Valsarar höfðu betur í æfingaleik við nýliða Olísdeildar karla, HK, í handknattleik karla í Origohöllinni í kvöld, 26:22, eftir að hafa verið með sjö marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:9.
Valur var með talsverða yfirburði í fyrri hálfleik...
FH-ingar unnu ÍBV í fyrsta opinbera kappleik Arons Pálmarssonar fyrir Hafnarfjarðarliðið í 14 ár nokkuð örugglega í Kaplakrika í kvöld í Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla. Lokatölur voru 37:31 en tveimur mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 17:15....
ÍR leikur um þriðja sætið á Ragnarsmóti karla í handknattleik eftir að hafa lagt Víking, 39:37, í hröðum og fjörugum leik í Sethöllinni í kvöld.
Ekki verður ljóst fyrr en annað kvöld hvaða lið verður andstæðingur ÍR-inga um bronsverðlaunin...
ÍBV mætir HB Red Boys frá Differdange í Lúxemborg í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki og fara leikir liðanna fram upp úr miðjum október.
Rauðu strákarnir hafa einu sinni áður leikið gegn íslensku liði í Evrópukeppni; gegn Val í Evrópukeppni...
Magnús Stefánsson tók við þjálfun karlaliðs ÍBV í handknattleik í sumar. Um er ræða frumraun Magnúsar sem aðalþjálfara meistaraflokks en hann hefur verið viðloðandi þjálfun undanfarin ár eftir að keppnisskórnir voru lagðir til hliðar. M.a. var Magnús aðstoðarmaður Erlings...
Áfram verður leikið í dag á æfingamótunum tveimur, Hafnarfjarðarmótinu og Ragnarsmótinu í kvöld. Einn leikur er á dagskrá á hvoru móti. ÍBV leikur síðari leik sinn á Hafnarfjarðarmótinu, mætir FH klukkan 17.30 í Kaplakrika.
Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum,...
Tryggvi Sigurberg Traustason tryggði Selfossi annað stigið gegn KA í viðureign liðanna á Ragnarsmóti karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 26:26. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu. KA var marki yfir eftir fyrri hálfleik,...
Vinstri hornamaðurinn Friðrik Hólm Jónsson hefur snúið á ný heim til ÍBV eftir eins árs veru í herbúðum ÍR-inga. Frá þessu segir í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍBV í kvöld. Friðrik Hólm kemur til með að hlaupa í skarðið fyrir Janus...
Að loknum frídegi á Ragnarsmóti karla í handknattleik í gær verður keppni framhaldið í kvöld með tveimur viðureignum í Setöhöllinni á Selfossi. Selfoss, KA og ÍR mæta til leiks í fyrsta sinn á mótinu. Gróttumenn leika öðru sinni en...
Óttast er að Guðmundur Ástþórsson, leikmaður Hauka, hafi meiðst illa á vinstri öxl þegar um fimm mínútur voru til leiksloka í viðureign Hauka og ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Sé svo er um reiðarslag að...
Þunnskipað lið ÍBV vann Hauka, 30:27, í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld. Magnús Stefánsson nýr þjálfari ÍBV tefldi fram 12 leikmönnum, þar af nokkrum lítt reyndum, í frumraun sinn með liðið í opinberum kappleik...
Hið árlega Hafnarfjarðarmót í handknattleik karla hefst í síðdegis í Kaplakrika í Hafnarfirði. Aðeins þrjú lið taka þátt í mótinu í ár en til stóð að fjögur lið reyndu með sér. Eitt þeirra, Hörður á Ísafirði, heltist úr lestinni...
Grótta vann Víking í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 28:25, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:8.
Ekkert varð af Suðurlandsslag
Til stóð að Selfoss og ÍBV riðu á vaðið...
Eftir vel heppnað Ragnarsmót í handknattleik kvenna í síðustu viku þá hefst Ragnarsmótið í karlaflokki í kvöld í Sethöllinni á Selfossi. Sex lið eru skráð til leiks en fjögur þeirra verða í eldlínunni í kvöld. Þátttökulið eru Grótta, ÍBV,...
Stjarnan lagði Gróttu nokkuð örugglega í annarri umferð UMSK-móts karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag, 33:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir eftir jafnan fyrri hálfleik, 16:14.
Stjarnan og Afturelding leika þar með til úrslita...