- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

„Er mjög mikill heiður“

„Þetta er mjög mikill heiður en um leið leiðinlegt að geta ekki farið fyrir liðinu i fyrsta leiknum í deildinni,“ sagði handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir að sagt var frá því á heimasíðu þýska félagsliðsins...

Íslendingarnir flugu inn í 16-liða úrslit

Íslenskir handknattleiksmenn voru í sigurliðum í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í karlaflokki í kvöld. PAUC, Nancy, Sélestat og Ivry unnu sína andstæðinga og taka sæti í 16-liða úrslitum. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC þegar liðið lagði...

Andri Már gengur til liðs við Hauka

Haukum hefur borist liðsauki fyrir átökin sem eru framundan í Olísdeild karla í handknattleik. Greint er frá því á Facebooksíðu Stuttgart í Þýskalandi að Andri Már Rúnarsson hafi óskað eftir að verða leystur undan samning við félagið og hann...
- Auglýsing -

Liggur ljóst hvaða lið mætast í annarri umferð

Dregið var í aðra og síðari umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í morgun í Vínarborg. Tuttugu og fjögur lið voru dregin saman til 12 viðureigna sem verða 27. september og 4. október. Sigurliðin taka sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar...

Molakaffi: Víkingur á sigurbraut, Anton, Sveinbjörn, Poulsen, Barthold, Bjørnsen

Víkingar búa sig af kostgæfni undir þátttöku í Grill66-deild karla sem hefst síðar í þessum mánuði. Nýverið var liðið í vel lukkuðum viku æfingabúðum á Spáni eins og handbolti.is sagði frá. Eftir heimkomuna hafa Víkingar leikið þrjá æfingaleiki. Þeir...

Fimm lið Íslendinga verða í skálunum

Dregið verður í fyrramálið í aðra og síðari umferð Evrópudeildar karla í handknattleik. Alls verða nöfn 24 liða í skálunum tveimur sem dregið verður úr í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vínarborg. Fimm liðanna tengjast íslenskum handknatleiksmönnum eða þjálfurum. Fyrri leikir...
- Auglýsing -

Búið ykkur undir stórkostlegar fintur og ótrúleg skot

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg, er einn sjö leikmanna sem Handknattleikssamband Evrópu (EHF) bendir áhorfendum að beina sjónum sínum að á keppnistímabilinu sem hefst eftir rúma viku. Minnt er á að leit sé að þeirri vörn sem Ómar...

Molakaffi: Sunna, Harpa, Aðalsteinn, Lovísa, Steinunn, Örn, Bjarki, Christiansen

Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður var ekki í leikmannahópi GC Amicitia Zürich þegar liðið tapaði fyrir Spono Eagles, 42:25, í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í gær. Sunna Guðrún tognaði á ökkla nokkrum dögum fyrir leik og varð að sitja yfir. Hún...

Sigvaldi og Janus höfðu betur í Íslendingaslag

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk og Janus Daði Smárason þrjú mörk fyrir Kolstad í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Kolstad vann annað norskt lið, Drammen, 29:21, í síðari viðureign...
- Auglýsing -

Myndskeið: Rakel Sara innsiglaði fyrsta sigur Volda

Nýliðar Volda, með fimm Íslendinga innanborðs, unnu sinn fyrsta leik í dag þegar flautað var til leiks norsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki. Volda, sem kom upp úr 1. deild í vor, hafði betur gegn öðru Íslendingatengdu liði, Fredrikstad Bkl, 23:21,...

Jakob fékk skell í fyrsta leik

Jakob Lárusson mátti horfa upp á lið sitt, Kyndil, steinliggja með 16 marka mun fyrir H71 i meistarakeppninni í færeyska kvennahandboltanum í dag, 38:22. Meistarar H71 voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:12. Leikurinn fór fram...

Þýskaland: Arnór Þór byrjaði leiktíðina á sigri

Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark þegar lið hans Bergischer HC vann GWD Minden í Minden í dag í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, 28:25. Andri Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Stuttgart þegar liðið steinlá í heimsókn til...
- Auglýsing -

Myndskeið: Ólafur skaut Zürich í aðra umferð

Ólafur Andrés Guðmundsson skaut svissneska liðinu GC Amicitia Zürich áfram í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag. Hann skoraði sigurmarkið sem reið baggamuninn þegar upp var staðið í níu marka sigri á heimavelli, 32:23, á pólska...

Ómar og Gísli byrjuðu titilvörnina á sigri

Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg hófu titilvörnina í dag með öruggum sigri á nýliðum ASV Hamm-Westfalen á heimavelli, 31:23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu að vanda...

Óskabyrjun hjá Viktori Gísla með Nantes

Óhætt er að segja að landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hafi fengið draumabyrjun með nýjum samherjum í gær þegar lið hans, Nantes, vann meistarakeppnina í Frakklandi. Viktor Gísli og félagar unnu stórlið PSG með fjögurra marka mun, 37:33, eftir að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -