Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik átti sannkallaðan stórleik í kvöld þegar hann skoraði 13 mörk og átti fimm stoðsendingar er SC DHfK Leipzig vann Bergischer HC á heimavelli, 33:22. Þrjú markanna skoraði Viggó frá vítapunktinum þar sem hann geigaði...
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er sagður ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Skanderborg AGF í sumar samkvæmt heimildum Århus Stiftstidende. Þar kemur ennfremur fram að Donni sé í heimsókn hjá félaginu og hafi m.a. verið á meðal áhorfenda...
Dagur Sigurðsson var í morgun ráðinn landsliðsþjálfari Króata í handknattleik karla til næstu fjögurra ára. Hans fyrsta verkefni verður að tryggja króatíska landsliðinu sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar í forkeppni sem fram fer í Hannover í Þýskalandi 14....
Róbert Sigurðarson skoraði eitt mark fyrir Drammen þegar liðið vann Viking TIF, 41:27, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram í Drammen. Róbert er fyrst og fremst lykilmaður í vörn Drammen-liðsins en bregður sér stöku sinnum...
Kapphlaup Handball Tirol og Alpla Hard um efsta sæti austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik karla heldur áfram en eins stigs munur er á liðunum eftir 17. umferð í gærkvöld þegar bæði lið unnu andstæðinga sína. Hannes Jón Jónsson og...
Formlega verður tilkynnt um ráðningu Dags Sigurðssonar í starf landsliðsþjálfara Króata í handknattleik karla á morgun. Króatíska handknattleikssambandið hefur boðað til fréttamannafundar rétt fyrir hádegið. Fyllyrt er í króatískum fjölmiðlum í kvöld að Dagur hafi þegar skrifað undir fjögurra...
Sænska handknattleiksliðið HF Karlskrona, sem um þessar mundir hefur miklar tengingar við íslenska handknattleiksmenn, er áfram á hættusvæði í sænsku úrvalsdeildinni í karlaflokki. Í gærkvöldi tapaði HF Karlskrona fyrir Alingsås HK á heimavelli, 26:23, eftir að hafa verið yfir,...
Elvar Ásgeirsson var atkvæðamestur hjá Ribe-Esbjerg með sex mörk og fjórar stoðsendingar í tapleik gegn Mors-Thy, 34:30, á útivelli í gærkvöld. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður, var í leikmannahópi Ribe-Esbjerg en kom ekkert inn á leikvöllinn.Mors-Thy hafði sjö marka forskot...
Kristján Halldórsson var eftirlitsmaður á viðureign Skjern og IK Sävehof í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik sem fram fór í Skjern á Jótlandi í gærkvöld. IK Sävehof vann leikinn með eins marks mun, 29:28. Tryggvi Þórisson var...
Orri Freyr Þorkelsson fór öðru sinni á einni viku á kostum með Sporting Lissabon í kvöld þegar liðið lagði efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin í annað sinn í röð í riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik, 32:28,...
Þriðja og næst síðasta umferð riðakeppni 16-liða úrslita Evrópubikarkeppni karla í handknattleik fór fram í kvöld. Síðasta umferðin verður háð eftir viku. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í leikjum kvöldsins.1.riðill:Hannover-Burgdorf - RN-Löwen 24:32 (13:15).- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari H....
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Industria Kielce þegar liðið vann Gwardia Opole, 40:24, á útivelli í 22. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær en leikið var á heimavelli Gwardia Opole. Kielce er í öðru sæti deildarinnar með...
„Álaborgarliðið hefur verið að vinna að því hörðum höndum að komast upp í úrvalsdeildina á nýjan leik eftir að hafa fallið niður covidvorið þegar ekki var hægt að ljúka deildarkeppninni. Ég er gríðarlega stolt yfir að vera hluti af...
Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar, Kristianstad HK, tapaði fyrir Önnereds, 33:30, í leiknum um bronsverðlaunin í sænsku bikarkeppninni í handknattlek í gær. Sävehof varð bikarmeistari, lagði H 65 Höör, 33:26, í úrslitaleik. Liðsmenn Hannesar Jóns Jónssonar...
Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans í Flensburg-Handewitt voru óheppnir að hreppa ekki bæði stigin í dag þegar þeir tóku á móti efsta liði þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, Füchse Berlin, á heimavelli. Lasse Bredekjær Andersson jafnaði metin fyrir...