„Spilamennskan hjá okkur var mjög góð í leikjunum þótt hér og þar megi finna eitt og annað sem hefði mátt gera betur. Hvað sem öllu líður þá komumst við áfram í sextán liða úrslit á mjög sannfærandi hátt í...
Tíunda og síðasta umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla fór fram í kvöld með 12 leikjum. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni auk Valsmanna.
Úrslit leikja kvöldsins og lokastaðan í riðlunum liggur fyrir. Eins er ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum...
Handknattleiksdeild ÍBV hefur ráðið Magnús Stefánsson í starf aðalþjálfara meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Magnús, sem nú sinnir starfi aðstoðarþjálfara liðsins, tekur við starfinu eftir yfirstandandi tímabil af Erlingi Richardssyni sem þjálfað hefur liðið undanfarin fimm ár en...
Valur vann sænska meistaraliðið Ystads IF HK með tveggja marka mun, 35:33, í Ystads í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Valsmenn hafna þar með í þriðja sæti riðilsins, vantaði eitt mark upp á að ná öðru...
Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað til skoðunar aganefndar meinta framkomu og hegðun Sigurðar Bragasonar þjálfara kvennaliðs ÍBV eftir leik ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna í Vestmannaeyjum á síðasta laugardag.
Af hálfu framkvæmdastjóra er meintri framkomu Sigurðar eftir fyrrgreindan leik vísað...
Íslandsmeistarar Vals eru mættir á söguslóðir Kurt Wallander í Ystad í Svíþjóð hvar þeir mæta sænska meistaraliðinu í Ystads IF HF í 10. og síðustu umferð B-riðils Evrópukeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Flautað verður til leiks í Ystad...
Handknattleikskonan Karen Helga Díönudóttir hefur verið lánuð til Selfoss út keppnistímabilið. Karen Helga, sem er þrautreynd á handknattleikvellinum, er félagsbundin Haukum en hefur ekkert leikið með liði félagsins á keppnistímabilinu.
Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir, markvörður, hefur verið lánuð til Gróttu frá...
Það virtust nær allir skilja sáttir frá slag Hafnarfjarðarliðanna, Hauka og FH, í Olísdeild karla á Ásvöllum í gær. Niðurstaða leiksins var jafntefli, 24:24, í hörkuleik og í mjög góðri stemningu enda var fjölmenni á leiknum, eitthvað á annað...
Sautjándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld. Þrír leikir eru á dagskrá. Klukkan 18 hefja Hörður og Stjarnan leik á Ísafirði. Hálfri annarri stund síðar byrja tveir leikir. Haukar og FH eigast við á Ásvöllum og Grótta...
Sautjándu umferð Olísdeildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Þar ber vafalaust hæst viðureign Hafnarfjarðarliðanna, Hauka og FH, á Ásvöllum sem hefst klukkan 19.30. Hart er sótt að FH-ingum sem sitja í öðru sæti deildarinnar. Á sama tíma...
Selfoss stór stórt skref í átt til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna öruggan sigur á KA, 35:29, í viðureign liðanna í 17. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu.
Selfoss er...
Lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og vann KA/Þór, 26:21, í Olísdeild kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag. Með sigrinum er ljóst að nýliðarnir geta ekki fallið beint úr deildinni í vor. Selfoss er sex stigum fyrir ofan...
ÍBV hafði sætaskipti við Aftureldingu í Olísdeild karla með sigri í leik liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum, 32:26, í 17. umferð deildarinar. ÍBV fór upp í þriðja sæti með 20 stig og er aðeins stigi á eftir FH auk...
Áfram verður leikið í Olísdeildum karla og kvenna í dag. Afturelding sækir ÍBV heim í Olísdeild karla þar sem þriðja sæti deildarinnar verður undir. Aðeins munar einu stigi á liðunum, Aftureldingu í hag. ÍBV situr í fjórða sæti með...
Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sigurmark ÍBV, 29:28, á síðustu sekúndu leiksins við Val í Vestmannaeyjum í dag þegar tvö efstu lið Olísdeildar kvenna áttust við í stórskemmtilegum og jöfnum leik.
Með sigrinum komst ÍBV í efsta sæti Olísdeildarinnar með 30...