Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Er í sóttkví í Zaporozhye

Allir leikmenn auk þjálfarateymis úkraínsku meistaranna Motor Zaporozhye er komnir í sóttkví eftir að smit kom upp í hópnum fljótlega eftir viðureign liðsins við ungverska liðið Veszprém í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Meðal þeirra sem er í sóttkví...

Molakaffi: Annað tap í Sviss, óheppni með drátt og gamansemi

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar í Kadetten Schaffhausen töpuðu í fyrrakvöld fyrir HSC Suhr Aarau, 27:25, í sjöundu umferð svissnesku 1. deildarinnar í handknattleik en leikið var í Aarau. Þetta var annað tap Kadetten í deildinni það sem af er...

„Vorum algjörir klaufar“

„Við vorum algjörir klaufar í kvöld,“ sagði Aron Dagur Pálsson, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Alingsås, þegar handbolti.is heyrði í honum í kvöld eftir að lið hans gerði jafntefli á heimavelli við Redbergslid, 26:26, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir...

Markakóngurinn heldur uppteknum hætti

Bjarki Már Elísson hefur svo sannarlega tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar keppni í þýsku 1. deildinni í handknattleik var slaufað í vor. Hann var þá markhæsti leikmaður deildarinnar og eftir þrjár umferðir á einni viku...

Þjálfari Íslendinga látinn taka pokann sinn

Kent Ballegaard, sem þjálfað hefur danska úrvalsdeildarliðið Vendsyssel sem Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir leika með, var látinn taka pokann sinn í dag. Vendsyssel kom upp í dönsku úrvalsdeildina í vor og hefur aðeins hlotið eitt stig í...

Loksins fer allt á fulla ferð

Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu Bayer Leverkusen hafa aðeins leikið tvo leiki í deildinni fram til þessa meðan flest liðin náðu að leika fjórum sinnum áður hlé var gert rétt fyrir mánaðarmót vegna landsliðsviku. Ekki...

Ólafur hamraði inn áfanga – myndskeið

Hafnfirðingurinn Ólafur Andrés Guðmundsson náði þeim áfanga í gærkvöld að skora sitt 1200. mark fyrir sænska handknattleiksliðið IFK Kristianstad í sigurleik liðsins á Helsingborg á heimavelli, 28:27. Markið var eitt þriggja sem Ólafur Andrés skoraði í leiknum og með...

Máttu bíta í súra eplið

Það gekk ekki eins og best var á kosið hjá liðum íslenskra handknattleiksmanna í sjöundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þurftu leikmenn þeirra að bíta í það súra epli að tapa sínum viðureignum. SönderjyskE, sem Sveinn Jóhannsson leikur með,...

Tólf íslensk mörk í bikarnum

Drammen komst auðveldlega áfram í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Viking frá Stavangri, 35:21, í Drammen. Auk Drammen eru Elverum, Arendal og Nærbo örugg um sæti í undanúrslitum sem fram fara helgi eina...

Íslendingar áfram á toppnum

IFK Kristianstad heldur sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld vann liðið þó nauman sigur á Helsingborg á heimavelli, 28:27, í hörkuleik. Hinsvegar dugði stórleikur markvarðarins Daníels Freys Andréssonar Guif liðinu ekki til sigurs á...
- Auglýsing -
- Auglýsing -