Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann BSV Bern á heimavelli í gær í fyrstu umferð A-deildarinnar í Sviss.
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting leika til úrslita í dag við...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk og Andrea Jacobsen tvö í stórsigri liðs þeirra, Blomberg-Lippe, á smáliðinu Ht Norderstedt, 39:14, í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Þetta var fyrsti formlegi leikur landsliðskvennanna tveggja eftir að þær...
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro komust í gær í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í handknattleik. TTH Holstebro lagði Skanderborg AGF, 32:28, á heimavelli.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir Skanderborg AGF og átti...
Ungverska meistaraliðið Veszprém hefur útnefnt fjóra fyrirliða, hvern fyrir sína keppni sem liðið tekur þátt í á komandi leiktíð. Ludovic Fàbregas verður fyrirliði í leikjum Veszprém í Meistaradeild Evrópu, Nedim Remili á að bera fyrirliðabandið á heimsmeistaramóti félagsliða sem...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og félagar í Bjerringbro/Silkeborg komust í gær í átta liða úrslit í dönsku bikarkeppninni í handknattleik. Bjerringbro/Silkeborg vann Kolding, 30:23, í Sydbank Arena í Kolding að viðstöddum 1.021 áhorfanda. Guðmundur Bragi skoraði eitt mark.
Næsti leikur Bjerringbro/Silkeborg...
Sveinn Jóhannsson skoraði sjö mörk þegar Noregsmeistarar Kolstad unnu smáliðið Rapp, 53:17, í fyrstu umferð bikarkeppninnar í gær á heimavelli Rapp, Husebyhallen, sem er í næsta nágrenni við Kolstad Arena í Þrándheimi.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk úr vítaköstum....
Elmar Erlingsson og félagar í þýska handknattleiksliðinu Nordhorn-Lingen voru gestgjafar afar sterks móts um nýliðna helgi þegar Evrópumeistarar Barcelona, þýska liðið Flensburg og Montpellier frá Frakklandi komu í heimsókn til Nordhorn og reyndu með sér. Rífandi góð stemning og...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting unnu Benfica í úrslitaleik Meistarakeppninnar í Portúgal í gær, 37:21. Orri Freyr hefur átt í meiðslum í ökkla og kom lítið við sögu en var engu að síður á leikskýrslu. Stiven Tobar...
Haukur Þrastarson og nýir samherjar hans í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest unnu CSM Constanta, 27:21, í undanúrslitum meistarakeppni rúmenska handknattleiksins í gær. Dinamo leikur til úrslita við Minaur Baia Mare í dag. Baia Mare lagði Potaissa Turda í hinni...
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk þegar lið hans vann Önnereds á heimavelli í fyrstu umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í gær, 40:35. Auk Amo og Önnereds eiga Anderstorps og Lagan sæti í 6. riðli bikarkeppninnar. Leikið verður heima og...