Flest stærri handknattleikslið á meginlandi Evrópu hófu fyrir nokkru æfingar á nýjan leik eftir sumarleyfi. Mörg þeirra leika æfingaleiki um þessar mundir, annað hvort staka leiki eða eru með í smærri mótum. Franska meistaraliðið PSG lætur sér ekki nægja...
Viggó Kristjánsson er kominn á fulla ferð eftir meiðsli og aðgerð í vor. Hann skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá SC DHfK Leizpig í stórsigri á grannliði, EHV Aue, 37:19, í Sachsen Cup-mótinu í fyrradag. Sveinbjörn Pétursson er...
Lene Rantala, fyrrverandi landsliðskona Danmerkur, hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Evrópu- og Noregsmeistara Vipers Kristiansand og mun þar með starfa við hlið Tomáš Hlavaty sem tók við þjálfun liðsins í sumar. Rantala, sem er 54 ára gömul, þekkir vel til...
Eins og staðan er núna þá verður ekki sýnt í sjónvarpi frá leikjum í Meistaradeildum karla og kvenna og Evrópudeildunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á næstu leiktíð. Engin sjónvarpsstöð hefur keypt sýningaréttinn ennþá og virðist aukinnar svartsýni...
Víst er orðið að handknattleikslandslið Rússlands og Belarus komast ekki með nokkru móti inn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, IOC, sem fram fara á næsta ári. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, segir að boð um þátttöku hafi verið send út til...
Sandra Erlingsdóttir lék ekki með TuS Metzingen í fyrsta leik liðsins af þremur á æfingamóti í Ungverjalandi i gær. TuS Metzingen tapaði fyrir japanska landsliðinu, 32:30. Sandra á afmæli í dag og sendir handbolti.is henni hér með hamingjuóskir með...
Handknattleikskonan Erika Ýr Ómarsdóttir, hefur skrifað undir samning við bikar- og deildarmeistara ÍBV. Erika Ýr er uppalin í Eyjum og var m.a. valin ÍBV-arar tímabilsins vorið 2021.
Íslensk handknattleikslið eru að hefja æfingar af fullum þunga þessa dagana eftir...
Uppfært 25. júlí kl. 18.30: Fullyrt er sólarhring eftir að neðangreind frétt var skrifuð að ekki sé flugufótur fyrir henni.
ميكيل هانسنخبر من واقع الخيال تفهم ما تفهم مشكلتك pic.twitter.com/XPBBJjyDf5— عادل بن ثاني الزراع (@benthaniqatar) July 25, 2023...
Norska meistaraliðið Kolstad mun að öllum líkindum halda keppnisrétti sínum í Meistaradeild karla í handknattleik þrátt fyrir fregnir af fjárhagskröggum og lækkun launa um 30 af 100. Tíðindi sem komu Handknattleikssambandi Evrópu í opna skjöldu og virðast á skjön...
Einn þekktasti og áhrifamesti handknattleiksþjálfari sinnar samtíðar, Vlado Stenzel, varð 89 ára í gær. Stensel er Serbó/Króati sem flutti til Þýskalands 1973 og stýrði þýska landsliðinu til sigurs á HM 1978 í sögufrægum úrslitaleik við Sovétmenn í Kaupmannahöfn, 20:19. Þjóðverjar...
Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við meistaraflokkslið Víkings í handknattleik. Arnbjörg er 18 ára gömul og kemur til Víkings frá Fram þar sem hún hefur spilað með ungmennaliði liðsins síðustu ár. Arnbjörg leikur á línunni. Koma hennar...
Handknattleiksferill sænska handknattleiksmannsins Kim Ekdahl du Rietz hefur enn á ný tekið óvænta stefnu. Hann hefur verið ráðinn í starf þjálfara karlalandsliðs Hong Kong í handknattleik. Til stendur að hann stýri landsliðinu á Asíuleikunum í haust þegar m.a. verður...
Andri Már Rúnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir þýska handknattleiksliðið SC DHfK Leipzig í gær en þá lék liðið utandyra við Dessau-Roßlauer HV 06 að viðstöddum um 1.500 áhorfendum. Dessau-Roßlauer HV 06 vann leikinn, 25:21. Leiktíminn var 2x20 mínútur...
Dregið var í riðla Evrópudeildar karla í handknattleik í morgun. Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt frá síðasta keppnistímabili. Í stað fjögurra riðla með sex liðum í hverjum verður leikið í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum á næsta...
Katrine Lunde markvörður norska landsliðsins og Evrópumeistara Vipers Kristiansand heldur áfram að bæta eigið landsmet í fjölda landsleikja. Hún leikur á morgun sinn 342. A-landsleik þegar norska landsliðið mætir franska landsliðinu í vináttuleik í Bodø Spektrum.
Lunde er 43 ára...