Danski handknattleiksmaðurinn Emil Madsen hefur samið við þýska meistaraliðið THW Kiel. Tekur samningurinn gildi eftir ár og er til fjögurra ára. Madsen sló í gegn í vetur með danska meistaraliðinu GOG. Kiel gerði tilraun til þess að klófesta Madsen...
TV2 í Danmörku frumsýnir í kvöld fyrri hluta heimildarmyndar sem menn á vegum stöðvarinnar hafa unnið að í fjögur ár þar sem sjónum er beint að hagræðingu úrslita í alþjóðlegum handknattleik. Sagt er að í þáttunum sé flett ofan...
Sænski landsliðsmaðurinn Lukas Nilsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Aalborg Håndbold eftir að hafa leikið í sjö ár í þýsku 1. deildinni í handknattleik, núna síðast í þrjú ár með bikarmeisturum Rhein-Neckar Löwen. Samningur Nilsson við Álaborgarliðið...
Ljóst er að ekkert verður af því að Evrópumót kvenna í handknattleik fari fram í Rússlandi í desember 2026 eins og til stóð. Rússar sóttust eftir mótinu fyrir nokkrum árum og voru hlutskarpastir í kapphlaupi um að verða gestgjafi....
Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu og Japaninn Naoki Fujisaka skoruðu flest mörk á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla sem lauk í Berlín á sunnudaginn. Þeir skoruðu 55 mörk hvor. Fujisaka lék tveimur leikjum færra en Elias og er þar...
Þjóðverjar slógu upp veislu með 9.000 áhorfendum í Max Schmeling Halle í Berlín í kvöld og tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þeir unnu afar öruggan sigur á Ungverjum í úrslitaleik, 30:23, eftir...
„Við erum ánægðir með að vinna fimmta sætið úr því sem komið var í keppninni. Það voru okkur vonbrigði að ná ekki inn í undanúrslitin. Þegar svo er komið var ekkert sjálfsagt að rífa sig upp og vinna tvo...
Framundan er endasprettur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Mótið hófst 20. júní í Grikklandi og í Þýskalandi og lýkur með úrslitaleik á sunnudaginn í Berlín.
Hér fyrir neðan er leikjdagskrá fyrir alla þá leiki...
Uppselt er á úrslitaleik Þýskalands og Ungverjalands á heimsmeistaramóti karla í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og eldri. Leikurinn fer fram í Max Schmeling Halle í Berlín og hefst klukkan 16. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti fyrir stundu að síðustu miðarnir...
Færeyingar kræktu í sjöunda sætið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla í morgun þegar þeir unnu Króata á sannfærandi hátt með fjögurra marka mun, 31:27, í Max Schmeling Halle í Berlín. Færeyingar unnu þar með sex leiki...
Ungverjar hafa ekki leikið um gullverðlaun á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla síðan 1977. Þeir mæta Þjóðverjum í úrslitaleik í Max Schmeling Halle í Berlín í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16. Í gærkvöld voru seldir ríflega 8.000...
Serbar verða andstæðingar Íslendinga í bronsleiknum á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik á morgun. Serbar steinlágu fyrir Þjóðverjum í síðari undanúrslitaleiknum í Max Schmeling Halle í Berlín í dag með 10 marka mun, 40:30.Þýskaland og Ungverjaland leika...
Portúgal mætir Danmörku í viðureign um fimmta sætið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla. Portúgal lagði Króatíu, 36:32, í síðari leik krossspilsins um fimmta til áttunda sætið í Max Schmeling Halle í Berlín í hádeginu í dag....
Danir, undir stjórn Arnórs Atlasonar, leika um fimmta sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. Danir unnu Færeyinga með þriggja marka mun í morgun, 26:23, í fyrri viðureign krossspils um sæti fimm til átta...
Heimsmeistaramót 21 árs landsliða karla í handknattleik sem lýkur í Þýskalandi á morgun er það fyrsta í flokki yngri landsliða á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins þar sem dómarar geta stuðst við myndbandsupptökur séu þeir í vafa um í hvorn fótinn...