Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Elvar fór á kostum og tryggði sigur á meisturunum

Elvar Ásgeirsson átti stórleik í kvöld með Ribe-Esbjerg þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Danmerkurmeistara tveggja síðustu ára, GOG, 34:33, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Elvar skoraði m.a. tvö síðustu mörk liðsins í Blue Water Dokken,...

Tvær landsliðskonur á meðal 20 markahæstu

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru á meðal 20 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknum átta umferðum. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramótsins sem hefst undir lok mánaðarins og þráðurinn...

Molakaffi: Ólafur, Sveinbjörn, Dagur, Ásgeir, Róbert, Elías, Dana, Donni

Ekki gekk rófan í fyrsta leik EHV Aue undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar liðið mætti TuS Vinnhorst á heimavelli í gær í viðureign tveggja neðstu liða 2. deildar þýska handboltans í karlaflokki. Vinnhorst vann með fimm marka mun, 28:23,...
- Auglýsing -

Magdeburg tyllti sér á toppinn á heimavelli

Stórlið SC Magdeburg settist í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í framhaldi af öruggum sigri á Eisenach, 38:31, á heimavelli í dag. Á sama tíma tapaði Füchse Berlin í heimsókn til THW Kiel og hefur þar...

Orri Freyr hrósaði sigri í borgarslag í Lissabon

Orri Freyr Þorkelsson hrósaði sigri með samherjum sínum í Sporting Lissabon á Benfica í uppgjöri stórliðanna og erkifjendanna í Lissabon í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik karla í gær, 36:29. Leikurinn fór fram á heimavelli Benfica en með liðinu...

Molakaffi: Guðmundur, Einar, Sigvaldi, Berta, Örn, Haukur, Hannes

Sebastian Frandsen átti enn einn stórleikinn í marki Fredericia í gær þegar liðið lagði Bjerringbro/Silkeborg, 31:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Frandsen varði 16 skot, þar af tvö vítaköst, sem lagði sig út í 46% hlutfallsmarkvörslu. Einar Þorsteinn Ólafsson...
- Auglýsing -

Viktor Gísli átti stórleik

Frábær frammistaða Viktors Gísla Hallgrímssonar og framúrskarandi varnarleikur færði Nantes sigur á Nimes, 26:21, í frönsku 1. deildinni í handknattleik karla í kvöld. Viktor Gísli varði 11 skot, 36%, í leiknum er sagður hafa riðið baggamuninn fyrir liðið að...

Møller lokaði markinu – Teitur Örn skoraði tvisvar

Flensburg fór upp að hlið MT Melsungen í þriðja til fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í kvöld með öruggum sigri á Rhein-Neckar Löwen, 33:25, í Flens-Arena. Kevin Møller landsliðsmarkvörður Dana fór á kostum í marki Flensburg...

Óðinn Þór markahæstur í 11. sigurleiknum

Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsmenn svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhasuen slá ekki slöku við í titilvörninni. Þeir unnu í kvöld sinn 11. leik í deildinni á tímabilinu þegar liðsmenn BSV Bern voru sigraðir í höfuðborginni. Lokatölur 34:27 eftir að tvö...
- Auglýsing -

Sandra var markahæst á vellinum

Sandra Erlingsdóttir kemur í frábæru formi til móts við íslenska landsliðið í handknattleik á morgun þegar hún kemur til landsins. Hún átti alltént stórleik í kvöld með TuS Metzingen í öruggum sigri liðsins á HSG Bad Wildungen Vipers í...

Tíundi sigurinn hjá landsliðsmarkverðinum

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og samherjar hennar í EH Aalborg unnu Ejstrup/Hærvejen, 38:31, í næst efstu deild danska handknattleiksins í dag. EH Aalborg hefur þar með 20 stig að loknum 10 leikjum og er efst í deildinni þegar hlé...

Molakaffi: Jóhanna, Aldís, Katrín, Tumi, Hákon, þrír í Minden, Grétar, Heiðmar, Tryggvi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu þegar lið hennar, Skara HF, vann stórsigur á Lugi, 36:24, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Lundi, heimavelli Lugi. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk og...
- Auglýsing -

Svavar og Sigurður dæma á Spáni – Guðjón og Kristján fara til Jótlands

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson leggja land undir fót eftir helgina og leggja leið sína til Logrono á Spáni. Þar suður frá bíður þeirra það verkefni að dæma viðureign BM Logrono La Rioja og serbneska liðsins...

Molakaffi: Halldór, Arnór, Harpa, Thelma, Alfreð, Axel, Ribera, Nergaard, Kraft

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Nordsjælland hafði betur gegn Arnóri Atlasyni og liðsmönnum Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 34:24. Leikurinn fór fram í Holstebro. Nordsjælland hefur þar með komið sér upp í 10. sæti deildarinnar með 10...

Fimmti sigurinn á rúmri viku hjá Magdeburg

Nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða í handknattleik og ríkjandi Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu danska meistaraliði GOG, 35:27, á heimavelli í kvöld í sjöundu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Þetta var fimmti leikur Magdeburg á níu dögum og um leið fimmti sigurinn. Með...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -