Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, fyrir GC Zürich í gær þegar liðið vann Wacker Thun á útivelli, 28:21. GC Zürich er sem fyrr í fjórða sæti svissnesku A-deildarinnar.Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik...
Samvinna Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar tryggði Magdeburg sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða Dammam í Sádi Arabíu í kvöld. Gísli Þorgeir lék vörn Evrópumeistara Barcelona svo grátt að leiðin var greið fyrir Ómar Inga til að skora 41....
Elvar Örn Jónsson hélt upp á nýjan samning með því að vera í sigurliði MT Melsungen í dag gegn Wetzlar, 21:19, í grannaslag á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Elvar Örn skorað tvö mörk og átti eina...
Það var glatt á hjalla hjá Íslendingahópnum hjá norska úrvalsdeildarliðinu Volda í dag þegar liðið vann Tertnes, 31:29, í Åsane Arena, norðan Björgvinjar, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik.
Volda sem er nýliði í deildinni komst þar með upp úr...
Framganga Janusar Daða Smársonar og Sigvalda Björns Guðjónssonar á síðustu mínútu gerði gæfumuninn þegar lið þeirra Kolstad vann Elverum, 26:24, á heimavelli að viðstöddum 9.083 áhorfendum, metfjölda á félagsliðaleik í Noregi, í Trondheim Spektrum í gær.
Skoraði og fékk rautt...
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika annað árið í röð með SC Magdeburg til úrslita við Evrópumeistara Barcelona á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag. Magdeburg vann úrslitaleikinn fyrir ári.
Átta mörk...
Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir nýjan samning við þýska 1. deildarliðið MT Melsungen. Samningurinn gildir fram á mitt árið 2025 en fyrri samningur Selfyssingsins við félagið gengur út um mitt næsta ár.
Lið voru með Elvar...
Oddur Gretarsson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, og var markahæstur hjá Balingen-Weilstetten þegar liðið vann Emport Rostock á útivelli, 34:22, í þýsku 2. deildinni í gær. Daníel Þór Ingason skoraði þrjú mörk fyrir Balingen og var...
Sigtryggur Daði Rúnarsson er á leiðinni til austurríska liðsins Alpla Hard sem Hannes Jón Jónsson þjálfar. Erlingur Richardsson staðfesti þetta í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2sport að loknum leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeildinni í kvöld.
Vísir.is segir...
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu langþráðan sigur í dag í fimmtu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik og það nokkuð öruggan. BSV Sachsen Zwickau vann Bayer Leverkusen með sjö marka mun, 39:32. Díana...
Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk þegar lið hennar, EH Alaborg vann stórsigur á DHG Odense, 34:20, á heimavelli í gærkvöld í upphafsleik sjöttu umferðar. EH Alaborg er komið upp að hlið Bjerringbro og Holstebro. Síðarnefndu liðin tvö eiga leik til...
Hannover-Burgdorf komst í gær í 16-liða úrslit í þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Liðið vann Stuttgart, 26:20, á heimavelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Arnór Þór Gunnarsson er kominn í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með liði sínu, Bergischer HC....
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt þegar SC Magdeburg vann sádi arbíska liðið Khaleej, 35:29, í riðlakeppni heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag. Þar með komust meistarar síðasta árs...
Því miður sló í bakseglið hjá handknattleiksmanninum Darra Aronssyni á dögunum svo óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni til viðbótar. Darri ristarbrotnaði um miðjan júlí rétt áður en hann fór til franska liðsins US Ivry og hefur...
Pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik karla með níu marka sigri á brasilíska liðinu Handebol Taubaté, 39:30, í annarri umferð keppninnar í Dammam í Sádi Arabíu.
Haukur skoraði eitt mark...