Hinn ungi og efnilegi línumaður Tryggvi Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára. Tryggvi er á sínu þriðja keppnistímabili með meistaraflokki Selfoss og hefur hans hlutverk stækkað með hverju árinu.Á þessu keppnistímabili hefur...
Frá og með morgundeginum mega allt að 200 áhorfendur koma á kappleiki í íþróttum, þar á meðal í handknattleik. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem tekur gildi á morgun. Svandis greindi frá helstu tilslökunum á...
„Fyrri hálfleikur var klárlega frábær hjá okkur. Með honum lögðum við grunn að sigrinum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur á Aftureldingu, 30:21, í Origohöllinni í viðureign liðanna í Olísdeild karla...
„Við mættum ekki til leiks. Þetta var einn af þessum hálfleikum þar sem ekkert gengur upp, bara alls ekkert,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar spurður út í hvað það hafi verið sem hans menn buðu upp á í...
Handknattleiksmaðurinn Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, fékk þungt högg í gærkvöld í viðureign Hauka og ÍR þegar hann lenti í samstuði við Eyþór Vestmann, leikmann ÍR. Geir var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.Í samtali við vísir.is segir Aron Kristjánsson þjálfari...
Selfoss tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar liðið tók á móti baráttuglöðum Gróttumönnum í Hleðsluhöllinni. Grótta var með tögl og hagldir í leiknum nánast frá upphafi til enda og vann sinn annan leik í röð og...
Valsmenn risu úr öskustónni eins og fuglinn Fönix í kvöld og kjöldrógu leikmenn Aftureldingar í Olísdeild karla í handknattleik en leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda, 30:21. Aðeins annað liðið var með á nótunum í fyrri hálfleik en að...
Botnlið Olísdeildar karla, ÍR, stóð hressilega í toppliði Hauka í viðureign liðanna í Austurbergi í kvöld. Segja má að Haukar hafi sloppið fyrir horn eftir harða mótspyrnu ÍR-inga sem voru á köflum með frumkvæði og hreinlega neituðu að játa...
Margt bendir til þess að áhorfendum verði í einhverjum mæli heimilt að koma á handboltakappleiki þegar líður á þessa viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði aðspuður á upplýsingafundi Almannavarna í dag að í minnisblaði sem hann hefur sent heilbrigðisráðherra væri...
„Við erum allir vonsviknir yfir að hafa ekki fengið bæði stigin af því að við unnum fyrir þeim. Staðreyndin er hinsvegar sú að við getum verið jákvæðir yfir einu og öðru þótt við fengum bara annað stigið. Við skoruðum...
„Framarar voru mikið betri og því miður þá lékum við alls ekki eins og lagt var upp með fyrirfram. Varnarleikur okkar hefur verið frábær upp á síðkastið eins og til dæmis gegn Val. Við vorum ekki sambandi lengi vel,“...
Elleftu umferð Olísdeildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Leikmenn ÍR og Hauka ríða á vaðið klukkan 18 í íþróttahúsinu í Austurbergi. Ef Haukar vinna leikinn endurheimta þeir efsta sæti deildarinnar af FH sem laumaðist upp í efsta...
Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, fór úr hægri axlarlið þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik Þórs og KA í Olísdeild karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Þetta er í annað sinn á innan við...
Stefán Darri Þórsson tryggði Fram annað stigið með marki úr langskoti á síðustu sekúndu viðureignarinnar við Stjörnuna í Framhúsinu í kvöld í viðureign liðanna í Olísdeild karla, 29:29. Tandi Már Konráðsson hafði nokkrum sekúndum áður skoraði 29. mark Stjörnunnar...
Þórsarar skoruðu ekki mark ellefu síðustu mínúturnar af viðureigninni við KA í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag og fengu þeir að súpa seyðið af því þegar leikurinn var gerður upp með tveggja marka sigri KA, 21:19. KA-menn skoruðu þrjú...