Grétar Ari Guðjónsson varði 12 skot og var með 31% hlutfallsmarkvörslu þegar lið hans Nice tapaði með minnsta mun, 28:27, fyrir Pontault í frönsku B-deildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Pontault var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11....
Leikmenn Íslendingaliðsins IFK Kristianstad fögnuðu öðrum sigri sínum í vikunni í kvöld þegar liðið lagði IFK Ystads á heimavelli, 26:22. Gestirnir voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:9. Kristianstad er eftir sem áður í sjöunda sæti deildarinnar með...
Elvar Örn Jónsson og samherjar i Skjern mörðu sigur á næst neðsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar, Ringsted, í kvöld á heimavelli, 30:29, og sitja áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 23 stig að loknum 20 leikjum. Skjern hefur átt erfitt...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í MT Melsungen fögnuðu sigri á heimavelli í gærkvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir lögðu Leipzig á heimavelli, 31:28, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 14:12.Melsungen náði að snúa...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk í fimm skotum í gærkvöld fyrir Vive Kielce þegar liðið vann fyrra lið hans, Elverum, 39:29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kielce fór í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liðið hefur 17...
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik og markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð hefur framlengt samning sinn við Lemgo til eins árs, fram til loka júní 2022.Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Bjarki Már...
Staffan „Faxi“ Olson þykir líklegur til að taka við þjálfun sænska handknattleiksliðsins IFK Kristianstad fyrir næsta tímabil. Með Kristianstad leika m.a. Íslendingarnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.Ulf Larsson tók tímabundið við þjálfun Kristianstad rétt fyrir jól eftir að...
Anita Görbicz hefur verið ráðin íþróttastjóri ungverska handknattleiksliðsins Györ. Görbicz er ein fremsta handknattleikskona síðustu tveggja áratuga og alla tíð leikið með uppeldisfélagi sínu, Györ. Hún ætlar að leggja skóna á hilluna í vor og tekur þá við starfi...
Aron Pálmarsson lék ekki með Barcelona í kvöld þegar liðið slapp fyrir horn í kvöld með stigin tvö í viðureign við franska liðið Nantes á heimavelli. Frakkarnir veittu harða mótspyrnu og það var ekki fyrr en að leiktíminn var...
Leikmenn Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, máttu bíta í súra eplið í kvöld og tapa með eins marks mun fyrir Grosswallstadt á heimavelli, 29:28, í hnífjöfnum og spennandi leik. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.Elliði Snær...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik, svo ekki sé fastara að orði kveðið, í kvöld þegar lið hennar, Vendsyssel sótt Randers heim í 22. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Elín Jóna fór hreinlega hamförum í markinu og varði 21...
„Þetta var talsvert líkara okkar hefðubundnu spilamennsku í dag. Við spiluðum hörku vörn allan tímann og fengum góða vörslu. Við getum allavega verið nokkuð sáttari með okkar framlag í dag en það er afar svekkjandi að hafa ekki fengið...
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er að sækja í sig veðrið eftir að hafa meiðst á ökkla á æfingu með félagsliði sínu, PAUC-Aix í Frakklandi, fyrir um hálfum mánuði.„Ég var einmitt á fyrstu handboltaæfingunni minni í gær eftir...
„Batinn hefur verið mjög hægur hjá mér, miklu hægari en ég átti von á,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson, handknattleiksmaður við handbolta.is í morgun. Bjarni Ófeigur, sem gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Skövde frá FH í lok nóvember, glímir...
Daníel Freyr Andrésson náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans Guif frá Eskilstuna tapaði fyrir Ystads IF, 32:29, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Daníel Freyr varði eitt skot áður en hann var kallaður af...