Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sjö mörk og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur þegar Skövde vann baráttusigur á Kristianstad, 33:32, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærdag. Skövde situr í fjórða sæti deildarinnar með...
Ágúst Elí Björgvinsson átti stórleik í marki KIF Kolding þegar liðið náði að velgja meisturum Aalborg Håndbold hressilega undir uggum á heimavelli í dag og var ekki langt frá öðru stiginu þegar upp var staðið. Álaborgarliðið vann með eins...
Bjarki Már Elísson heldur áfram að fara á kostum með þýska liðinu Lemgo. Hann átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar bikarmeistarar Lemgo tryggðu sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með sigri á Melsungen, 28:24, á heimavelli í átta...
Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu hjá SC Magdeburg í dag þegar liðið vann stórsigur á Bergischer HC, 38:25, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gísli Þorgeir skoraði átta mörk í 12 skotum og átti tvær...
Þegar Elvar Ásgeirsson samdi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg fyrir helgina var rifjað upp að í gegnum tíðina hafa nokkrir íslenskir handknattleiksmenn leikið með sameinuðu liði félaganna og öðrum forvera þess Ribe HK. Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari...
Þýsku tvíburarnir Christian og David Hannes dæma viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna á Ásvöllum í dag. Bræðurnir eru þrítugir og dæma kappleiki í efstu deildum Þýskalands. Þeir hafa verið dómarar á vegum EHF í...
Noregsmeistarar Elverum innsigluðu í kvöld meistaratitilinn 2022 með níu marka sigri á Halden á útivelli, 34:25. Þar með hefur liðið unnið alla 22 leiki sína í deildinni á keppnistímabilinu í úrvalsdeild karla og jafnað eigið félagsmet.Elverum er þar með...
Elvar Ásgeirsson lék afar vel fyrir Nancy sem krækti í langþráð stig á útivelli í heimsókn sinni til Nimes, 29:29, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Úrslitin eru ekki síst athyglisverð fyrir þá staðreynd að Nancy er með sex...
Eftir að hafa verið valinn maður leiksins í síðasta deildarleik GOG fékk Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, tækifæri til þess að byrja í marki liðsins í kvöld þegar GOG sótti Lemvig heim á Jótland.Viktor Gísli þakkaði traustið og fór á...
Eitt átta marka Teits Arnar Einarssonar fyrir Flensburg gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í vikunni er í hópi þeirra fimm glæsilegustu sem skoruð voru í 13. umferð keppninnar sem fram fór í gærkvöld og í fyrrakvöld.Teitur Örn sýnir á...
Landsliðsmaðurinn Elvar Ásgeirsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg til tveggja ára. Samningurinn tekur gildi í sumar en um leið losnar Elvar undan samningi við franska liðið Nancy. Hann nýtti sér nýverið uppsagnarákvæði í samningi sínum en ár var...
Haukur Þrastarson og samherjar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce halda efsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þrátt fyrir tveggja marka tap, 35:33, fyrir Veszprém í Ungverjalandi í gærkvöld.Haukur skoraði tvö mörk í leiknum og átti eina stoðsendingu. Sigvaldi...
Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn á keppnistímabilinu með Lemgo í gærkvöld þegar hann skoraði níu mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Lemgo vann Hannover-Burgdorf, 31:27, á útivelli. Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.Elvar Örn Jónsson skorað sex...
Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við þýska 2. deildarliðið EHV Aue. Félagið greinir frá þessu og segir að þar með sé ljóst að hinn 33 ára gamli þrautreyndi markvörður verði í herbúðum liðsins fram...
Félagarnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru klæddir og komnir á ról í Búkarest í Rúmeníu þar sem þeirra bíður það verkefni síðar í dag að dæma viðureign Dinamo Búkarest og franska stórliðsins PSG í B-riðli Meistaradeildar Evrópu...