Jón Bjarni Ólafsson línu- og varnarmaður FH í handknattleik karla hefur hannað og sett upp síðuna leikjaplan.is. Þar er á einfaldan hátt hægt að sjá hvaða leikir standa fyrir dyrum í Olísdeildum karla og kvenna og Grill 66-deildum karla...
Frétttilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands vegna breytinga á útsendingum frá Íslandsmótinu í handknattleik.„Handknattleikssamband Íslands boðar umbyltingu varðandi upptökur og útsendingar frá deildarkeppnum í íslenskum handknattleik í nánustu framtíð þar sem nýjasta, stafræna tækni er nýtt til hins ítrasta í nánu samstarfi við...
Fréttatilkynning frá Símanum vegna útsendinga frá Íslandsmótinu í handknattleik.HSÍ og Síminn hafa tekið höndum saman og mun Síminn verða tæknilegur samstarfsaðili HSÍ svo hægt sé að njóta Olís deildarinnar í handbolta heima í stofu eða í snjalltækjum um allt...
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslandsmeistara Vals verður ekki við stjórnvölin á laugardaginn þegar Íslandsmeistararnir taka þá móti Fram í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Ágúst Þór „fór undir gaffalinn“ eins og hann segir sjálfur, þar sem lagfærður var liðþófi...
Skarð er fyrir skildi hjá nýliðum Aftureldingar í Olísdeild kvenna. Sylvía Björt Blöndal, markadrottning Grill 66-deildar kvenna á síðustu leiktíð er flutt til Danmerkur þar sem hún leggur stund á meistaranám við háskóla.Sylvía Björt gekk til liðs við Aftureldingu...
Íslandsmeistarar Vals bera höfuð og herðar yfir önnur lið og verða í efsta sæti Olísdeildar kvenna að lokinni leiktíðinni næsta vor, gangi spá forráðamanna liðanna í deildinni eftir. Valur mun hafa nokkra forystu. Haukum, undir stjórn Stefáns Arnarsonar, er...
Handbolti.is heldur skrá yfir helstu félagaskipti meðal handknattleiksfólks sem greint hefur verið frá á síðustu mánuðum og vikum, jafnt innan lands sem utan.Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagaskiptum á meðal handknattleikskvenna og félög hafa staðfest...
„Á köflum var þetta ágætur leikur en það er einnig ljóst að bæði lið eiga eftir að verða betri þegar á tímabilið líður. Margir leikmenn beggja liða eru meiddir og voru ekki með að þessu sinni,“ sagði Ágúst Þór...
„Ég mæti á eina og eina æfingu til þess að fá útrás og svo ég sé ekki með læti heima,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fyrrverandi landsliðskona glöð í bragði í samtali við handbolta.is í gær eftir að hún lék...
Valur vann ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik kvenna í Origohöllinni í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Í Meistarakeppninni mætast Íslands- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar og slá tóninn fyrir komandi keppnistímabili....
Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin markar upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Framundan er annasamt tímabil þar sem...
Handknattleikskonan efnilega hjá Fram, Dagmar Guðrún Pálsdóttir, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Dagmar Guðrún, sem er 17 ára örvhent skytta, hefur leikið með Fram frá því hún var 12 ára og er margfaldur Íslandsmeistari með...
Handknattleikskonan Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu í Olísdeildinni og Poweradebikarnum á komandi leiktíð sem er á næstu grösum. Kristín Aðalheiður er uppalin hjá KA/Þór og...
Stjarnan skoraði fimm síðustu mörkin gegn Gróttu í viðureign liðanna í UMSK-bikar kvenna í handknattleik í TM-höllinni í kvöld og tryggði sér þar með sigur í leiknum, 26:23, og um leið annað sætið á mótinu.Elísabet Millý Elíasardóttir var...
Ingunn María Brynjarsdóttir, markvörður hefur framlengt samning sinn við Fram til ársins 2025. Ingunn er án efa ein af efnilegri markvörðum landsins og vakið verðskuldaða athygli með yngri liðum Fram og unglingalandsliðunum á síðustu árum. Hún var m.a. U17...