Einn leikur fer fram í Olísdeild kvenna í kvöld. Í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Haukar klukkan 18.30. Viðureign liðanna var frestað í febrúar vegna veðurs og færðar. Að leiknum loknum verða tvær umferðir eftir, átta leikir, af...
Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Magnús Dagur Jónatansson, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Magnús Dagur, sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA ásamt...
Júlíus Flosason hefur samið við Olísdeildarlið HK að nýju til tveggja ára. Júlíus spilaði upp alla yngri flokka HK og er einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins en hann spilar í vinstri skyttustöðu.
Júlíus hefur komið sterkur inn í vetur og...
Leonharð Þorgeir Harðarson hefur gert nýjan þriggja ára samning við handknatteiksdeild FH. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeildar FH í morgun.
Leonharð Þorgeir, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við FH frá Haukum í upphafi árs 2019 og...
Handknattleiksmaðurinn efnilegi hjá ÍBV, Ívar Bessi Viðarsson, leikur væntanlega ekki fleiri leiki með Eyjaliðinu á keppnistímabilinu. Ívar Bessi meiddist á upphafsmínútum viðureignar ÍBV og Hauka í undanúrslitum Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Hann reyndi að þrauka um stund áfram...
Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson bætti í gær 22 ára gamalt markamet Halldórs Ingólfssonar, Haukum, í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ. Benedikt Gunnar skoraði 17 mörk þegar Valur vann ÍBV, 43:31, úrslitaleik Powerade-bikars karla í Laugardalshöll.
Fyrra met, 14 mörk, setti Halldór...
Róður KA/Þórs í neðsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik þyngdist í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli, 27:18, í KA-heimilinu í viðureign sem varð að fresta fyrr í vetur. KA/Þór á tvo leiki eftir og situr í...
Einn leikur fer fram í Olísdeild kvenna í kvöld. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn. Leiknum var frestað fyrr á árinu vegna veðurs. Vonandi verður hægt að koma leiknum á dagskrá í kvöld.
Hörkuleikur verður í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði þegar...
Hulda Bryndís Tryggvadóttir handknattleikskonan reynda hjá KA/Þór leikur ekki með liðinu næsta árið, hið minnsta eftir að ljós kom að hún sleit krossband í öðru hné í leik gegn ÍR í síðasta mánuði. Akureyri.net segir frá ótíðindunum í morgun.
Hulda...
Sigurður Páll Matthíasson leikmaður Víkingur U var á þriðjudaginn úrskurðaður í eins leiks bann vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Víkings U og Fram U í Grill 66 deild karla 1. mars sl.
Daníel Karl Gunnarsson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun...
Haukar hafa framlengt samninga við fjóra lykilleikmenn í meistaraflokki karla. Um er að ræða Adam Hauk Baumruk, Aron Rafn Eðvarðsson, Brynjólfur Snæ Brynjólfsson og Geir Guðmundsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haukum í kvöld. Ekki kemur fram til...
Eftir nokkuð margar vikur í öðru fallsæta Olísdeildar karla þá lyftu Víkingar sér upp í 10. sætið með sigri á Fram, 32:29, í 18. umferð deildarinnar á fyrrverandi heimavelli Fram, íþróttahúsinu í Safamýri.
Þetta var annar sigur Víkinga í...
Öðrum leiknum í röð töpuðu Stjörnumenn á síðustu sekúndu í dag þegar þeir sóttu FH-inga heim í Kaplakrika í 18. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Einar Örn Sindrason skoraði sigurmark FH úr vítakasti þegar leiktíminn var á enda, 32:31.
Tandri...
Fjölbreytt dagskrá verður fyrir áhugafólk um handknattleik í dag. Stórleikur dagsins er viðureign Svíþjóðar og Íslands í 4. umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Karlskrona í Svíþjóð. Flautað verður til leiks klukkan 13.
Eftir 13 marka tap í fyrri...
Selfoss hleypti spennu í fallbaráttu Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með því að vinna HK, 26:22, í Sethöllinni á Selfossi. Þetta var annar sigur Selfossliðsins á HK-ingum í vetur.Þar með hefur Selfossliðið átta stig eins og Víkingur sem...