- Auglýsing -

Molakaffi: Ágúst , Elvar, Arnar, Sveinn, Evangelista, Grétar, Darri, Tumi, Sveinn, Hafþór

Ágúst Elí Björgvinsson í keppnistreyju Ribe Esbjerg. Mynd/Ribe Esbjerg
  • Ágúst Elí Björgvinsson varði níu skot, 29%, þann tíma sem hann stóð á milli stanganna í marki Ribe-Esbjerg í gær gegn Skjern í dönsku  úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Skjern og  unnu heimamenn með tveggja marka mun, 30:28.
  • Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Ribe-Esbjerg. Arnar Birkir Hálfdánsson hafði sig lítið í frammi. Sveinn Jóhannsson var í leikmannahópi Skjern en lék ekkert með.  Skjern er í fjórða sæti deildarinnar með átta stig að loknum sex leikjum. Ribe-Esbjerg er stigi á eftir. 

  • Emanuel Evangelista, markvörður Harðar, lék í fyrsta sinn með liðinu þegar það sótti ÍR heim í Skógarsel í Olísdeild karla í handknattleik í fyrrakvöld og tapaði með minnsta mun, 35:34. Hann er um leið fyrsti brasilíski handknattleiksmaðurinn til þess að taka þátt í leik á Íslandsmótinu í handknattleik karla. 
  • Grétar Ari Guðjónsson varði 10 skot, þar af var eitt vítakast, 23%, þegar lið hans Sélestat tapaði fyrir US Ivry í slag nýliðanna í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli Ivry í París.
  • Darri Aronsson er ekki byrjaður að leika með Ivry eftir meiðsli. Sélestat og Istres eru án stiga í tveimur neðstu sætum frönsku 1. deildarinnar að loknum fjórum leikjum. Ivry er hinn bóginn með fjögur stig. 

  • Tumi Steinn Rúnarsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem hann varð fyrir áður en keppnistímabilið hófst. Hann var þar af leiðandi ekki með góðum sigurleik Coburg í gær þegar liðið mætti Eintracht Hagen, 33:28, á heimavelli Hagen. Coburg hefur farið vel af stað og er með sex stig eftir fimm leiki í sjötta sæti.
  • Enn gengur ekki sem best hjá Empor Rostock í þýsku 2. deildinni. Liðið tapaði sínum fimmta leiknum í gærkvöld þegar Nordhorn kom í heimsókn til hafnarborgarinnar og vann með níu marka mun, 31:22. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 17:17. Sveinn Andri Sveinsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu fyrir Empor Rostock. Hafþór Már Vignisson náði ekki að skora en átti eina stoðsendingu. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -