- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta jafnaði metin í umspilinu

KatríKatrín Helga Sigurbergsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir og Guðlaug Embla Hjartardóttir kampakátar eftir að Hörður Aðalsteinsson dómari flautaði til leiksloka í Hertzhöllinni í dag. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta jafnaði metin í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að leggja Aftureldingu, 31:27, í annarri viðureign liðanna sem fram fór í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Liðin hafa þar með hvort sinn vinninginn og mætast í þriðja sinn í Mosfellsbæ á sunnudaginn kl. 16.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14:13, Gróttu í vil eftir að Afturelding hafði skorað tvö síðustu mörkin á lokamínútu hálfleiksins.

Grótta var sterkara í leiknum í dag, ekki síst í síðari hálfleik. Soffía Steingrímsdóttir markvörður hrökk í stuð og varði allt hvað af tók, m.a. tvisvar sinnum skot eftir hraðaupphlaup. Markvarsla Soffíu hafði sitt að segja um að Grótta var komin með fimm marka forystu tíu mínútum fyrir leikslok.


Sóknarleikur beggja liða var afar mistækur en Gróttuliðinu tókst að rífa sig upp þegar á síðari hálfleik leið meðan Mosfellingar náðu sé alls ekki á strik. Lítill Olísdeildarbragur var á Aftureldingarliðinu að þessu sinni.

Mörk Gróttu: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 7, Karlotta Óskarsdóttir 6, Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Rut Bernódusdóttir 5, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Sara Björg Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 13, Anna Karólína Ingadóttir 3.
Mörk Aftureldingar: Anna Katrín Bjarkadóttir 7, Susan Ines Gamboa 7, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Sylvía Björt Blöndal 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9.

Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit

Handbolti.is var í Hertzhöllinni og fylgdist með framvindu leiksins í textalýsinginu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -