Olís kvenna

- Auglýsing -

„Ég lét bara vaða“

„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég bjóst ekki við því að skora. Ég hugsaði bara um að kasta ekki í höfuðið á Haukunum. Ég lét bara vaða,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is eftir að...

Sigurmark Aldísar Ástu skaut KA/Þór áfram

Aldís Ásta Heimisdóttir sá til þess að KA/Þór sendi Hauka í sumarfrí í dag þegar hún tryggði liðinu sigur, 24:23, með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti. Hún kastaði boltanum á milli handa varnarmanna Hauka sem...

Vonumst eftir stuðningi heima á þriðjudaginn

„Við ætlum að selja okkur dýrt eftir tapið fyrir tveimur dögum þegar Stjörnuliðið lék frábærlega í Eyjum. Við fórum vel yfir okkar mál fyrir viðureignina í dag og tókst svo sannarlega að snúa við blaðinu,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir...
- Auglýsing -

Varð mjög erfitt hjá okkur

„Upphafskaflinn í dag var ekkert ósvipaður og var í leiknum í Eyjum á fimmtudaginn. Það var jafnt fyrstu tíu mínúturnar. Eftir það fóru þær fram úr okkur meðan við komumst yfir í leiknum í Vestmannaeyjum. Svo var síðari hálfleikur...

Oddaleikur framundan eftir stórsigur ÍBV

ÍBV tryggði sér oddaleik á heimavelli á þriðjudaginn með afar öruggum sigri á Stjörnunni, 33:24, í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í TM-höllinni í dag. Hvort lið hefur þar með einn vinning og úrslit leiksins...

Dagskráin: Sumarfrí eða fleiri leikir – baráttan hefst í umspilinu

Áfram heldur úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. ÍBV sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ klukkan 16. Stjarnan vann öruggan sex marka sigur í fyrsta leiknum í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 28:22, og endurtaki hún leikinn á heimavelli...
- Auglýsing -

Mörðu sigur í fyrstu viðureign

ÍR marði FH, 28:27, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í kvöld en leikið var í Austurbergi. FH átti þess kost að jafna metin undir lokin en tókst óhönduglega til með síðustu...

HK fór vel af stað

HK vann öruggan sigur á Gróttu í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímbili, 31:21. Leikið var í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Liðin mætast á nýjan leik í Kórnum á sunndagskvöldið og vinni...

Myndasyrpa: KA/Þór – Haukar, 30:27

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hófst af krafti í gær með tveimur leikjum. Annarsvegar vann Stjarnan öruggan sigur á ÍBV, 28:22, í Vestmannaeyjum og hinsvegar unnu Íslandsmeistarar KA/Þórs lið Hauka með þriggja marka mun, 30:27, í KA-heimilinu. KA/Þór skoraði fjögur síðustu...
- Auglýsing -

Stjarnan sótti sigur til Eyja

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 28:22. Næst eigast liðin við í TM-höllinni á laugardaginn og þá...

Skoruðu fjögur síðustu mörkin og fengu fyrsta vinninginn

Með frábærum endaspretti tryggði KA/Þór sér sigur á Haukum í fyrstu viðureign liðanna í 1. umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld, 30:27.Haukar skoruðu ekki mark síðustu níu mínútur leiksins eða eftir að Sara Odden...

Saga Sif stendur ekki í marki Vals í úrslitakeppninni

Saga Sif Gíslasdóttir markvörður Vals og landsliðsmarkvörður leikur ekki fleiri leiki með Val á þessu keppnistímabili. Hún lék sinn síðasta leik í bili þegar Valur vann KA/Þór í lokaumferð Olísdeildar á skírdag.Saga Sif segir frá þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum...
- Auglýsing -

HK vill eina deild kvenna sem skipt verði upp um áramót

Handknattleiksdeild HK leggur til á ársþingi HSÍ sem fram fer á laugardaginn að breyting verði gerð á keppni í meistaraflokki kvenna um að leikið verði í einni deild ef að a.m.k. tíu lið skrá sig til leiks á Íslandsmótinu....

Hanna framlengir veruna í Eyjum

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur til tveggja ára en hún er að ljúka sínu öðru keppnistímabili með Eyjaliðinu.Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að...

Molakaffi: Wester, Ingibjörg Gróa, Roberts, Bratset Dale, Kurtovic

Tess Wester, markvörður hollenska landsliðsins í handknattleik kvenna, kveður CSM Búkarest í sumar. Hún segir óvíst hvað taki við hjá sér. Alveg eins komi til greina að leika með félagsliði heima í Hollandi. West hefur verið helsti markvörður hollenska...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -