Gísli, róðurinn þyngist, Duarte, Pekeler

Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn í úrvalslið fimmtu og næst síðustu umferðar átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli fór á kostum í marki GOG á dögunum þegar liðið vann Ribe-Esbjerg, 33:29, á heimavelli. Lokaumferð átta liða úrslita...

Jöfnuðu metin með sigri í framlengingu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í IFK Skövde náðu í dag að jafna metin við Ystad í rimmu liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Skövde vann eftir framlengdan leik sem fram fór í Ystad, 34:29. Jafnt var eftir...
- Auglýsing -

„Við náðum sætinu!“

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau tryggðu sér í dag sæti í umspili um keppnisrétt í 1. deildinni í lokaumferð deildarinnar í dag. BSV Sachsen Zwickau vann Oldenburg á útivelli með sjö marka mun, 29:22,...

Molakaffi: Donni, Elliði Snær, Mindaugas, Viktor, Óskar, efnilegir Framarar

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir PAUC þegar liðið vann Istres, 39:29, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er áfram í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi á eftir Nantes....

Grétar Ari fór hamförum – Nice fer í umspilið

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, átti stórleik í kvöld þegar lið hans Nice vann Valence í lokaumferð frönsku 2. deildarinnar í handknattleik, 32:26. Með sigrinum innsiglaði Nice sér þátttökurétt í umspili um sæti í 1. deild á næstu leiktíð. Nice...
- Auglýsing -

Molakaffi: Teitur Örn, Elvar, Sara Dögg, Herrem, Løke

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Flensburg tapaði með þriggja marka mun fyrir Barcelona í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Barcelona í gær. Flensburg er þar með úr leik...

Oddur lék sinn fyrsta leik á tímabilinu

Oddur Gretarsson lék í kvöld sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með liði sínu Balingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Oddur hefur verið lengi að koma til baka eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné á síðasta sumri.Oddur...

Lágu á heimavelli í fyrsta leik

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK Skövde fengu ekki draumabyrjun í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld á heimavelli. Þeir töpuðu fyrir Ystads IF með tveggja marka mun, 30:28, eftir að hafa verið þremur mörkum undir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -