- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fengu skell í heimsókn til meistaranna

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo fengu skell í kvöld er þeir sóttu meistaralið THW Kiel heim. Meistararnir léku við hvern sinn fingur og fengu leikmenn ekki við neitt ráðið. Lokatölur 32:19 fyrir Kiel eftir að liðið var...

Betri er hálfur skaði en allur

Betri er hálfur skaði en allur. Það má e.t.v. segja um annað stigið sem Daníel Þór Ingason og félagar í Balingen kræktu í á síðustu sekúndum viðureignar sinnar við GWD Minden í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í þýsku 1....

Óðinn Þór fór á kostum í kveðjuleiknum

Óðinn Þór Ríkharðsson virðist kunna vel við sig í keppnistreyju Gummersbach því annan leikinn í röð fór hann á kostum með liðinu þegar það vann Coburg, 37:35, í þýsku 2. deildinni í handknattleik á útivelli í dag. Ef...
- Auglýsing -

Janus Daði er óðum að nálgast fyrri styrk

Janus Daði Smárason er óðum að nálgast sitt besta leikform ef marka má frammistöðu hans í dag með Göppingen þegar liðið vann TVB Stuttgart í viðureign keppinautanna í suður Þýskalandi, 34:32. Sé svo eru það afar jákvæð tíðindi fyrir...

Eftir 27 leiki í röð kom að tapinu

Eftir 27 leiki í röð án taps, þar af 16 í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð, þá máttu leikmenn SC Magdeburg sætta sig við tap í dag í heimsókn sinni til Flensburg sem hefur verið á gríðarlegu skriði...

Tuttugu ára gömul mynd í tilefni dagsins

Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er í Þýskalandi þessa dagana þar sem hann verður m.a. áhorfandi á viðureign Göppingen og Stuttgart í þýsku 1. deildinni í dag. Rúnar lék með Stuttgart frá 1998 til 2000.Sonur Rúnars, Andri Már, gekk til liðs...
- Auglýsing -

Þórir er einn af eftirlætis leikmönnum forseta Kielce

Hollenski kaupsýslumaðurinn Bertus Servaas hefur í tvo áratugi verið forseti pólska stórliðsins Vive Kielce sem hefur verið eitt fremsta handknattleikslið Evrópu síðasta áratuginn eða rúmlega það. Servaas er óspar að viðra skoðanir sína á samfélagsmiðlinum Twitter, svara stuðningsmönnum og...

Molakaffi: Arnar Birkir, Sveinbjörn, Anton, Hannes Jón, Poteko

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark er lið hans, EHV Aue,  vann TV Emdetten, 26:24, á útivelli í gærkvöldi í þýsku 2. deildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli  Emsdetten. Arnar Birkir átti fjórar stoðsendingar.  Sveinbjörn Pétursson var...

Gefa ekkert eftir

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar kvika hvergi. Þeir gefa ekkert eftir í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknatttleik. Í kvöld unnu þeir sinn sextánda leik í röð í deildinni er þeir lögðu HSV Hamburg, 34:26, á...
- Auglýsing -

Framlengir fram yfir ÓL 2024

Alfreð Gíslason hefur framlengt saming sinn við þýska handknattleikssambandið um þjálfun karlalandsliðsins fram yfir Ólympíuleikana sem fram eiga að fara í París árið 2024. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti þetta í hádeginu. Fyrri samningur Alfreðs um þjálfun landsliðsins átti að renna...

Myndskeið: Flugeldaskot Teits Arnar vekur athygli

Sannkallað flugeldaskot Teits Arnar Einarsson, landsliðsmanns og leikmanns Flensburg í Þýskalandi í leik Flensburg og Melsungen í þýsku 1. deildinni hefur vakið mikla athygi og það ekki að ástæðulausu þar sem einstakt bylmingsskot er um að ræða.Markið má...

Óðinn Þór var markahæstur í stórsigri á heimavelli

Óðinn Þór Ríkharðsson stimplaði sig hressilega inn í þýsku 2. deildina í kvöld þegar hann skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í stórsigri liðsins á Ferndorf á heimavelli, 42:25. Ekkert markanna skoraði hann úr vítakasti en eitt slíkt missti marks...
- Auglýsing -

Teitur Örn hafði betur gegn frænda

Frændurnir, Selfyssingarnir og landsliðsmennirnir Teitur Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu fimm mörk hvor þegar lið þeirra, Flensburg og Melsungen, mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld í Flensburg. Teitur Örn og félagar höfðu betur, 27:24....

Smitum fjölgar hjá dönsku meisturunum

Í það minnsta fimm leikmenn danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold hafa smitast af covid sem fer nú sem eldur í sinu um Danmörku eins og fleiri lönd. Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni síðdegs.Þar kemur fram að Sebastian Barthold...

Stoltur og ánægður að vera valinn

„Auðvitað er ég bara stoltur og ánægður að vera valinn,“ sagði Elvar Ásgeirsson, handknattleiksmaður Nancy í Frakklandi og eini leikmaðurinn í 20-manna EM landsliðshópnum sem valinn var í gær sem hefur ekki leikið með A-landsliðinu. Elvar mun þar með...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -