Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði níu mörk þegar lið hans, Kolstad, vann Runar, 41:32, í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki á heimavelli í gær. Kolstad er efst í deildinni með 33 stig eftir 18 leiki, er þremur stigum á undan Elverum...
Hafdís Renötudóttir markvörður landsliðsins og Vals varð fyrir höfuðhöggi á dögunum og lék þar af leiðandi ekki með liðinu í gær gegn Haukum í undanúrslitum Poweradebikarnum né á móti KA/Þór um síðustu helgi í Olísdeildinni. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari...
Þess er nú freistað að tryggja íslenska karlalandsliðinu í handknattleik tvo vináttulandsleiki upp úr miðjum mars þegar alþjóðleg vika landsliða stendur yfir. Vonir standa til þess að hægt verði að leika hér á landi en ef ekki mun landsliðið...
Dagur Gautason skoraði sjö mörk og var næst markahæstur hjá ØIF Arendal í fimm marka sigri á Runar Sandefjord, 35:30, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær. Leikurinn fór fram í Sanderfjord. ØIF Arendal er í þriðja sæti...
Monique Tijsterman hefur verið ráðin landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik kvenna. Hún tekur við af Herbert Müller sem lét af störfum eftir heimsmeistaramótið í desember að loknum 20 árum í stóli landsliðsþjálfara. Tijsterman er hollensk og hefur lengi þjálfað í...
Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica þegar liðið vann CF Estrela Amadora, 39:21, í 32-liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld.
Sporting komst einnig áfram í 16-liða úrslit portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Sporting lagði...
Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen hefur skrifað undir nýjan samning við norska meistaraliðið Kolstad. Samningurinn gildir til ársins 2027. Sagosen kom til félagsins á síðasta sumri, rétt áður en gert var opinbert að félagið ætti í nokkrum fjárhagskröggum og leikmenn...
Victor Máni Matthíasson hefur gengið til liðs við Fjölni á nýjan leik, í þetta sinn sem lánsmaður frá Stjörnunni út leiktíðina. Viktor Máni, sem er línumaður kvaddi Fjölni sumarið 2022 og lék eftir það í ár með StÍF í...
Andrea Jacobsen og liðsmenn Silkeborg-Voel unnu baráttusigur á København Håndbold, 33:32, í 18. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn. Andrea kom lítið við sögu í leiknum. Silkeborg-Voel er komið upp í 5. sæti...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðskona og liðsfélagar hennar í EH Aalborg unnu fimmtánda leik sinn í dönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. EH Aalborg vann HØJ, 28:21, á heimavelli HØJ í Ølstykke á Sjálandi í gær. EH Aalborg er...