Hisham Nasr, formaður undirbúningsnefndar heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, sem fram á að fara í Egyptalandi í janúar, er brattur og bjartsýnn á að allt verði í himnalagi hvað aðstöðu til handknattleiks áhrærir þegar flautað verður til leiks 13. janúar....
Chile fékk síðasta farseðillinn á heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem haldið verður í Egyptalandi frá 13. - 31. janúar á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið staðfesti í morgun ósk frá Handknattleikssambandi Mið- og Suður-Ameríkuríkja þess efnis og handbolti.is sagði frá...
Rétt í þessu var dregið til undanúrslita í Meistaradeild karla vegna keppninnar leiktímabilið 2019/2020 sem átti að ljúka í vor en var frestað vegna kórónuveirufaraldurinsins. Nú stendur til að ljúka keppninni á milli jóla og nýárs, 28. og 29....
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna, hefur valið þá 20 leikmenn sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Noregi og í Danmörku frá 3. til 20. desember.
„Þetta er metnaðarfullur hópur leikmanna sem hungrar í að vinna...
Norska handknattleikskonan Veronica Kristiansen hefur framlengt samning sinn við ungverska stórliðið Györi til tveggja ára. Kristiansen hefur verið í herbúðum liðsins í hálft þriðja ár og leikið stórt hlutverk og var í liðinu sem varð ungverskur meistari, bikarmeistari og...
Fyrir lok þessarar viku, í allra síðasta lagi strax eftir helgi, liggur það fyrir hvort norska handknattleikssambandinu verði veitt tilslökun frá sóttvarnareglum í Noregi þannig að hægt verði að halda meira en helming leikja á Evrópumóti kvenna þar í...
Einn leikmaður þýska landsliðsins sem tók þátt í leik liðsins gegn Eistlendingum í Tallin í gær reyndist vera smitaður af kórónuveirunni. Það kom í ljós í morgun þegar niðurstöður af sýnatöku lágu fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem...
Slóveninn Sebastian Skube hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landsliðið aftur. Hann segist vilja hafa meiri tíma með fjölskyldu sinni. Skube er 33 ára gamall hefur síðustu árin leikið með Bjerringbro/Silkeborg. Núverandi samningur við Bjerrigbro/Silkeborg rennur...
Alls tókst að ljúka 18 af þeim 32 leikjum sem voru á dagskrá í fyrstu og annarri umferð undankeppni EM2022 í karlaflokki sem áttu að fara fram í liðinni viku og í dag. Fjórtán var frestað með mislöngum fyrirvara,...
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu hrósuðu öruggum sigri í Tallinn í Eistalandi í dag þegar þeir unnu landsliðs Eistland, 35:23, í 2. riðli undankeppni EM í handknattleik karla. Eins og gegn Bosníu á fimmtudagskvöldið þá var...
Í dag fóru fram tveir leikir í B-riðli Meistaradeildar kvenna þar sem annar leikurinn var í sjöundu umferð á meðan hinn var í áttundu umferð. Ástæða þess er að forráðarmenn Dortmund og Györ komust að samkomulagi um að spila...
Portúgal vann öruggan sigur á landsliði Litháen í fjórða riðli undankeppni EM2022 í karlaflokki í dag, 34:26, en leikið var í Siemens Arena í Vilnius. Liðin eru með íslenska landsliðinu í riðli í undankeppninni. Portúgal hefur þar með fjögur...
Kiril Lazarov skoraði sex mörk og Stojanche Stoilov fimm þegar landslið Norður-Makedóníu vann landslið Sviss, 25:23, í gærkvöld í Schaffhausen í Sviss í 7. riðli undankeppni EM2022. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 10:10. Andre Schmid var markahæstur...
Ekkert verður af því að landslið Bosníu og Austurríkis mætist á morgun í undankeppni EM 2022. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, frestaði leiknum um ótiltekinn tíma nú síðdegis eftir að upp komst um fleiri smit í herbúðum landsliðs Bosníu.
Landslið Austurríkis...
Eins og reiknað var með þá skildi nánast himinn og haf að landslið heimsmeistara Danmerkur annarsvegar og landslið Finna hinsvegar þegar þjóðirnar leiddu saman hesta sína í undankeppni EM2022 í Vantaa í Finnlandi í dag.
Danir unnu með 18...