Dregið var í aðra umferð í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik karla í morgun og voru nöfn þriggja íslenskra félagsliða í skálunum sem dregið var úr.
ÍBV, sem ennþá á eftir að leika við Holon HC frá Ísrael, mætir Donbas Donetsk...
Landsliðskonan og leikmaður Fram, Steinunn Björnsdóttir, var valin besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik sem lauk á Selfossi í gær. Eins og kom fram á handbolta.is í gær þá unnu Steinunn og samherjar öruggan sigur í öllum þremur leikjum mótsins...
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Dagur Árni Heimisson hafa skrifað undir nýja tveggja ára samninga við handknattleiksdeild KA. Skarphéðinn er ný orðinn 17 ára og kom inn í meistaraflokkslið KA á síðustu leiktíð. Hann var í U18 ára landsliðinu sem...
Þrefaldir meistarar síðasta keppnistímabils, Valur, mæta sterkir til leiks á nýju keppnistímabili ef marka má frammistöðu þeirra gegn KA í meistarakeppni HSÍ í Origohöllinni í dag. Valsmenn voru talsvert sterkari en KA-menn frá upphafi til enda og unnu með...
Fram vann stórsigur á Selfossi í síðasta leik Ragnarsmóts kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í dag, 37:22, og vann þar með mótið. Fram hafði betur í öllum þremur leikjum sínum í mótinu þrátt fyrir að vera ekki...
ÍBV vann Stjörnuna í uppgjöri um þriðja sætið á Ragnarsmóti kvenna í handknatteik í Sethöllinni á Selfossi í dag, 26:19. ÍBV var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:9.
Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Eyjaliðið svaraði með fjórum...
Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Vals og KA mætast í meistarakeppni karla í handknattleik í Origohöllinni við Hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.
Viðureignin í meistarakeppninni markar upphaf Íslandsmótsins hvert ár en þá leiða saman hesta sína...
Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við 21 árs gamlan brasilískan markvörð, Emannuel Augusto Evangelista. Standa vonir til þess að Brasilíumaðurinn verði klár í slaginn í Olísdeildinni þegar Hörður sækir Íslands- og bikarmeistara Vals heim...
Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Guðlaugur Arnarsson kemur inn í þjálfarateymi karlaliðs KA á komandi keppnistímabili og mun starfa með Jónatan Þór Magnússyni aðalþjálfara. Sverre Andreas Jakobsson verður áfram í þriggja manna þjálfarateymi KA eins og undanfarin ár.
Samhliða störfum...
Eyjamaðurinn Friðrik Hólm Jónsson hefur fengið félagaskipti frá ÍBV til nýliða ÍR í Olísdeild karla. Þetta kemur fram í félagaskiptaskrá á vef HSÍ. Friðrik Hólm er vinstri hornamaður og hefur leikið með ÍBV síðustu árin og var m.a. í...
Þórhildur Gunnarsdóttir tryggði Stjörnunni jafntefli gegn Selfossi í síðari leik kvöldsins á Ragnarsmótinu í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi. Þórhildur jafnaði metin þegar mínúta var til leiksloka, 22:22. Heimaliðið átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana...
Haukar hafa samið við markvörðurinn Matas Pranckevicius um að leika með Hafnarfjarðarliðinu á keppnistímabilinu sem hefst í næstu viku. Pranckevicius er 24 ára gamall Litái. Hann hefur verið við æfingar með Haukaliðinu undanfarna daga með það í huga að...
Steinunn Björnsdóttir skoraði þriðjung marka Framliðsins sem vann ÍBV, 30:27, í fyrri leik annarrar umferðar Ragnarsmótsins í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Fram hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og mætir Selfossi á laugardaginn í...
Sæunn Magnúsdóttir var í gærkvöld kjörin formaður aðalstjórnar ÍBV á framhaldsaðalfundi. Aðrir sem náðu kjöri í aðalstjórn eru Arnar Richardsson, Bragi Magnússon, Erlendur Ágúst Stefánsson, Kári Kristján Kristjánsson, Örvar Omrí Ólafsson og Sara Rós Einarsdóttir. Varamenn eru Guðmunda Bjarnadóttir...
Önnur umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna fer fram í kvöld í Sethöllinni á Selfossi. Mótið hófst á mánudaginn með leik Selfoss og ÍBV þar sem fyrrnefnda liðið vann örugglega, 33:27. Í kjölfarið tók við viðureign Fram og Stjörnunnar. Fram...